Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 24. september 2019

Akureyringar flokka meirihluta sorps

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri á liðnu ári. Stór hluti er endurunninn, þar af fóru hátt í tvö þúsund tonn af lífrænum úrgangi í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
 
Samkvæmt tölum frá 2017 er Ísland í fjórða sætinu yfir magn úrgangs, um 656 kíló á hvern íbúa að því er fram kom í fréttum RÚV nýverið. Þarna er átt við heildarmagn, þó að mestu leyti frá heimilum, burtséð frá því hvað verður um sorpið, hvort það er urðað, endurunnið og þá hvernig. Meðaltalið í Evrópusambandinu eru 486 kíló á hvern íbúa.
 
36% af úrgangi fara í urðun
 
Fram kemur í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar að í fyrra féllu til um 7.600 tonn af sorpi frá heimilum á Akureyri. Það gera um það bil 400 kíló á hvern íbúa. Þar af fara um 2.800 tonn af úrgangi í urðun í Stekkjarvík í námunda við Blönduós, eða um 36%. Flest annað er endurunnið á einn eða annan hátt.
Akureyringar hafa á undan­förnum árum náð mjög góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þar að auki hafa um 80% heimila á Akureyri, í yfir tíu ár, flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu, segir í frétt á vefsíðunni. Einnig að nýjasta dæmið sé græna trektin, en með henni geta íbúar með einföldum hætti losað sig við alla matarolíu og dýrafitu á þægilegan hátt. 
 
Stór hluti alls úrgangs sem fellur til á Akureyri er endurunninn. Hátt í tvö þúsund tonnum af lífrænum úrgangi var skilað frá akureyskum heimilum í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...