Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrettán verkefni fengu úthlutað styrk­jum að upphæð tæplega 15 milljónir í verkefninu Áfram Árnes­hreppur sem stendur yfir. Á mynd­inni er hluti þeirra sem fengu styrki.
Þrettán verkefni fengu úthlutað styrk­jum að upphæð tæplega 15 milljónir í verkefninu Áfram Árnes­hreppur sem stendur yfir. Á mynd­inni er hluti þeirra sem fengu styrki.
Mynd / Skúli Gautason
Fréttir 24. ágúst 2020

Baskasetur byggt upp í risavöxnum lýsistanki

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þrettán verkefni fengu úthlutað styrkjum í verkefninu Áfram Árnes­­­hreppur sem stendur yfir og er hluti af verkefninu Brot­hættar byggðir á vegum Byggða­stofnunar. Úthlutað var tæplega 14,8 milljónum króna til verkefnanna. Þess er vænst að verkefnin muni augða mannlíf og samfélagið allt í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins.
 
Stærsti styrkurinn fer til endur­bóta á búningsaðstöðu við Krossneslaug. Hún var gerð árið 1954 og er rétt fyrir ofan fjöruna þannig að gestir horfa út yfir hafflötinn þegar þeir slaka á í lauginni. Ungmennafélagið Leifur heppni sér um rekstur laugarinnar.
 
Annað stórt verkefni er uppbygging á Baskasetri sem mun fjalla um veru Baska hér á landi. Þeir stunduðu sjávarnytjar hér um langt skeið fyrr á öldum. Einnig verður saga Spánverjavíganna rakin, en sýslumaðurinn Ari í Ögri lét elta uppi og drepa áhafnir þriggja baskneskra skipa sem höfðu farist í Reykjarfirði. Setrið og sýningin verður sett upp í risavöxnum lýsistanki í gömlu síldarverksmiðjunum í Djúpavík.
 
Hanna og smíða smáhýsi
 
Verkefnið Djúpavíkurhús snýst um að hanna og framleiða smáhýsi sem verða síðan seld um allt land. Húsin eru hugvitssamlega innréttuð þannig að rýmið nýtist sem best og þau eru einnig skemmtileg í útliti. Húsin verða framleidd i Djúpavík eins og nafnið bendir til.
 
Ómar Bjarki Smárason fékk styrk til að kortleggja og gera aðgengilegar upplýsingar um hina merkilegu jarðfræði Árneshrepps og Kristjana Svarfdal fékk styrk til að koma upp jógasetri í gamla renniverkstæðinu í síldarverksmiðjubyggingunum í Djúpavík. Þá var veittur styrkur til kaupa á öryggisbúnað fyrir Sleðaferðir á Ströndum, m.a. Tetra-talstöðvar. Það var sett sem skilyrði að björgunarsveitin hefði aðgang að þeim ef á þyrfti að halda. Sleða­ferðirnar njóta sívaxandi vinsælda.
 
The Factory er myndlistarsýning listamanna af ýmsu þjóðerni sem sýna í sal verksmiðjubyggingarinnar í Djúpavík. The Factory er stýrt af Emilie Dalum sem hefur séð um þetta verkefni í mörg ár, en alls hafa verið myndlistarsýningar í þessu rými frá því um aldamót. Styrkur var veittur til að bæta aðstöðu á tjaldstæði við Urðartind í Norðurfirði. Þar er nú verið að leggja lokahönd á vatnssalerni og snyrtingu fyrir tjaldferðalanga.
 
Verið er að hanna flóttaherbergi (Escape Room) í Djúpavík. Þetta er spennandi þraut fyrir unga sem aldna sem reynir á útsjónarsemi og að leggja saman vísbendingar til að fá út rétta niðurstöðu. Reiknað er með að herbergið verði tilbúið næsta sumar.
 
Þróar ullarvinnslu
 
Elsa Rut Jóhönnudóttir fékk styrk til að þróa áfram ullarvinnslu, en hún hefur gert tilraunir með lopa og ull og eru vörur hennar seldar í Verzlunarfjelagi Árneshrepps og njóta mikilla vinsælda. Verzlunarfjelagið fékk líka lítinn styrk til að bæta kaffiaðstöðu fyrir gesti, enda þjónar verslunin ekki síst sem samfélagsmiðstöð í Árneshreppi. 
 
Sögusýning í Djúpavík
 
Í verksmiðjubyggingunum í Djúpa­vík er sögusýning um tilurð og starfsemi verksmiðjunnar, sem var reist á árunum 1934–5, að mestu með handafli. Sýnt er hvernig menn leystu risavaxin verkefni með hugvitssemi og samtakamætti. Sögusýningin fékk styrk, ekki síst til að gera söguskilti um m.s. Suðurlandið, en stefni þess er í fjörunni í Djúpavík. Það er afar myndrænt og er ljósmyndað í tætlur á hverju sumri.
 
Ferðamálasamtök Árneshrepps fengu myndarlegan styrk til hönnunar og útgáfu á markaðsefni til að laða fólk til Árneshrepps. Að samtökunum standa allir ferðaþjónar í hreppnum og kemur það mörgum á óvart hve margt er að sjá og upplifa í Árneshreppi.                       

Skylt efni: Árneshreppur

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...