Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bærinn okkar Fininmörk
Bærinn okkar 8. maí 2014

Bærinn okkar Fininmörk

Kristófer og Kristín tóku við Finnmörk í Fitjárdal árið 1997 af foreldrum Kristófers, þeim Jóhannesi Kristóferssyni og Soffíu Pétursdóttur.
 
Býli: Finnmörk í Fitjárdal.
 
Staðsett í sveit: Miðfirði í Húnaþingi vestra.
 
Ábúendur: Kristófer Jóhannesson og Kristín Arnardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum þrjú börn: Theodóra Dröfn 22 ára, Eydís Anna 19 ára sem er í Menntaskólanum í Kópavogi, Viktor Jóhannes 15 ára og fóstursonurinn Davíð Þór sem er 12 ára. Chihuahua-hundurinn Patti, border collie hundarnir Píla, Húgó og Harpa og fjárhúskötturinn Pési. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbú, nokkur geldneyti og hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 kindur, um 40 nautgripir og 15 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á því að koma drengjunum í skólann og síðan er farið í búverkin og það sem þarf að huga að.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt ef vel gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði en alltaf má gera betur.
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við eigum fullt af góðu fólki sem fórnar tíma sínum og kröftum fyrir bændur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en alltaf má gera betur við bændur.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Tækifærin eru eflaust mörg en við verðum að muna það að innanlandsmarkaður er okkur mikilvægur og við verðum fyrst og fremst að einbeita okkur að honum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið, það stendur alltaf fyrir sínu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo margt sem hefur verið eftirminnilegt að erfitt er að taka eitthvað eitt. En það má kannski segja þegar við byggðum hlöðuna árið 1999 að það gjörbreytti miklu að fá betri vinnuaðstöðu, bæði undir hey og einnig er hlaðan nýtt á sauðuburði undir fé.
Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...