Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda.
Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda.
Mynd / smh
Fréttir 14. janúar 2015

Bændur ættu að efla markaðsvitundina

Höfundur: smh
Einar Freyr Elínarson er formaður Samtaka ungra bænda. Á málþinginu um stöðu og horfur í lífrænum búskap, sem haldið var á dögunum, sagði hann ferðasögu sína til Danmerkur þar sem hann heimsótti lífrænt vottað bú og þeim hugleiðingum hans um lífrænan búskap sem fylgdu í kjölfarið. 
 
Óhætt er að segja að hann nálgist viðfangsefnið á nokkuð nýstárlegan hátt, en hann segir að bændur ættu að íhuga þennan möguleika fyrst og fremst á markaðslegum forsendum – hvort eitthvað megi græða á því að framleiða lífrænt vottaðar vörur – hugsjón geti svo fylgt með.
 
„Ég held að framtíð lífræns búskapar á Íslandi muni dálítið ráðast af því hversu aðgengilegt hráefni til áburðargerðar verði; til dæmis mun það örugglega verða misjafn eftir landsvæðum hversu hagkvæmt það verður að skipta yfir,“ segir Einar fyrst um stöðuna á lífrænum búskap á Íslandi í dag. „Til dæmis eru aðstæður hér hjá okkur í Sólheimahjáleigu ekkert góðar að því leytinu, svo ég nefni það sem dæmi,“ en Einar starfar við sauðfjárbú sem rekið er af fjölskyldu hans rétt vestan Víkur í Mýrdal. „Kannski þyrfti að skilgreina tiltekin svæði á Íslandi sem vænleg sóknarsvæði fyrir lífrænan búskap. Við útilokum ekki neitt samt eins og staðan er núna, sérstaklega ekki ef það er von um að hægt sé að græða einhvern pening á þessu. Ég held reyndar að bændur almennt ættu að hugsa dálítið meira á þeim nótum; um markaðstækifærin.“
 
Fékk innblástur úr ferðinni til Danmerkur
 
„Ég hafði alltaf ákveðnar efasemdir um lífræna ræktun þegar ég var við nám á Hvanneyri. Ég held að innan landbúnaðargeirans ríki of mikil íhaldssemi gagnvart lífrænni rækt­un. Þar hafa of margir bara viljað sjá vandamálin í stað þess að einblína á tækifærin. 
 
Þegar ég þáði boð til Danmerkur, til að kynna mér lífrænan búskap á býlinu Knuthenlund á Láglandi, þá breyttist dálítið sýnin mín á málið. Við stöndum mjög aftarlega, Íslendingar, í flestu sem snertir lífrænan búskap, miðað við margar aðrar Evrópuþjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Ég held samt að neysluvenjur okkar séu ekki frábrugðnar þeim. Það þýðir að við ættum að geta spýtt í lófana hér og gert miklu betur. Hugsunin hefur verið: af hverju þurfum við að framleiða lífrænt þegar allt er hér nánast lífrænt; hreint, ómengað og til fyrirmyndir að flestu leyti. En það þýðir ekkert að segja neytendum það; þeir vilja bara sjá stimpilinn og ef við framleiðum ekki lífrænt vottað þá mun innflutningur aukast að einhverju leyti í staðinn. En þar sé ég einmitt sóknarfæri. Bændur verða með svolítilli hógværð að hlusta á neytendur og efla markaðsvitundina. Mér finnst vera að byrja að örla á þessu hjá ungum bændum; ekkert endilega gagnvart lífrænni ræktun, en bara almennt er þeim umhugað um að gera sem mest verðmæti úr vörum sínum.“
 
Um 30 manns í vinnu á bænum
 
„Í Danmörku heimsóttum við konu sem heitir Susanne Hovmand-Simonsen, en hún er viðskiptafræðimenntuð og tók við búskap af föður sínum 32 ára gömul. Hún kom með nýja sýn inn í búreksturinn og ákvað að skipta út kúabúskapnum – en fyrir voru um 100 kýr – en vera þess í stað með blandaðan búskap; 530 ær, 300 geitur, 120 svín (sérstakan danskan stofn) og fimm danskar rauðar kýr – sem eru í útrýmingarhættu. Þar að auki er hún með umfangsmikla jarðrækt; 740 ha ræktarland þar sem rúgur, hafrar, bygg, repja og fleira er ræktað. Svo vinnur hún afurðirnar heima og hefur náð mjög góðum markaðslegum árangri með sínar vörur, enda leggur hún mikið upp úr vöruþróun.
 
Það sem mér fannst áhrifamest við að koma til hennar var að sjá allt þetta starfsfólk á bænum. Þarna voru um 30 manns í vinnu – en slíkt sér maður ekki á Íslandi. Hún hefur líka náð að skapa sér góða stöðu í útflutningi á sínum vörum, en um helmingur framleiðslunnar er fluttur út. Hún sagði okkur að hún hefði farið þessa leið lífrænnar ræktunar vegna þess að hún taldi sig geta haft meira upp úr því.“ 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...