Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Alladín-ungbarnahúfa
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 16. ágúst 2016

Alladín-ungbarnahúfa

Höfundur: Gallery Spuni
Húfur eru einstaklega skemmtilegar að prjóna, því litlir sætir verðandi eigendur elska hlýjar, mjúkar húfur í vagninn. Nú er aðeins farið að halla sumri og því við hæfi að setja inn uppskrift að fallegri ungbarnahúfu fyrir haustið. Hér er ein sem hefur notið mikilla vinsælda og er æðisleg í hvaða lit sem er og lítið mál að prjóna hana í hring. 
 
BabyDROPS 21-34
 
DROPS Design: Mynstur nr Z-085-by
Garnflokkur A 
 
HÚFA: 
 
Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
 
Höfuðmál í cm:
40/42-42/44-44/46 (48/50-50/52) 
 
Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio
Nr 607, ljós brúnn: 50 gr í allar stærðir 
DROPS PRJÓNAR NR 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 26 og 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm. 
ÚTAUKNING:
Allar útaukningar eru gerðar frá réttu. Aukið er út um 1 l á undan og eftir l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt.
 
ÚRTAKA:
Allar úrtökur eru gerðar frá réttu. Fækkað er um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki. Byrjið 1 l á undan l með prjónamerki. Setjið 1 l á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1 l óprjónaða (= l með prjónamerki), prjónið næstu l og l af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir.
 
HÚFA: 
Stykkið er prjónað fram og til baka á prjóna. Fitjið upp 117-123-129 (135-141) l (meðtalin er 1 kantlykkja á hvorri hlið) á prjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 8 umf slétt (umf 1 = rétta). 
Setjið 7 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig:
1. prjónamerki í 2. l í umf.
2. prjónamerki í 25.- 26.- 27. (28.- 29.) l,
3. prjónamerki í 48.- 50.- 52. (54.- 56.) l,
4. prjónamerki í 59.- 62.- 65. (68.- 71.) l,
5. prjónamerki í 70.- 74.- 78. (82.- 86.) l,
6. prjónamerki í 93.- 98.- 103. (108.- 113.) l, 
7. prjónamerki í næst síðustu l í umf.
Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – JAFNFRAMT í umf 1 byrjar útaukning og úrtaka – Lesið ÚTAUKNING og ÚRTAKA að ofan – í annarri hverri umf þannig:
Aukið út um 1 l á eftir 1. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 2. prjónamerki.
Aukið út um 1 l hvorum megin við 3. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 4. prjónamerki.
Aukið út um 1 l hvorum megin við 5. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 6. prjónamerki.
Aukið út um 1 l á undan 7. prjónamerki.
Haldið áfram með útaukningu og úrtöku frá réttu í annarri hverri umf 6 sinnum. Fellið síðan af hvoru megin við 2., 4. og 6. prjónamerki í hverri umf frá réttu þar til 15 l eru eftir á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-16 (16-17) cm frá neðsta oddi við 2. eða 6. prjónamerki = eyrnaleppur.
Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l sl, 2 l slétt saman, 9 l sl, 2 l slétt saman, 1 l sl = 13 l. Endurtakið úrtöku frá hvorri hlið í hverri umf (frá röngu eru prjónaðar 2 l á undan og á eftir kantlykkju br saman) þar til 3 l eru eftir, fellið af og dragið bandið í gegnum l.
 
FRÁGANGUR:
Saumið húfuna saman við miðju að aftan innan við 1 kantlykkju.
Miðju oddurinn af þeim 3 heilu við uppfitjunarkantinn liggur að enni að framan.
 
SNÚRA:
Fitjið upp 4 l á prjóna nr 2,5. Prjónið þannig: * Prjónið 1 l sl, leggið bandið fyrir framan stykkið (á móti þér), takið 1 l eins og prjóna eigi hana br, leggið bandið aftur fyrir aftan stykkið (frá þér) * , endurtakið frá *-* í öllum umf. Nú myndast hringprjónuð snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 20-22-24 (26-28) cm. Prjónið 1 snúru til viðbótar alveg eins. Festið hana síðan á hvern eyrnalepp á hvorri hlið.
 
Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna.
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...