Aukafjárveiting í styrki til orkusparandi aðgerða
Fréttir 25. nóvember 2025

Aukafjárveiting í styrki til orkusparandi aðgerða

Höfundur: Þröstur Helgason

Ákveðið hefur verið að ráðstafa aukalega hundrað milljónum króna til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum þar sem hvatt er til fjárfestinga í orkusparandi tækni og búnaði í ylrækt.

Í tilkynningu á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis kemur fram að í ljósi góðs árangurs fyrri úthlutunar til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum hefur Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákveðið að veita auknu fé til styrkjanna.

Bætt orkunýtni

Markmið þeirra er að draga úr orkunotkun í gróðurhúsum og bæta orkunýtni, meðal annars með innleiðingu á LED-ljósum og öðrum orkusparandi búnaði. Aðgerðirnar eiga að skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir bændur og stuðla að minni orkuþörf samfélagsins í heild, eins og fram kemur í tilkynningunni.

Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra bendir á að samkvæmt mati Umhverfis- og orkustofnunar er orkusparnaðurinn af átakinu frá því í vor verulegur, eða allt að 8,3 GWst, sem jafngildir árlegri raforkunotkun 2 þúsund heimila. „Nú gefum við í og styðjum enn frekar við orkusparandi aðgerðir í gróðurhúsum með aukinni fjárveitingu. Ég hvet garðyrkjubændur eindregið til að taka þátt.“

Styrkhæfi verkefna og áherslur

Styrkirnir verða veittir til framleiðenda garðyrkjuafurða og verður áhersla lögð á að styrkja verkefni sem falla að hlutverki sjóðsins. Horft verður til eftirfarandi forgangsröðunar við úthlutun, segir í tilkynningu:

  • Verkefni sem skila mestum orkusparnaði á hverja styrkkrónu.
  • Verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni í rekstri gróðurhúss.
  • Lausnir sem auka tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar.
  • Verkefni sem nýtast sem fyrirmynd fyrir aðra í greininni.
  • Hvort verkefni hafi áður hlotið stuðning frá Loftslags- og orkusjóði.

Hámarksstyrkhlutfall og styrkfjárhæð er mest 40% af heildarkostnaði fjárfestingar (án vsk.) og að hámarki 15 m.kr. fyrir hvern framleiðanda garðyrkjuafurða.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Loftslags- og orkusjóðs og er umsóknarfrestur til 15. desember 2025.

Skylt efni: ylrækt

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...