Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi
Mynd / HKr.
Fréttir 24. ágúst 2018

Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alifuglakjöt var mest selda kjötafurðin í júlí samkvæmt tölum MAST og var salan 8,6% meiri en í sama mánuði í fyrra.  
 
Heildarsalan á kjöti í júlí var tæp 2.302 tonn. Þar af voru seld 842,5 tonn af alifuglakjöti eða 36,6% af heildinni. 
 
Svínakjötið var næst vinsælast í júlí
 
Í öðru sæti var svínakjöt. Af því voru seld tæp 626,2 tonn, eða 27,2% af heildinni. Var salan á svínakjöti í júlí 14,5% meiri en í sama mánuði 2017. 
 
Samdráttur í kindakjötssölunni
 
Kindakjötið var svo í þriðja sæti með tæplega 426,8 tonn, eða rúmlega 18,5% af heildarsölunni. Tekið er þó fram í tölum MAST að salan á kindakjötinu miðast við sölu frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Þá var samdráttur í sölu kindakjöts í júlí 2018 miðað við sama mánuð 2017. Nam samdrátturinn 3,7%.
 
Veruleg aukning í sölu á nautgripakjöti
 
Í fjórða sæti kjötsölunnar í júlí var svo nautgripakjöt. Af því voru seld rúmlega 390,1 tonn, eða tæp 17% af heildarsölunni. Athygli vekur að salan á nautakjöti í júlí var 21,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og slagar þar upp í hlutfallsaukninguna í svínakjötssölunni. 
 
Hrossakjötið rak svo lestina með tæplega 16,1 tonns sölu, eða tæplega 0,7% hlutdeild af kjötsölunni á Íslandi í júlí. Jókst salan þó á hrossakjöti í júlí 2018 um 2,4% miðað við júlí 2017. 
 
Langmesta árssalan er í alifuglakjöti
 
Þegar litið er á kjötsöluna yfir heilt ár kemur í ljós að salan á alifuglakjötinu er umtalsvert meiri en sala á öðrum kjöttegundum. Þar er salan 9.662,6 tonn, eða 33,9% af 28.513,7 tonna heildarsölu á kjöti. Er alifuglakjötið þar langt fyrir ofan aðrar kjöttegundir. 
 
Kindakjötið í öðru sæti yfir heilt ár
 
Í öðru sæti er kindakjöt með 6.932,9 tonn, eða 24,3% af heildarsölunni. Eins og áður er þar verið að tala um sölu kindakjöts frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. 
 
Svínakjötið að ná kindakjötssölunni
 
Svínakjötið er í þriðja sæti og er að sigla alveg upp að hliðinni á kindakjötinu í sölu. Af svínakjöti voru seld rúm 6.616 tonn eða 23,2% af heildarsölunni. Á þessum tveim kjöttegundum munar því aðeins 1,1% á heilu ári. 
 
Í fjórða sæti er nautgripakjötsalan með rúm 4.690,4 tonn, eða 16,4% af heildinni. 
 
Hrossakjötssalan rekur svo lestina með rúm 611,8 tonn eða 2,1% af heildarsölunni á kjöti. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg ársaukningin er langmest í sölu á hrossakjöti, eða 9,2%, á meðan alifuglakjötið er með 4,5% aukningu.
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...