Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bærinn okkar Fininmörk
Bóndinn 8. maí 2014

Bærinn okkar Fininmörk

Kristófer og Kristín tóku við Finnmörk í Fitjárdal árið 1997 af foreldrum Kristófers, þeim Jóhannesi Kristóferssyni og Soffíu Pétursdóttur.
 
Býli: Finnmörk í Fitjárdal.
 
Staðsett í sveit: Miðfirði í Húnaþingi vestra.
 
Ábúendur: Kristófer Jóhannesson og Kristín Arnardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum þrjú börn: Theodóra Dröfn 22 ára, Eydís Anna 19 ára sem er í Menntaskólanum í Kópavogi, Viktor Jóhannes 15 ára og fóstursonurinn Davíð Þór sem er 12 ára. Chihuahua-hundurinn Patti, border collie hundarnir Píla, Húgó og Harpa og fjárhúskötturinn Pési. 
 
Gerð bús? Sauðfjárbú, nokkur geldneyti og hross.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 kindur, um 40 nautgripir og 15 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á því að koma drengjunum í skólann og síðan er farið í búverkin og það sem þarf að huga að.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt ef vel gengur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði en alltaf má gera betur.
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við eigum fullt af góðu fólki sem fórnar tíma sínum og kröftum fyrir bændur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en alltaf má gera betur við bændur.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Tækifærin eru eflaust mörg en við verðum að muna það að innanlandsmarkaður er okkur mikilvægur og við verðum fyrst og fremst að einbeita okkur að honum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið, það stendur alltaf fyrir sínu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo margt sem hefur verið eftirminnilegt að erfitt er að taka eitthvað eitt. En það má kannski segja þegar við byggðum hlöðuna árið 1999 að það gjörbreytti miklu að fá betri vinnuaðstöðu, bæði undir hey og einnig er hlaðan nýtt á sauðuburði undir fé.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...