Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gamalt og gott 2. september 2019

Austurlamb seldi rösk tvö tonn í vefsölu

Bændablaðið greindi frá því í janúar 2004 að Austurlamb hefði selt tvö tonn dilkakjöts eftir sláturtíðina 2003 í gegnum vefinn sinn austurlamb.is, sem þó var undir væntingum og nægði ekki fyrir föstum kostnaði við verkefnið. 

Í fréttinni er rætt við Sigurjón Bjarnason um verkefnið, sem gekk út á að neytendur veldu sér sjálfir frá hvaða bita af lambinu þeir vildu og frá hvaða bæ lambakjötið væri.

Austurlamb starfaði síðan í tíu ár, þangað til en hefur legið niðri síðan 2014 og í nýlegu viðtali Bændablaðsins við Sigurjón upplýsir hann að starfseminni hafi verið formlega hætt. 

„Þetta gekk út á að útvega viðskiptavinum bestu bitana úr bestu skrokkunum sem sérvöru en ekki „bulk“ vöru. Það er dapurt að þessi starfsemi skuli aflögð, en ég hef sjálfur hvorki haft tíma, fjármuni né bakland eða stuðning til að fylgja þessu eftir. Ég er þó enn þeirrar trúar að svona þjónusta sé eitthvað sem fólk er að leita eftir. Þá tel ég líka að þarna sé óplægður akur hvað varðar veitingahús. Til þess þarf þó bakstuðning einhverrar afurðastöðvar sem þær virðast ekki tilbúnar til að veita. Það er því með nokkurri eftirsjá að nú er verið að loka heimasíðu verkefnisins og segja upp léninu www.austurlamb.is,“ sagði Sigurjón í viðtalinu.
 
Á sömu fréttasíðu frá tölublaðinu árið 2004 er greint frá markaðsátaki blómabænda - en það var sett í gang vegna gjaldþrotahrinu sem farið hafði um greinina. 
Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...