Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka
Fræðsluhornið 4. júlí 2017

Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka

Höfundur: Sigtryggur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Íslenskir bændur eru sífellt að leita leiða til að auka afköst og þægindi við slátt og er sala á stórum sláttuvélum alltaf að aukast. 
 
Svokölluð fiðrildi eru einnig að verða algengari og algengari hjá stærri bændum og verktökum. Það er margt sem spilar inn í eins og  hraði, vinnslubreidd, lögun stykkja og ökumaður.
 
Það er sameiginlegt með öllum vélum að aflúttak er mun sterkara að aftan og afturlyftur mun öflugri. Þreskivélar eru dæmi um tæki sem hafa beygjur að aftan til að minnka vinnutap í beygjum. Beygjur að aftan gefa mun minni beygjuradíus á sláttuvélinni og afturdekkin elta sláttugárann.
 
Samanburðarrannsókn
 
Árið 2012 gerði Finnska rannsóknarsofan TTS rannsókn á vinnuhagræði við slátt afturábak og var notað til verksins Valtra með Twintrac bakkkeyrslubúnaði og Elho sláttuvélum.  Helstu niðurstöður voru að 13% munur var á hversu fljótlegra var að slá afturábak en hluti af því var að vinnslubreidd sláttuvéla nýttist betur og beygjur tóku mun styttri tíma. Það sem var samt mest sláandi við niðurstöðurnar var álag á ökumanninn, við það að hafa yfirsýn yfir allt sláttuborðið minnkaði sá tími sem ökumaður sneri upp á bakið úr 20% í 0% í beinni keyrslu og úr 25% niður í 5% þegar verið var að beygja.
John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...