Tækifæri á sviði ylræktar
Í byrjun september síðastliðnum komu tveir erlendir sérfræðingar í ylrækt í heimsókn til Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið heimsóknarinnar var að ræða framtíðartækifærin innan ylræktar á Íslandi og hvernig Landbúnaðarháskóli Íslands getur stutt við uppbyggingu greinarinnar.