Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi
Mynd / HKr.
Fréttir 24. ágúst 2018

Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alifuglakjöt var mest selda kjötafurðin í júlí samkvæmt tölum MAST og var salan 8,6% meiri en í sama mánuði í fyrra.  
 
Heildarsalan á kjöti í júlí var tæp 2.302 tonn. Þar af voru seld 842,5 tonn af alifuglakjöti eða 36,6% af heildinni. 
 
Svínakjötið var næst vinsælast í júlí
 
Í öðru sæti var svínakjöt. Af því voru seld tæp 626,2 tonn, eða 27,2% af heildinni. Var salan á svínakjöti í júlí 14,5% meiri en í sama mánuði 2017. 
 
Samdráttur í kindakjötssölunni
 
Kindakjötið var svo í þriðja sæti með tæplega 426,8 tonn, eða rúmlega 18,5% af heildarsölunni. Tekið er þó fram í tölum MAST að salan á kindakjötinu miðast við sölu frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Þá var samdráttur í sölu kindakjöts í júlí 2018 miðað við sama mánuð 2017. Nam samdrátturinn 3,7%.
 
Veruleg aukning í sölu á nautgripakjöti
 
Í fjórða sæti kjötsölunnar í júlí var svo nautgripakjöt. Af því voru seld rúmlega 390,1 tonn, eða tæp 17% af heildarsölunni. Athygli vekur að salan á nautakjöti í júlí var 21,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og slagar þar upp í hlutfallsaukninguna í svínakjötssölunni. 
 
Hrossakjötið rak svo lestina með tæplega 16,1 tonns sölu, eða tæplega 0,7% hlutdeild af kjötsölunni á Íslandi í júlí. Jókst salan þó á hrossakjöti í júlí 2018 um 2,4% miðað við júlí 2017. 
 
Langmesta árssalan er í alifuglakjöti
 
Þegar litið er á kjötsöluna yfir heilt ár kemur í ljós að salan á alifuglakjötinu er umtalsvert meiri en sala á öðrum kjöttegundum. Þar er salan 9.662,6 tonn, eða 33,9% af 28.513,7 tonna heildarsölu á kjöti. Er alifuglakjötið þar langt fyrir ofan aðrar kjöttegundir. 
 
Kindakjötið í öðru sæti yfir heilt ár
 
Í öðru sæti er kindakjöt með 6.932,9 tonn, eða 24,3% af heildarsölunni. Eins og áður er þar verið að tala um sölu kindakjöts frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. 
 
Svínakjötið að ná kindakjötssölunni
 
Svínakjötið er í þriðja sæti og er að sigla alveg upp að hliðinni á kindakjötinu í sölu. Af svínakjöti voru seld rúm 6.616 tonn eða 23,2% af heildarsölunni. Á þessum tveim kjöttegundum munar því aðeins 1,1% á heilu ári. 
 
Í fjórða sæti er nautgripakjötsalan með rúm 4.690,4 tonn, eða 16,4% af heildinni. 
 
Hrossakjötssalan rekur svo lestina með rúm 611,8 tonn eða 2,1% af heildarsölunni á kjöti. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg ársaukningin er langmest í sölu á hrossakjöti, eða 9,2%, á meðan alifuglakjötið er með 4,5% aukningu.
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...