Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á sama tíma og landgræðsla og skógrækt miða að því að binda kolefni í jarðveginn þá flæðir kolefni úr öðrum hluta náttúru Íslands, úr vistkerfum sem heita mýrar og hafa verið framræstar með skurðum.
Á sama tíma og landgræðsla og skógrækt miða að því að binda kolefni í jarðveginn þá flæðir kolefni úr öðrum hluta náttúru Íslands, úr vistkerfum sem heita mýrar og hafa verið framræstar með skurðum.
Fréttaskýring 26. maí 2017

Bændur og landeigendur í lykilstöðu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Hlynur Óskarsson dósent fór yfir möguleika Íslands í bindingu kolefnis í erindi sínu „Gróðurinn, mórinn og moldin“ á fræðsluráðstefnunni Hvað getur Ísland gert? Útskýrði hann glögglega kolefnishringrásina í ljósi aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, en um fimmtungur af losun frá heiminum stafar af jarðraski sem maðurinn ber ábyrgð á. Landsvæði Íslands er einmitt gott dæmi þess. 
 
Hlynur Óskarsson, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, fór yfir möguleika Íslands í bindingu kolefnis á fræðsluráðstefnunni. 
 
„Það vill svo til að stór hluti Íslands eru auðnir. Hér geisaði í allnokkrar aldir uppblástur og jarðvegsrof sem gekk á hið gróna land og eyddi því og við höfum risastór svæði sem eru ekkert nema auðnir. Auðnir sem eru ákaflega snauðar af kolefni. Við getum lagt af stað með aðgerðir til að binda aftur kolefni á þessum svæðum,“ sagði Hlynur í erindinu en með landgræðslu og skógrækt á auðnum gæti Ísland bundið mikið kolefni úr andrúmsloftinu og dregið styrk þess í andrúmsloftinu. 
 
Mest af kolefni bundið í mólögum
 
„Fullvaxta skógur hefur líka stórt rótarkerfi. Helmingur af lífmassanum, kolefninu, er neðanjarðar. Þannig að þetta kerfi, öfugt við auðnirnar, getur geymt ótrúlegt magn af kolefni sem við getum fjarlægt úr andrúmsloftinu.“
 
Að sama skapi sagði Hlynur það vera ákaflega mikilvægt að halda í það kolefni sem bundið er í náttúru Íslands, tryggja að það fari ekki út í andrúmsloftið. „Því er það sárgrætilegt að á sama tíma og við erum að stunda landgræðslu og skógrækt þá flæðir kolefni úr öðrum hluta náttúru Íslands, úr vistkerfum sem heita mýrar og hafa verið framræstar.“
 
Yfirlitsmynd sem sýnir þétt skurðakerfið í Flóanum og Þykkvabæ, en skurða­kerfi Íslands er yfir 30.000 km langt. Mynd / Kortavefsjá LbHÍ
 
Mýrar hafa bundið í sig mikið af kolefni vegna þess að þær eru blautar og súrefnissnauðar. Því rotnar ekki plöntugróðurinn þar, heldur safnast upp og myndar jarðveg, sem kallaður er mór. Mólögin geta verið allt upp í 5 metra þykk og í þeim jarðvegi er að finna langmest af kolefni sem bundið er í íslenskri náttúru.
Þegar mýrar eru ræstar fram sýgur vatn úr jarðveginum, þá leitar loft og súrefni inn í hann sem hrindir af stað bruna. Það leiðir til þess að koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið. 
 
Framræst land til einskis nýtt
 
Þótt losunin sé lítil á hvern fermetra voru Íslendingar iðnir við að ræsa fram mýrar á síðustu öld. Í reynd er skurðakerfi Íslands yfir 30.000 km að lengd og þekur mörg þúsund ferkílómetra svæði sem allt er að losa frá sér koltvísýring. Minna en 15% af framræstu landi er nýtt sem tún eða akrar og því er ljóst að stærsti hluti þessa lands er ekki notað.
 
Hér má sjá framræst land í Loðmundarfirði, þar sem enginn hefur búið eða stundað búskap lengi.
 
Því felst gífurlegur ávinningur í því að endurheimta votlendi. Með því að fylla ofan í skurðina þá hætta þeir að virka og svæðin blotna upp á nýtt. Við það að jarðvegurinn fyllist aftur af vatni þá hættir jarðvegurinn að losa kolefni.
 
Endurheimt votlendis árangursrík aðferð 
 
„Þetta er árangursrík aðferð sem skilar miklu þegar tekið er tillit til allra þeirra gasa sem koma við sögu,“ sagði Hlynur í erindi sínu.
 
„Ísland getur gert mikið. Við getum stundað landgræðslu og skógrækt og bundið mikið magn af kolefni. Við getum endurheimt votlendi og dregið þar með úr losun frá því landi. Þetta eru allt mikilvirkar aðgerðir. Allar samþykktar af loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna með góðum og gildum vísindalegum rökum. Þær eru tækar fyrir okkur sem samfélag að nota. Hér eru bændur og aðrir landeigendur í lykilstöðu.“
 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti Matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti Matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...