Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum
Fréttir 27. júlí 2018

Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarleg sýking af völdum bakteríu sem kallast Xylella fastidiosa er að valda gríðarlegum skaða í ólífu- og vínviðarækt í Evrópu og víðar um heim. Vitað er að bakterían getur sýkt og valdið skaða á um 350 tegundum plantna.

Bakterían sem um ræðir breiðist út í loft og er útbreiðsla hennar mjög hröð þar sem hún æðir nú yfir og sýkir ólífu- og vínviðarplöntur í löndunum við Miðjarðarhaf.

Ný tækni sem gerir mönnum kleift að fylgjast með útbreiðslu bakteríunnar með hitamyndavélum úr lofti sýnir að útbreiðsluhraði hennar er mun meiri en ætlað var.

Bakterían, sem auk þess að valda skaða á ólífum og vínvið, leggst einnig á sítrustré, möndlur, eik, álm, hlyn og hátt í 350 aðrar plöntutegundir með mismiklum krafti en í flestum tilfellum er sýking af hennar völdum alvarleg.

Upphaflega kemur bakterían, sem kallast Xylella fastidiosa, frá Nýja heiminum þar sem hún er þekktur skaðvaldur í ræktun. Bakteríunnar varð fyrst vart í Evrópu á Ítalíu árið 2013 og talið að hún hafi borist þangað með ávaxtafarmi frá Suður-Ameríku. Árið 2017 var bakterían komin til Frakklands og Spánar. Auk þess sem hún er landlæg í Íran og á Taívan.

Talið er að útbreiðsla bakteríunnar til Asíu og Ástralíu á næstu árum sé óhjákvæmileg í gegnum alþjóðlega verslun með plöntur og plöntuafurðir.

Eyðilegging af völdum bakteríunnar í Evrópu er enn sem komið er mest á ólífulundum á sunnanverðri Ítalíu þar hún hefur drepið þúsundir trjáa og lagt fjölda aldagamla ólífulunda í rúst.

Ekki er til nein lækning við sýkingunni enn sem komið er og eina leiðin til að hefta útbreiðslu hennar er að fella sýkt tré. Vandinn er aftur á móti sá að bakterían berst með lofti og tré geta verið sýkt af henni í ár án þess að sýna einkenni. Skordýr sem sjúga plöntusafa geta einnig borið bakteríuna milli trjáa.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...