Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mótmælin í lok júní fóru að mestu leyti fram á friðsaman hátt þótt fregnir bærust af íkveikjum heybagga, handalögmálum og árásum á lögreglumenn sem reyndu að stilla til friðar.
Mótmælin í lok júní fóru að mestu leyti fram á friðsaman hátt þótt fregnir bærust af íkveikjum heybagga, handalögmálum og árásum á lögreglumenn sem reyndu að stilla til friðar.
Mynd / Myndskeið
Fréttir 11. júlí 2022

Átök vegna mengunar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Bændur mótmæltu víða um Holland í lok júní þegar þingmenn greiddu atkvæði um tillögur að lagabreytingum varðandi losun afar skaðlegra mengunarvalda. Áætlun þessi mun líklega neyða bændur til að skera niður búfé sitt eða hætta vinnu alfarið.

Mótmælin leiddu enn og aftur fram á sjónarsviðið þá mótsögn sem virðist á milli stefnu er leitast við að finna jafnvægið á umhverfisávinningi og þarfa landbúnaðar sem atvinnugreinar. Vill ríkisstjórn Hollands meina að draga þurfi verulega úr losun köfnunarefnisoxíðs og ammoníaks úr búfé nærri náttúrusvæðum, þá sérstaklega þeirra sem eru hluti verndaðra búsvæða fyrir plöntur og dýralíf í útrýmingarhættu.

Samkvæmt tillögunum mun þurfa að draga úr losun mengunarvaldanna um allt að 50% á landsvísu fyrir árið 2030. Benda ráðamenn Hollands á að þarna sé um að ræða óhjákvæmileg umskipti sem stuðla að betri gæðum vatns, lofts og lands.

Er það með lög ESB í huga, en helstu ógnir sem ESB sér að náttúrunni stafi af landbúnaði eru einmitt mengunaráhrif á jörð, vatn og loft, eyðing viðkvæmra vistkerfa svo og villtra tegunda dýra og plantna.

Ekki víst að allir haldi búi sínu

Með væntanlegum lagabreytingum er ríkisstjórn Hollands að boða verulega fækkun búfjár og þeir bændur sem áfram halda skepnur þurfa líklega að leita nýrra leiða við störf sín.

Stjórnvöld hafa þegar hvatt bændur til að gefa dýrum sínum próteinminna fóður til þess að draga úr losun ammoníaks sem búfénaður framleiðir í þvagi og saur.

Mikið er í húfi því landbúnaður er ein lykilgrein hollenska hagkerfisins. Þrátt fyrir smæð sína er landið annar stærsti útflytjandi heims, einn af þremur leiðandi útflytjendum heims á ávöxtum og grænmeti, en útflutningur nam tæpum 105 milljörðum evra á síðasta ári.

Mikil reiði í röðum bænda

Fréttastofa ABC fjallaði um mótmælin og sagði að mikil reiði og órói væri í hópi bænda í landinu enda lífsviðurværi þeirra í húfi.

Eyrnamerktir hafa verið 24,3 milljarðar evra til þess að fjármagna mögulegan niðurskurð búfjár og þau umskipti sem að lagabreytingunum hljótast.

Í umræðum á hollenska þinginu hafa sumir stjórnmálamenn þegar ályktað að helmingun búfjárgeirans væri besta lausnin.

Bændur benda á að mengun frá landbúnaði sé minni en ætlað er. Þeir séu reiðubúnir í frekari umræður um hvernig minnka megi losun köfnunarefnis, en telja sig nú þegar á þeirri braut og mótmæla því harðlega að búgrein þeirra beri stærsta sök.

Heildarmyndin íhuguð

Frá viðmiðunarsjónarmiði er hægt að túlka núverandi ástand á margvíslegan hátt.

Í ljósi þess að dómstólar eru fylgjandi kröfum umhverfisyfirvalda er kemur að menguninni, þykir sumum að bændur ættu einfaldlega að samþykkja ákvörðunina án jafn kröftugra mótmæla og hafa verið.

Á móti kemur að lifibrauð þeirra er í húfi og allar takmarkanir hafa veruleg áhrif á lífsviðurværið.

Stétt bænda er sú sem er hvað oftast í ótryggri fjárhagslegri stöðu og kemur því ekki á óvart að þeir séu uggandi gagnvart fyrirhuguðum breytingum.

Einnig hafa stjórnvöld fáar ráðstafanir á borðinu til að koma til móts við bændur þegar þrýst er á verðlækkanir og bregðast þeir sem vinna við landbúnað því oft við með því að auka umfang framleiðslu.

Óljós niðurstaða mótmæla

Mótmælin hafa vakið víðtæka fjölmiðlaathygli og opinbera umræðu í Hollandi þó enn sé óljóst hvernig eða hver niðurstaðan verður.

Jafnframt því að finna lausn sem hentar öllum málsaðilum þurfa hollensk stjórnvöld að samræma hana lögum ESB er varða losun köfnunarefnisoxíða.

Fordæmdi hollenski forsætisráðherrann ofbeldisfull mótmæli bænda á borð við íkveikjur heybagga, árásir á lögreglumenn, átök fyrir utan heimili stjórnmálamanna, uppsetningu vegartálma og þar fram eftir götunum.

„Rétturinn til að geta mótmælt er jákvæður en þarf að fara fram á siðmenntaðan hátt,“ sagði forsætisráðherrann Mark Rutte í viðtali við fréttamenn stöðvar ABC nýverið.

Jákvæð sýn á þetta umrót allt saman er sú að fólk með ólíkan bakgrunn hefur deilt skoðunum sínum á þessu mikilvæga málefni er mun hafa víðtæk áhrif á landnotkun og lífsviðurværi í Hollandi.

Ekki í fyrsta skipti

Ágreiningurinn milli bænda og stjórnvalda er þó ekki nýr af nálinni.

Árið 2019 fjallaði miðill BBC um mótmæli þúsunda hollenskra bænda í borginni Haag, en þá sá ríkisstjórnin fyrir sér líkt og nú, að lögleiða niðurskurð á bústofni bænda með það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti.

Áratuga stefna stjórnvalda vegna samspils neikvæðra umhverfis- áhrifa landbúnaðar hefur verið í umræðunni síðan seint á sjötta áratugnum, samkvæmt vefsíðu The Food Ethics Council, og virðist sem vandanum hafi frekar verið ýtt til hliðar en að tekið væri á honum.

Umræðan í heild sinni mætti því segja að væri algerlega tímabær og undirstrika lýðræðislegt eðli stjórnunar matvælakerfisins í Hollandi.

Skylt efni: utan úr heimi

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...