Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Árið 2017 byrjar með hlýindum í kjölfar heitasta árs síðan mælingar hófust
Mynd / BBL
Fréttaskýring 22. febrúar 2017

Árið 2017 byrjar með hlýindum í kjölfar heitasta árs síðan mælingar hófust

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Loftið á norðurheimskautinu er svo heitt um þessar mundir og hefur verið svo ótrúlega heitt í langan tíma að vísindamenn klóra sér í hausnum og trúa vart eigin augum.
 
Washington Post fjallaði um málið í síðustu viku og segir að miklar sveiflur í veðurfarinu á norðurslóðum séu vel þekktar en vísindamenn segi að svo öfgafullar breytingar sem nú eru að eiga sér stað hafi örugglega eitthvað með umsvif mannfólksins að gera. 
 
Hitastigið á norðurheimskautinu er mun hærra um þessar mundir en áður hefur komið fram á mælum. Myndun hafíss á svæðinu hefur heldur aldrei verið minni og spár gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram. 
 
„Árið 2016 var heitasta ár á norðurheimskautinu síðan mælingar hófust. Árið 2017 byrjar þar sem frá var horfið og sama þróun virðist ætla að halda áfram,“ segir veðurfræðingurinn Ryan Maue hjá Wether Bell Analytics í „tísti“á netinu. 
 
„Eftir að hafa rannsakað loftslagið á norðurheimskautinu í þrjá og hálfan áratug, þá dreg ég þá ályktun að það sem hefur verið að gerast á síðasta ári fer fram úr jafnvel mestu öfgum,“ segir Mark Serreze, yfirmaður alþjóðlegu snjó- og ístölfræðimiðstöðvarinnar í Bolder í Colorado. 
 
Á Norðurpólnum fór hitastigið upp fyrir frostmark í tvígang í nóvember á síðasta ári. Þá var spáð annarri hitasveiflu á pólnum í þessari viku. Samkvæmt reiknilíkönum mun hitastigið á sumum stöðum fara yfir 50 gráður upp fyrir það sem talið er vera eðlilegt miðað við árstíma. 
 
Eitt reiknilíkanið er þó talið skera sérstaklega í augun og hefur fengið hökur vísindamanna til að síga af undrun, en það sýnir aukningu í viðhaldi varmans á pólsvæðinu. Fleiri fráviksdagar mælast og færri frostdagar hafa verið síðan í september en talist getur eðlilegt.
 
Skortur á frystigetu yfir Norðurheimskautinu
 
Veðurfræðingurinn og vísindarithöfundurinn Eric Holthaus var fyrstur til að setja þessar upplýsingar á Twitter. Hann segir: 
 
„Það er stórundarlegur skortur á frystigetu yfir norðurheimskautinu. Þetta er að gerast núna, ekki á 50 til 100 árum, heldur NÚNA!“
 
Línuritið sem sýnir þessar breytingar var gert af Nico Sun sem studdist við hitamælingar frá dönsku veðurstofunni af svæðinu norðan við 80 breiddargráðu. Vegna lítils þéttleika í mælingunum telur Penn State, sérfræðingur í loftslagsmálum á norðurslóðum, að hafa þurfi allan varann á við túlkun gagna. Niðurstöður Sun séu þó réttar miðað við fyrirliggjandi mæligögn. 
 
Jason Furtado, prófessor í veðurfræði við Oklahoma-háskóla, segir þetta graf vera ótrúlega lýsingu á hlýnun norðurskautsins. 
 
„Á sama tíma og umfang hlýnunarinnar er óvenjuleg í sjálfu sér, þá er tímalengdin stórundarleg,“ segir Furtado. 
 
Náttúrulegar sveiflur samfara áhrifum af mannavöldum
 
Vísindamenn segja enga eina ástæðu skýra þessa óvenjulegu hlýnun, en telja að náttúrulegar sveiflur samfara langtíma þróun vegna athafna mannsins geti verið skýringin. 
 
Walter Meier, vísindamaður við Goddard-geimflugsmiðstöð NASA, er sérfræðingur í ís á norðurheimskautinu. Hann segir að skortur á hafís og hærra hitastig sjávar en að meðaltali, skili einnig lofthita yfir meðallagi. Það eigi sérstaklega við Barents- og Karahaf á milli Grænlands og Síberíu. Fjöldi lægða hefur borið með sér hita úr suðri inn á norðurheimskautið. Ein slík var einmitt væntanleg í þessari viku. Samfara þessu hefur háþrýstisvæði yfir norðurheimskautinu verið í lágmarki.
 
Vísindamenn varir um sig í að draga ályktanir
 
Vísindamenn hafa þó varnagla á og telja að þrátt fyrir þessar öfgar sé frekar ólíklegt að þær opni allar flóðgáttir óstöðvandi hlýnunar á norðurheimskautinu. Zack Labe, doktorsnemi við Kaliforníuháskóla, hefur unnið að rannsóknum á  hafís norðurslóða og óvenjulegum veðurfyrirbærum. Hann segir að gróðurhúsagastegundir muni halda áfram að leiða til hlýnunar loftslags og minnkunar á hafís til lengri tíma litið. Líklegt sé því að menn muni upplifa miklar sveiflur í hitastigi á norðurheimskautinu á milli ára. Þar geti losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum verið að hafa samverkandi áhrif með náttúrulegum veðurfarssveiflum með tilheyrandi öfgum.
 
Chip Knappenberger, loftslagsvísindamaður við Cato-háskóla, segir umsvif manna kunni að hafa áhrif á það sem kallað er náttúrulegur breytileiki. „Náttúrulegar sveiflur eru orðnar æ ónáttúrulegri vegna áhrifa mannsins.“
 
Sumir vísindamenn hafa haft uppi efasemdir um að áhrif umsvifa mannsins séu eins miklar á loftslagsbreytingar eins og af sé látið. Áhrif breytinga á sólinni séu þar langtum áhrifameiri. 
 
Enginn virðist þó geta sagt til um það með nokkurri vissu hvort þær breytingar sem menn hafa verið að upplifa á norðurheimskautinu í vetur séu komnar til að vara um lengri eða skemmri tíma. Penn State‘s Titley  hefur þó miklar áhyggjur: 
 
„Við erum að stefna inn í nýtt óþekkt fyrirbæri. Við vitum að 2017 mun nær örugglega byrja með veikasta, þynnsta og minnsta hafís sem nokkru sinni hefur mælst á norðurheimskautinu. Þannig að við erum einu skrefi nær því að upplifa íslaust sumar á norðurslóðum og það fyrr en við héldum.“ 
 
Afkoma hafíss frá byrjun til loka janúar 2017 (rauða línan) í samanburði við 2007 (fjólubláa línan), 2012 (bláa línan) og 2016 (grænan línan). Hvíta línan sýnir meðalafkomu áranna 1981 til 2010 og grái flöturinn sýnir eðlileg frávik frá meðaltali. 
 
Dekksti rauði liturinn á kortinu sýnir hvar munurinn var mestur á  hitastigi frá því sem talið er eðlilegt ástand á norðurhveli jarðar í janúar. Þarna sést líka að hlýindin á stórum hluta Íslands og á hafsvæðinu í kringum landið er nokkuð yfir því sem eðlilegt er talið á þessum árstíma. Þá sést líka að í Mið og Austur-Evrópu sem og stórum hluta Rússlands er hitinn mun lægri en eðlilegt getur talist, eða sem nemur 0,5 til 3 gráðum. Það á líka við um Alaska og vestasta hluta Kanada. Mynd / WeatherBell.com
 
Staðan 1. febrúar 2017.
Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...