Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bakgarðahænur í mestri hættu
Fréttir 30. janúar 2018

Bakgarðahænur í mestri hættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ekki er útilokað að fuglaflensa berist til landsins með farfuglum og smitist í alifugla. Takmörkuð útiganga alifugla hér á landi dregur mikið úr hættunni á smiti. Bakgarðahænur eru í mestri hættu.

Brigitte Brugger, sérgreina­dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir hafa heyrt um fyrirætlanir yfirdýralæknis á Englandi fyrir tæpum mánuði um að hugsanlegt væri að Bretland yrði gert að einu varnarsvæði. Um miðjan janúar ákváðu bresk yfirvöld að hækka viðbúnaðarstig vegna alvarlegs afbrigðis fuglaflensu og eftir 18. janúar þurfa allir alifuglar og aðrir fuglar í haldi manna að vera haldnir undir bættum smitvörnum.

Ástæða aðgerðanna er greining á alvarlegu afbrigði fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi og annars staðar í Evrópu.

„Fuglaflensan í vetur er ekki nærri eins útbreidd og í fyrravetur, með mun færri greiningum í villtum fuglum. Á þessu ári hefur hún komið upp í einu tilviki í Þýskalandi og í tveimur tilvikum í Bretlandi.

Í dag er smithætta fyrir alifugla hérlendis lítil og er ekki talin ástæða til að grípa til frekari aðgerða. En eigendur fugla eru alltaf hvattir til að gæta að góðum smitvörnum og að tilkynna óeðlileg einkenni eða dauðsföll til Matvælastofnunar.“

Smit með farfuglum mögulegt

Brigitte segir hugsanlegt að fuglaflensan geti borist til Íslands með farfuglum í vor og að við verðum að vera vel á verði gagnvart hugsanlegri sýkingu í alifuglum að hennar völdum. Til þess mun hópur sérfræðinga, sem var stofnaður í fyrra, meta smithættu vegna fuglaflensu í vetur áður en farfuglatímabilið hefst. Hann mun leggja til aðgerðir til ráðuneytisins, eftir þörfum, eins og hefur verið gert undanfarið.

„Ekki hefur verið ákveðið hvort sýni verða tekin úr heilbrigðum villtum fuglum, en líkt og á síðasta ári munum við biðja almenning að senda okkur tilkynningu um dauða fugla og rannsaka þá ef þurfa þykir.“

Bakgarðahænur í mestri hættu

Brigitte segir að lítið sé um að alifuglar á Íslandi gangi úti og því minni hætta á smiti en fyrir alifugla víða erlendis sem hafa aðgang að útisvæði.

„Mesta hættan á smiti hér tengist bakgarðahænum sem ganga frjálsar utandyra eða ganga í litlum og illa vörðum opnum rýmum og lélegum smitvörnum.

Ef  smithætta eykst og við­búnaðar­stig vegna fuglaflensu hækkar gæti því reynst nauðsynlegt að loka þær inni, að minnsta kosti tímabundið.“

Lítil smithætta hér að landi

Brigitte segir að heilt yfir sé smithætta lítil fyrir alifugla í atvinnuskyni á Íslandi vegna fuglaflensu. „Hér eru sárafá kjúklingabú þar sem fuglarnir komast út og ef nauðsyn krefur er hægt að koma í veg fyrir útigöngu alifugla með litlum fyrirvara ef með þarf.“

Skylt efni: hænur | fuglaflensa

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...