Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Belarus – Hvítrússinn
Fræðsluhornið 8. desember 2014

Belarus – Hvítrússinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sovétríkin sálugu voru um tíma langstærsti framleiðandi dráttarvéla í heiminum og væru það líklega  enn ef fyrrum sambandsríki þess mundu taka upp á því sameinast á ný.

Dráttarvélaverksmiðjan í Misk er að öllum líkindum sú stærsta í heimi með vel yfir 20 þúsund starfmenn sem hafa sett saman hátt í þrjár og hálfa milljón traktora frá árinu 1948, af þeim hafa ríflega 2,6 milljónir verið fluttir út til yfir 125 landa.

Framleiðsla á traktorum hófst fyrir alvöru í Sovétríkjunum skömmu eftir byltinguna 1918. Árið 1924 kom á markað sovésk útgáfa að Fordson sem var á beltum og framleidd í Leningrad, Pétursborg í dag. Skömmu síðar var hafin framleiðsla á beltadráttarvélum í Stalíngrad, Volgograd í dag, sem voru eftirlíking á International traktorum. Allar þessar vélar voru fluttar út undir heitinu Belarus. Í fyrstu var liturinn á traktorunum rauður, grænn eða blár en seinna rjómahvítur og rauðar að hluta eða rjómahvítar og svartar að hluta.

Sovésk hönnun

Fyrsti traktorinn, STZ3, sem var hannaður frá grunni í fyrrum Sovétríkjunum var settur í framleiðslu árið 1937. Gírkassinn var frá Caterpillar og ýmis annar búnaður vestrænn en hönnunin var engu að síður sovésk. STZ3 þótti traustur og hátt í 20 þúsund slíkar vélar rúlluðu af færibandi verksmiðjunnar í Stalíngrad. Allt voru þetta beltatraktorar og í seinni heimsstyrjöldinni var fjölda þeirra breytt í stríðstól, litla skriðdreka og sprengjuvörpur, og reyndust traustir sem slík. Eftir lok styrjaldarinnar var mörgum þessum traktorum breytt aftur í landbúnaðartæki.

DT75 – enn framleiddar

Árið 1948 kom ný útgáfa af STZ3 beltatraktorum á markað en framleiðslu þeirra var hætt 1963 og DT75 tók við. Líftími DT75 hefur reynst ótrúlegur og vélarnar eru enn framleiddar í uppfærðri útgáfu. Enn ný útgáfa af Belarus-dráttarvélum var sett á markað árið 1996. Það var ekki fyrr en árið 1953 að farið var að fjöldaframleiða traktora á gúmmíhjólum sem kölluðust MTZ2 og fimm árum seinna voru eitt hundrað slíkar vélar í notkun.

Í dag eru 68 mismunandi gerðir af Belarus-traktorum framleiddir í Rússlandi, Rúmeníu, Tadsjikistan og Kambódíu.

Belarus á Íslandi

Á búvélasafninu á Hvanneyri er Belarus-dráttarvél, árgerð 1966. Vélin var flutt inn af Birni og Halldóri hf. en fyrirtækið mun hafa flutt inn um hundrað slíkar.

Böðvar Jónsson á Gautlöndum keypti dráttarvélina ónotaða árið 1969 eða 1970 og notaði við jarðvinnslu og heyskap á sumrum en snjóblástur af mjólkurflutningaleiðum KÞ á veturna. Eiríkur Sigurðsson, bóndi á Sandhaugum, keypti vélina 1996, færði hana í upprunalegt horf og notaði um skeið.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Fornvélafélagsins flutti Þór hf. talsvert inn af Belarus-dráttarvélum um 1990. Þrjár þessara véla fóru í Austur-Húnavatnssýslu og ein í Ísafjarðardjúp. Reynslan af vélunum er góð og sumar þeirra enn í notkun. Nokkrar Belarus-vélar hafa verið fluttar inn á síðari árum, en lítil hreyfing hefur þó verið á sölu þeirrar tegundar eftir hrunið 2008.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...