Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alladín-ungbarnahúfa
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 16. ágúst 2016

Alladín-ungbarnahúfa

Höfundur: Gallery Spuni
Húfur eru einstaklega skemmtilegar að prjóna, því litlir sætir verðandi eigendur elska hlýjar, mjúkar húfur í vagninn. Nú er aðeins farið að halla sumri og því við hæfi að setja inn uppskrift að fallegri ungbarnahúfu fyrir haustið. Hér er ein sem hefur notið mikilla vinsælda og er æðisleg í hvaða lit sem er og lítið mál að prjóna hana í hring. 
 
BabyDROPS 21-34
 
DROPS Design: Mynstur nr Z-085-by
Garnflokkur A 
 
HÚFA: 
 
Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
 
Höfuðmál í cm:
40/42-42/44-44/46 (48/50-50/52) 
 
Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio
Nr 607, ljós brúnn: 50 gr í allar stærðir 
DROPS PRJÓNAR NR 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 26 og 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm. 
ÚTAUKNING:
Allar útaukningar eru gerðar frá réttu. Aukið er út um 1 l á undan og eftir l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt.
 
ÚRTAKA:
Allar úrtökur eru gerðar frá réttu. Fækkað er um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki. Byrjið 1 l á undan l með prjónamerki. Setjið 1 l á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1 l óprjónaða (= l með prjónamerki), prjónið næstu l og l af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir.
 
HÚFA: 
Stykkið er prjónað fram og til baka á prjóna. Fitjið upp 117-123-129 (135-141) l (meðtalin er 1 kantlykkja á hvorri hlið) á prjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 8 umf slétt (umf 1 = rétta). 
Setjið 7 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig:
1. prjónamerki í 2. l í umf.
2. prjónamerki í 25.- 26.- 27. (28.- 29.) l,
3. prjónamerki í 48.- 50.- 52. (54.- 56.) l,
4. prjónamerki í 59.- 62.- 65. (68.- 71.) l,
5. prjónamerki í 70.- 74.- 78. (82.- 86.) l,
6. prjónamerki í 93.- 98.- 103. (108.- 113.) l, 
7. prjónamerki í næst síðustu l í umf.
Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – JAFNFRAMT í umf 1 byrjar útaukning og úrtaka – Lesið ÚTAUKNING og ÚRTAKA að ofan – í annarri hverri umf þannig:
Aukið út um 1 l á eftir 1. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 2. prjónamerki.
Aukið út um 1 l hvorum megin við 3. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 4. prjónamerki.
Aukið út um 1 l hvorum megin við 5. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 6. prjónamerki.
Aukið út um 1 l á undan 7. prjónamerki.
Haldið áfram með útaukningu og úrtöku frá réttu í annarri hverri umf 6 sinnum. Fellið síðan af hvoru megin við 2., 4. og 6. prjónamerki í hverri umf frá réttu þar til 15 l eru eftir á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-16 (16-17) cm frá neðsta oddi við 2. eða 6. prjónamerki = eyrnaleppur.
Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l sl, 2 l slétt saman, 9 l sl, 2 l slétt saman, 1 l sl = 13 l. Endurtakið úrtöku frá hvorri hlið í hverri umf (frá röngu eru prjónaðar 2 l á undan og á eftir kantlykkju br saman) þar til 3 l eru eftir, fellið af og dragið bandið í gegnum l.
 
FRÁGANGUR:
Saumið húfuna saman við miðju að aftan innan við 1 kantlykkju.
Miðju oddurinn af þeim 3 heilu við uppfitjunarkantinn liggur að enni að framan.
 
SNÚRA:
Fitjið upp 4 l á prjóna nr 2,5. Prjónið þannig: * Prjónið 1 l sl, leggið bandið fyrir framan stykkið (á móti þér), takið 1 l eins og prjóna eigi hana br, leggið bandið aftur fyrir aftan stykkið (frá þér) * , endurtakið frá *-* í öllum umf. Nú myndast hringprjónuð snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 20-22-24 (26-28) cm. Prjónið 1 snúru til viðbótar alveg eins. Festið hana síðan á hvern eyrnalepp á hvorri hlið.
 
Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna.
Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...