Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændur sem stunda blóðmerarbúskap krefjast gagnsæis við afurðavinnslu og rökstuðning fyrir verðlagningu ætli þeir að endursemja við Ísteka.
Bændur sem stunda blóðmerarbúskap krefjast gagnsæis við afurðavinnslu og rökstuðning fyrir verðlagningu ætli þeir að endursemja við Ísteka.
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 10. febrúar 2022

Blóðbændur sameinast í kjaraviðræðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Yfirgnæfandi meirihluti blóð­bænda hafa sagt upp samn­ingum sínum við líftækni­fyrirtækið Ísteka ehf. Bændurnir krefjast betri verðlagningar fyrir afurð sína, meira gegnsæi við vinnslu afurða og að forræði bænda yfir þeirra eigin búrekstri sé virt.

„Ísteka fær ekki blóð frá okkur nema fulltrúar fyrirtækisins setjist að samningaborði með okkur og endursemji,“ segir Halla Bjarnadóttir, bóndi á Ártúnum, en hún situr í stjórn Í-ess bænda, hagsmunafélags blóðbænda á Suðurlandi. Samningum við Ísteka er hægt að segja upp einu sinni á ári, til 1. febrúar ár hvert, og hafa nú flestir blóðbændur landsins sagt samningum sínum lausum. Mikil samstaða er meðal blóðbænda, að sögn Höllu, sem vilja knýja fram betri kjör, eðlilegri verðskrá og heilbrigðari viðskiptahætti.

Hún segir lítil samskipti fyrir­tækisins við blóðbændur gagnrýnisverð. „Við héldum fundi bæði fyrir sunnan og norðan í desember. Fulltrúar Ísteka mættu á báða fundina en hafa í raun ekkert brugðist við því sem þar kom fram, þrátt fyrir að við sendum þeim samhljóða ályktun sem unnin var á fundinum.“

Síðan þá hafa bændur kallað eftir frekara samtali við aðstandendur fyrirtækisins. Samninganefnd bænda hefur fengið einn fund með fulltrúum fyrirtækisins en annar var boðaður nú í vikunni. Engar fyrirætlanir um breytingar hafi þó verið gefnar út af hálfu Ísteka ehf.

Vilja aukna vitneskju

Halla segir því uppsögn samninganna vera einu leiðina til að knýja fram viðræður um kjör blóðbænda. „Við sjáum það svart á hvítu að staða blóðbænda gagnvart Ísteka er mjög veik. Við fáum ekki nægar upplýsingar um afurð okkar og okkur finnst skrítið að fyrirtækið hafi allt í hendi sér en gefi ekkert upp,“ segir Halla, en ein af kröfum þeirra fyrir endurnýjun samninga er aukið gagnsæi og vitneskja um afurðir, líkt og þekkist í öðrum búgreinum.

Í tilfelli blóðbænda byggir afurðaverð til þeirra á meðalmagni blóðs eftir hverja hryssu sem talin er í stóðinu en ekki eftir gæðum blóðsins eða verðmæti þess til vinnslu. Bændur telja rök skorta að baki verðlagningunni og krefjast þess að hún verði aflögð.

Halla segir viðbrögð Ísteka eftir útgáfu myndbands dýraverndar­samtaka í vetur hafi komið blóðbændum í opna skjöldu. „Ísteka fer í felur og fulltrúar fyrirtækisins lyftu ekki litla fingri til að koma félögum okkar og dýralæknum til hjálpar, heldur þvert á móti reyndu þeir að hvítþvo sig, sem gerði illt verra. Við viljum vita hver staða bænda er gagnvart Ísteka og hvernig þeir hyggjast bregðast við og styðja okkur, sem sinnum þessari búgrein.“

Halla segir blóðbændum umhugað um dýrin sín og myndu aldrei stunda búskap sem fæli í sér dýraníð. „Við sem vinnum við þetta vitum að blóðtaka hefur ekki slæm áhrif á hryssurnar. Ef svo væri, þá væri þetta ekki gert. Dýralæknar myndu aldrei taka það í mál að sinna blóðtökum ef það væri slæmt fyrir hryssurnar,“ segir Halla.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...