Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Átaksverkefni í sauðfjárrækt
Á faglegum nótum 13. desember 2016

Átaksverkefni í sauðfjárrækt

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk nýverið styrk af fagfé sauðfjárræktar vegna átaks­verkefnis í sauðfjárrækt. Vinnuheiti verkefnisins er „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. 
 
Ástæða þess að ráðist er í þetta verkefni er ekki síst mikil lækkun afurðaverðs hjá sauðfjárbændum nú í haust. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um rekstur sauðfjárbúa og greina sóknarfæri í rekstri hjá hverju þátttökubú með það að markmiði að bæta búreksturinn.
 
 
Undanfarin ár hefur RML boðið upp á verkefni sem heitir „Auknar afurðir sauðfjár“. Í því verkefni hafa skýrsluhaldsgögn búsins verið skoðuð og borin saman á ýmsan hátt ásamt því að ráðunautur hefur komið í heimsókn til viðkomandi bónda og skilað greinargerð um tækifæri í búrekstri sem eru til staðar að heimsókn lokinni. Í þeim pakka er engra rekstrargagna aflað en gögn um rekstur sauðfjárbúa hefur mjög skort undanfarin ár – bæði í vinnu sem þessari og ekki síður sem verkfæri í kjarabaráttu sauðfjárbænda.
Markhópur verkefnisins eru öll sauðfjárbú sem höfðu fleiri en 400 kindur á skýrslum, skýrsluhaldsárið 2014–2015. Þessi hópur er valinn þar sem í honum er væntanlega að finna flest þau bú sem treysta í umtalsverðum mæli á tekjur af sauðfjárrækt til framfærslu. Öll þessi bú fengu sent kynningarbréf seinni hluta nóvember þar sem þeim er formlega boðin þátttaka.
 
Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu eru þessi:
  • Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. janúar 2017.
  • Skila ársreikningi og/eða skattframtali fyrir árin 2014 og 2015 sem safnað er í lokaðan gagnagrunn fyrir 1. janúar 2017.
  • Þátttökubú hafi skilað skýrsluhaldsgögnum 2016 fyrir 31. desember nk.
  • Tekjur af sauðfjárrækt þurfa að vera a.m.k. 70% af búgreinatekjum hvers bús.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins heldur nú utanum fagfé sauðfjárræktarinnar og framlagið til þessa verkefnis miðast við það að þátttökubú greiði 35% af kostnaði en styrkurinn nemi 65% af kostnaði. Vinnuþátturinn er áætlaður fimm tímar við hvert bú auk komugjalds.
 
Verkefnisstjórar þessa átaks­verkefnis eru þau María Svanþrúður Jónsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Þeir bændur sem áhuga hafa á þessu verkefni eru hvattir til að setja sig í samband við annaðhvort Maríu eða Eyjólf en jafnframt veita þau nánari upplýsingar um verkefnið.
 
Brýn þörf er fyrir þetta verkefni en í þeim takmörkuðu bókhaldsgögnum frá sauðfjárbændum sem hafa skilað sér inn undanfarin ár sést mikill munur í afkomu og því er líklegt að víða séu tækifæri til að bæta reksturinn enda er öllum rekstri hollt að fá greiningu á stöðu sinni öðru hvoru.
Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...