Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi
Mynd / HKr.
Fréttir 24. ágúst 2018

Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alifuglakjöt var mest selda kjötafurðin í júlí samkvæmt tölum MAST og var salan 8,6% meiri en í sama mánuði í fyrra.  
 
Heildarsalan á kjöti í júlí var tæp 2.302 tonn. Þar af voru seld 842,5 tonn af alifuglakjöti eða 36,6% af heildinni. 
 
Svínakjötið var næst vinsælast í júlí
 
Í öðru sæti var svínakjöt. Af því voru seld tæp 626,2 tonn, eða 27,2% af heildinni. Var salan á svínakjöti í júlí 14,5% meiri en í sama mánuði 2017. 
 
Samdráttur í kindakjötssölunni
 
Kindakjötið var svo í þriðja sæti með tæplega 426,8 tonn, eða rúmlega 18,5% af heildarsölunni. Tekið er þó fram í tölum MAST að salan á kindakjötinu miðast við sölu frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Þá var samdráttur í sölu kindakjöts í júlí 2018 miðað við sama mánuð 2017. Nam samdrátturinn 3,7%.
 
Veruleg aukning í sölu á nautgripakjöti
 
Í fjórða sæti kjötsölunnar í júlí var svo nautgripakjöt. Af því voru seld rúmlega 390,1 tonn, eða tæp 17% af heildarsölunni. Athygli vekur að salan á nautakjöti í júlí var 21,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og slagar þar upp í hlutfallsaukninguna í svínakjötssölunni. 
 
Hrossakjötið rak svo lestina með tæplega 16,1 tonns sölu, eða tæplega 0,7% hlutdeild af kjötsölunni á Íslandi í júlí. Jókst salan þó á hrossakjöti í júlí 2018 um 2,4% miðað við júlí 2017. 
 
Langmesta árssalan er í alifuglakjöti
 
Þegar litið er á kjötsöluna yfir heilt ár kemur í ljós að salan á alifuglakjötinu er umtalsvert meiri en sala á öðrum kjöttegundum. Þar er salan 9.662,6 tonn, eða 33,9% af 28.513,7 tonna heildarsölu á kjöti. Er alifuglakjötið þar langt fyrir ofan aðrar kjöttegundir. 
 
Kindakjötið í öðru sæti yfir heilt ár
 
Í öðru sæti er kindakjöt með 6.932,9 tonn, eða 24,3% af heildarsölunni. Eins og áður er þar verið að tala um sölu kindakjöts frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. 
 
Svínakjötið að ná kindakjötssölunni
 
Svínakjötið er í þriðja sæti og er að sigla alveg upp að hliðinni á kindakjötinu í sölu. Af svínakjöti voru seld rúm 6.616 tonn eða 23,2% af heildarsölunni. Á þessum tveim kjöttegundum munar því aðeins 1,1% á heilu ári. 
 
Í fjórða sæti er nautgripakjötsalan með rúm 4.690,4 tonn, eða 16,4% af heildinni. 
 
Hrossakjötssalan rekur svo lestina með rúm 611,8 tonn eða 2,1% af heildarsölunni á kjöti. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg ársaukningin er langmest í sölu á hrossakjöti, eða 9,2%, á meðan alifuglakjötið er með 4,5% aukningu.
Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...