Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stefnt að 26 hektara garðyrkjustöð við Árnes
Fréttir 7. september 2023

Stefnt að 26 hektara garðyrkjustöð við Árnes

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þann 30. ágúst var undirritað samkomulag um uppbyggingu á matvæla­ framleiðslu á iðnaðarsvæði í Árnesi í Skeiða­ og Gnúpverjahreppi. Nánar tiltekið er þar um að ræða tómataframleiðslu í gróðurhúsum á um 26 hektara lands þegar uppbyggingu verður lokið árið 2027. Strax árið 2025 er gert ráð fyrir að fyrsta áfanga sé lokið og þá verði heildarframleiðslan um 13 tonn á dag af tómötum á um sex hektara lands.

Það eru félagið Landnýting og Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúp- verjahreppur sem eru aðilar að samkomulaginu. Það gildir í 12 mánuði og tryggir Landnýtingu umbeðna 30 hektara af landi, en stöðina á að stækka í tveimur til þremur þrepum.

56 tonna tómataframleiðsla á dag

Í fyrsta áfanga er áætlað að 24 störf skapist við stöðina, en heildarfjöldi starfa verði 284 á árinu 2027. Þegar stöðin verður að fullu risin mun tómataframleiðslan verða um 56 tonn á dag, gangi áformin eftir.

Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri segir að sveitarfélagið sé skuldbundið á þessu 12 mánaða tímabili að úthluta lóðinni eða svæðinu ekki til annarra
aðila. Báðir aðilar séu sammála um að á þessum tíma stefni aðilar að gerð skuldbindandi samnings um skipulagsvinnuna, úthlutun lóðanna og verkefnið í heild til framtíðar.

Tómataframleiðsla til útflutnings

Óttarr Makuch, framkvæmdastjóri Landnýtingar, segir að verkefnið gangi út á að framleiða tómata til útflutnings og um sannkallað risaverkefni sé að ræða. „Við horfum aðallega á útflutning og þá á markaði þar sem vel er greitt fyrir þessa gæðavöru sem verður framleidd með íslensku vatni og rafmagni – og án allra eiturefna. Auðvitað má vel vera að eitthvað fari á innanlandsmarkað,“ segir Óttarr og bætir við að horft sé til tveggja eða þriggja tómataafbrigða til ræktunar.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun hefjast framkvæmdir strax á næsta ári og svo verður framleiðslan komin á fullt árið 2025. Verkefnið er enn í fjármögnunarferli, en það gengur vel þannig að ég hef enga trú á öðru en að áætlunin standi,“ segir Óttarr, en vill að svo stöddu ekki gefa upp hvaða fjárfestar eru þegar komnir að borðinu.

Spennandi verkefni

Óttarr segir að í raun séu allar forsendur fyrir hendi á svæðinu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna, nema kannski raforkumálin, því þegar stöðin verður að fullu risin verði hún skilgreind sem stórnotandi rafmagns með orkuþörf upp á 45 megavött. „Eins og þetta er í dag þá virðist fljótlega stefna í að það verði ekki næg raforka handa öllum sem vilja hér á landi. Við bíðum því eftir jákvæðum tíðindum í þeim málum, til dæmis af Hvammsvirkjun.

Þetta er auðvitað mjög spennandi verkefni og allir sem við ræðum við eru mjög jákvæðir gagnvart verkefninu. Í rauninni er alveg furðulegt að ekki hafi verið ráðist fyrr í sambærilegt verkefni í íslenskri ylrækt.“

Verkefnið ekki háð Hvammsvirkjun

Haraldur segir verkefnið í raun ekki vera háð Hvammsvirkjun. Fyrirhuguð hús verði staðsett við hliðina á Búrfellslínu 3 og því auðvelt að taka út rafmagn frá þeirri línu í verkefnið.

„Það væri því mikið fagnaðarefni ef loksins yrði til stórnotandi rafmagns í nærsamfélaginu þar sem orkan verður til. Þegar Hvammsvirkjun verður byggð bætast 95 megavött við uppsett afl á svæðinu.

Ekki liggur enn fyrir hvenær Landsvirkjun fær aftur virkjanaleyfi hjá Orkustofnun, en Skeiða- og Gnúp- verjahreppur hefur veitt framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar,“ segir Haraldur.

Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands, segir að hugmyndir að svona verkefnum komi alltaf reglulega upp – sem sé gott mál. „Líka flott að sveitarfélög taki frá pláss í sínu skipulagi ef verkefnin komast svo enn lengra.

Við sem hér á landi búum vitum vel að gæði íslenskrar ræktunar eru mikil. Þar spilar margt inn í, hreinleiki vatns, græn orka, grænn hiti og notkun varnarefna sama og engin þar sem skordýr þrífast illa í íslenskri náttúru. Einnig erum við öruggt land og fólk fær hér mannsæmandi laun.

Ef rétt verð fæst fyrir gæðaafurðir úr gróðurhúsum á Íslandi þá er því ekkert til fyrirstöðu að fara í stærri skala á ræktun hér á landi.

Ég held að það gæti orðið erfitt að keppa á erlendum mörkuðum með sömu vöru og er framleidd þar vegna fjarlægðar frá markaði.

Íslenska varan þyrfti að geta sýnt fram á gæði sín og þar af leiðandi að vera dýrari,“ segir Axel um áform Landnýtingar.

Skylt efni: ylrækt

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f