Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka
Á faglegum nótum 4. júlí 2017

Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka

Höfundur: Sigtryggur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Íslenskir bændur eru sífellt að leita leiða til að auka afköst og þægindi við slátt og er sala á stórum sláttuvélum alltaf að aukast. 
 
Svokölluð fiðrildi eru einnig að verða algengari og algengari hjá stærri bændum og verktökum. Það er margt sem spilar inn í eins og  hraði, vinnslubreidd, lögun stykkja og ökumaður.
 
Það er sameiginlegt með öllum vélum að aflúttak er mun sterkara að aftan og afturlyftur mun öflugri. Þreskivélar eru dæmi um tæki sem hafa beygjur að aftan til að minnka vinnutap í beygjum. Beygjur að aftan gefa mun minni beygjuradíus á sláttuvélinni og afturdekkin elta sláttugárann.
 
Samanburðarrannsókn
 
Árið 2012 gerði Finnska rannsóknarsofan TTS rannsókn á vinnuhagræði við slátt afturábak og var notað til verksins Valtra með Twintrac bakkkeyrslubúnaði og Elho sláttuvélum.  Helstu niðurstöður voru að 13% munur var á hversu fljótlegra var að slá afturábak en hluti af því var að vinnslubreidd sláttuvéla nýttist betur og beygjur tóku mun styttri tíma. Það sem var samt mest sláandi við niðurstöðurnar var álag á ökumanninn, við það að hafa yfirsýn yfir allt sláttuborðið minnkaði sá tími sem ökumaður sneri upp á bakið úr 20% í 0% í beinni keyrslu og úr 25% niður í 5% þegar verið var að beygja.
Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f