Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Holdablendingsnaut úr tilrauninni.
Holdablendingsnaut úr tilrauninni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 27. febrúar 2025

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum skýrslu sem Matís hefur gefið út um áhrif fóðrunar á gæði kjöts af íslenskum holdanautum kemur fram að helstu áhrifaþættir á kjötgæði og upplifun neytenda séu meðal annars sláturaldur og fitusprenging.

Fóðurtilraunir með fjóra nautahópa lágu til grundvallar rannsóknunum, þar sem skoðuð voru áhrif á kjötgæði út frá annars vegar hlutfalli korns í fóðri og hins vegar nautgripakyni þar sem bæði voru holdanautablendingar og ungneyti af íslenska kúakyninu. Aukið kornhlutfall í fóðri holdablendinga hafði jákvæð áhrif á kjötgæði samkvæmt neytendakönnun. Kjötgæðin voru almennt meiri, það var safaríkara, meyrara og bragðbetra en samanburðarhópur af íslensku ungneytunum.

Aukinn vaxtahraði og meiri fitusprenging

Með auknu kornhlutfalli náðust fram áhrif eins og aukinn vaxtarhraði, lækkun sláturaldurs, aukin fitusprenging og innanvöðvafita, ljósari kjötlitur, hækkað hlutfall Omega-6 fitusýra og lækkað hlutfall Omega-3 fitusýra.

Í skýrslunni er dregin sú ályktun að til að tryggja stöðugri gæði á íslensku nautakjöti með hærra verði og meiri arðsemi í huga þurfi að verða skýr aðgreining á íslensku nautakjöti, til dæmis hvað varðar aldur sláturgripanna í markaðssetningu. Þannig sé hægt að bæta markaðsstöðu og samkeppnishæfni nautakjöts af íslenskum holdablendingum.

Breytileiki í erfðasamsetningu holdablendinganna

Markmið verkefnisins var að kanna hvaða áhrif kornhlutfall 0, 20 og 40 prósent af heildarþurrefnisáti holdablendinga hefði á gæði og eiginleika nautakjötsins. Að auki var verkefninu ætlað að afla upplýsinga um kröfur og upplifun neytenda á íslensku nautakjöti.

Sýni til mælinga voru af hryggvöðvum gripa úr fóðurathugun sem höfðu fengið uppeldi eftir ofangreindri fóðursamsetningu þar til þeir náðu um 620–630 kílóa lífþunga, eða um 300 kílóa fallþunga fyrir slátrun. Sláturaldur nautgripanna var á bilinu 15,9–27,5 mánaða.

Hver nautahópur taldi 12 naut. Þar af var einn hópur nauta af íslenska kúakyninu en þrír hópar holdablendinga, alls 48 gripir. Töluverður breytileiki var í erfðasamsetningu holdablendinganna en valið var í hópa eftir erfðagreiningu til þess að lágmarka breytileika vegna kúakyns eins og kostur var. Meðaltöl fyrir kyn holdablendingshópanna voru; 21 prósent íslenskt kúakyn, 34 prósent Angus, 41 prósent Galloway og þrjú prósent Limosin.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.