Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum
Fréttir 27. júlí 2018

Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarleg sýking af völdum bakteríu sem kallast Xylella fastidiosa er að valda gríðarlegum skaða í ólífu- og vínviðarækt í Evrópu og víðar um heim. Vitað er að bakterían getur sýkt og valdið skaða á um 350 tegundum plantna.

Bakterían sem um ræðir breiðist út í loft og er útbreiðsla hennar mjög hröð þar sem hún æðir nú yfir og sýkir ólífu- og vínviðarplöntur í löndunum við Miðjarðarhaf.

Ný tækni sem gerir mönnum kleift að fylgjast með útbreiðslu bakteríunnar með hitamyndavélum úr lofti sýnir að útbreiðsluhraði hennar er mun meiri en ætlað var.

Bakterían, sem auk þess að valda skaða á ólífum og vínvið, leggst einnig á sítrustré, möndlur, eik, álm, hlyn og hátt í 350 aðrar plöntutegundir með mismiklum krafti en í flestum tilfellum er sýking af hennar völdum alvarleg.

Upphaflega kemur bakterían, sem kallast Xylella fastidiosa, frá Nýja heiminum þar sem hún er þekktur skaðvaldur í ræktun. Bakteríunnar varð fyrst vart í Evrópu á Ítalíu árið 2013 og talið að hún hafi borist þangað með ávaxtafarmi frá Suður-Ameríku. Árið 2017 var bakterían komin til Frakklands og Spánar. Auk þess sem hún er landlæg í Íran og á Taívan.

Talið er að útbreiðsla bakteríunnar til Asíu og Ástralíu á næstu árum sé óhjákvæmileg í gegnum alþjóðlega verslun með plöntur og plöntuafurðir.

Eyðilegging af völdum bakteríunnar í Evrópu er enn sem komið er mest á ólífulundum á sunnanverðri Ítalíu þar hún hefur drepið þúsundir trjáa og lagt fjölda aldagamla ólífulunda í rúst.

Ekki er til nein lækning við sýkingunni enn sem komið er og eina leiðin til að hefta útbreiðslu hennar er að fella sýkt tré. Vandinn er aftur á móti sá að bakterían berst með lofti og tré geta verið sýkt af henni í ár án þess að sýna einkenni. Skordýr sem sjúga plöntusafa geta einnig borið bakteríuna milli trjáa.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...