Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka
Fræðsluhornið 4. júlí 2017

Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka

Höfundur: Sigtryggur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Íslenskir bændur eru sífellt að leita leiða til að auka afköst og þægindi við slátt og er sala á stórum sláttuvélum alltaf að aukast. 
 
Svokölluð fiðrildi eru einnig að verða algengari og algengari hjá stærri bændum og verktökum. Það er margt sem spilar inn í eins og  hraði, vinnslubreidd, lögun stykkja og ökumaður.
 
Það er sameiginlegt með öllum vélum að aflúttak er mun sterkara að aftan og afturlyftur mun öflugri. Þreskivélar eru dæmi um tæki sem hafa beygjur að aftan til að minnka vinnutap í beygjum. Beygjur að aftan gefa mun minni beygjuradíus á sláttuvélinni og afturdekkin elta sláttugárann.
 
Samanburðarrannsókn
 
Árið 2012 gerði Finnska rannsóknarsofan TTS rannsókn á vinnuhagræði við slátt afturábak og var notað til verksins Valtra með Twintrac bakkkeyrslubúnaði og Elho sláttuvélum.  Helstu niðurstöður voru að 13% munur var á hversu fljótlegra var að slá afturábak en hluti af því var að vinnslubreidd sláttuvéla nýttist betur og beygjur tóku mun styttri tíma. Það sem var samt mest sláandi við niðurstöðurnar var álag á ökumanninn, við það að hafa yfirsýn yfir allt sláttuborðið minnkaði sá tími sem ökumaður sneri upp á bakið úr 20% í 0% í beinni keyrslu og úr 25% niður í 5% þegar verið var að beygja.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...