Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Verðlaunabíllinn Peugeot 308.
Verðlaunabíllinn Peugeot 308.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 16. október 2014

Bíll ársins 2015 - Peugeot 308

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Í síðustu viku völdu bíla­blaðamenn í Samtökum bílablaðamanna á Íslandi bíl ársins 2015, Peugeot 308. Áður hafði þessi bíll verið valinn bíll ársins í Evrópu 2014.

Þar sem ég hafði ekki prófað bílinn vildi ég aðeins kynnast gripnum og gefa mitt álit á honum. Það var auðfengið mál að fá bílinn lánaðan hjá Bernhard, umboðsaðila Peugot, til prufuaksturs um síðustu helgi.

Stutti bíltúrinn endaði í 200 km ánægjulegum akstri

Vélin á bílnum sem prófaður var er 1,6 dísilvél sem á að skila 116 hestöflum. Ekki hafði ég hugsað mér að keyra bílinn langt né mikið, en það var einfaldlega svo gaman að keyra bílinn að þegar upp var staðið hafði ég keyrt 195 km, eytt að meðaltali 5,3 lítrum á hundraðið og meðalhraðinn var 51 km á klukkustund. Uppgefin eyðsla er 5,0 í blönduðum akstri þannig að uppgefin eyðsla er nokkuð í takt við aksturslag mitt á þessum bíl.

Peugot 308 er með betri bílum sem ég hef prófað í ár

Það var ekki margt sem ég gat fundið að bílnum, þó fannst mér þegar ég lagði af stað á köldum bílnum að gírstöngin væri kaldasta gírstöng sem ég hef snert í upphafi bíltúrs (átti eftir að breytast). Fulllágt er undir hann að framan en á móti mjög hár að aftan. Á malarvegum er Peugot 308 aðeins laus að aftan í beygjum og framdekkin senda smásteina upp undir „sílsana“ með fullmiklum hávaða. Einnig hefði verið æskilegt að mælaborðið sýndi hvenær ætti að skipta gírunum niður en ekki bara þegar skipta ætti upp.     Allt annað fannst mér frábært og erfitt er að telja það upp.

Vélin einstaklega spræk

Snerpan í bílnum er með ólíkindum, úr kyrrstöðu stekkur bíllinn hreinlega af stað og þessi 116 hestafla vél er mjög fljót að ná snúning. Á malbiki er bíllinn hreinn draumur, liggur vel í beygjum þar sem malbik er þurrt (spólvörnin fór oftar en einu sinni í gang þegar bílnum var gefið út úr beygjum þar sem malbikið var blautt og nýtt). Veghljóð á malbiki er nánast ekkert, en of mikið steinahljóð á malarvegum frá framdekkjum. Framsætin eru þægileg og styðja vel við bakið, hægt að hækka og lækka töluvert mikið, en í lægstu stillingu finnst manni að maður sitji á götunni. Stýrið er frekar lítið, en mjög þægilegt. Allur stjórnbúnaður er á góðum stöðum í og við stýrið og þarf nánast aldrei að sleppa stýri nema þegar skipt er um gír.

Enginn geislaspilari, en frábær hljómgæði í útvarpi

Verðið á Peugeot 308 er frá 3.360.000 á ódýrasta bílnum, en bíllinn sem ég prófaði var sá dýrasti og kostar 4.190.000. Hægt er að fá bílinn með ýmsum aukabúnaði sem bætist ofan á grunnverð, s.s. felgur, gluggavindhlífar, hliðarlista, þverboga á topp, dráttarkrók og geislaspilara í mælaborð ásamt fleiru.

Peugeot 308 er ekki með geislaspilara, en með USB tengi í staðinn og er ekki hægt annað en að hæla hljómgæðunum í útvarpinu sem eru hreint mögnuð. Mjög góðar upplýsingar eru um bílinn á vefsíðunni www.peugot.is. Lokaorð mín eru að bíllinn stendur fyllilega undir nafnbótinni sem bíll ársins.

Helstu mál: Bæði hægt að fá Peugeot 308 með bensínvélum sem er frá 82 upp í 156 hestöfl og dísilvélum sem eu frá 92 hestöflum upp í 116 hestöfl.

6 myndir:

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...