Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum
Fréttir 27. júlí 2018

Bakteríusýking veldur miklum skaða á nytjaplöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarleg sýking af völdum bakteríu sem kallast Xylella fastidiosa er að valda gríðarlegum skaða í ólífu- og vínviðarækt í Evrópu og víðar um heim. Vitað er að bakterían getur sýkt og valdið skaða á um 350 tegundum plantna.

Bakterían sem um ræðir breiðist út í loft og er útbreiðsla hennar mjög hröð þar sem hún æðir nú yfir og sýkir ólífu- og vínviðarplöntur í löndunum við Miðjarðarhaf.

Ný tækni sem gerir mönnum kleift að fylgjast með útbreiðslu bakteríunnar með hitamyndavélum úr lofti sýnir að útbreiðsluhraði hennar er mun meiri en ætlað var.

Bakterían, sem auk þess að valda skaða á ólífum og vínvið, leggst einnig á sítrustré, möndlur, eik, álm, hlyn og hátt í 350 aðrar plöntutegundir með mismiklum krafti en í flestum tilfellum er sýking af hennar völdum alvarleg.

Upphaflega kemur bakterían, sem kallast Xylella fastidiosa, frá Nýja heiminum þar sem hún er þekktur skaðvaldur í ræktun. Bakteríunnar varð fyrst vart í Evrópu á Ítalíu árið 2013 og talið að hún hafi borist þangað með ávaxtafarmi frá Suður-Ameríku. Árið 2017 var bakterían komin til Frakklands og Spánar. Auk þess sem hún er landlæg í Íran og á Taívan.

Talið er að útbreiðsla bakteríunnar til Asíu og Ástralíu á næstu árum sé óhjákvæmileg í gegnum alþjóðlega verslun með plöntur og plöntuafurðir.

Eyðilegging af völdum bakteríunnar í Evrópu er enn sem komið er mest á ólífulundum á sunnanverðri Ítalíu þar hún hefur drepið þúsundir trjáa og lagt fjölda aldagamla ólífulunda í rúst.

Ekki er til nein lækning við sýkingunni enn sem komið er og eina leiðin til að hefta útbreiðslu hennar er að fella sýkt tré. Vandinn er aftur á móti sá að bakterían berst með lofti og tré geta verið sýkt af henni í ár án þess að sýna einkenni. Skordýr sem sjúga plöntusafa geta einnig borið bakteríuna milli trjáa.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...