Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gamalt og gott 2. september 2019

Austurlamb seldi rösk tvö tonn í vefsölu

Bændablaðið greindi frá því í janúar 2004 að Austurlamb hefði selt tvö tonn dilkakjöts eftir sláturtíðina 2003 í gegnum vefinn sinn austurlamb.is, sem þó var undir væntingum og nægði ekki fyrir föstum kostnaði við verkefnið. 

Í fréttinni er rætt við Sigurjón Bjarnason um verkefnið, sem gekk út á að neytendur veldu sér sjálfir frá hvaða bita af lambinu þeir vildu og frá hvaða bæ lambakjötið væri.

Austurlamb starfaði síðan í tíu ár, þangað til en hefur legið niðri síðan 2014 og í nýlegu viðtali Bændablaðsins við Sigurjón upplýsir hann að starfseminni hafi verið formlega hætt. 

„Þetta gekk út á að útvega viðskiptavinum bestu bitana úr bestu skrokkunum sem sérvöru en ekki „bulk“ vöru. Það er dapurt að þessi starfsemi skuli aflögð, en ég hef sjálfur hvorki haft tíma, fjármuni né bakland eða stuðning til að fylgja þessu eftir. Ég er þó enn þeirrar trúar að svona þjónusta sé eitthvað sem fólk er að leita eftir. Þá tel ég líka að þarna sé óplægður akur hvað varðar veitingahús. Til þess þarf þó bakstuðning einhverrar afurðastöðvar sem þær virðast ekki tilbúnar til að veita. Það er því með nokkurri eftirsjá að nú er verið að loka heimasíðu verkefnisins og segja upp léninu www.austurlamb.is,“ sagði Sigurjón í viðtalinu.
 
Á sömu fréttasíðu frá tölublaðinu árið 2004 er greint frá markaðsátaki blómabænda - en það var sett í gang vegna gjaldþrotahrinu sem farið hafði um greinina. 
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...