Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Kristján Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu á Akureyri, við pappír sem nýttur er til moltugerðar.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 24. september 2019

Akureyringar flokka meirihluta sorps

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri á liðnu ári. Stór hluti er endurunninn, þar af fóru hátt í tvö þúsund tonn af lífrænum úrgangi í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
 
Samkvæmt tölum frá 2017 er Ísland í fjórða sætinu yfir magn úrgangs, um 656 kíló á hvern íbúa að því er fram kom í fréttum RÚV nýverið. Þarna er átt við heildarmagn, þó að mestu leyti frá heimilum, burtséð frá því hvað verður um sorpið, hvort það er urðað, endurunnið og þá hvernig. Meðaltalið í Evrópusambandinu eru 486 kíló á hvern íbúa.
 
36% af úrgangi fara í urðun
 
Fram kemur í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar að í fyrra féllu til um 7.600 tonn af sorpi frá heimilum á Akureyri. Það gera um það bil 400 kíló á hvern íbúa. Þar af fara um 2.800 tonn af úrgangi í urðun í Stekkjarvík í námunda við Blönduós, eða um 36%. Flest annað er endurunnið á einn eða annan hátt.
Akureyringar hafa á undan­förnum árum náð mjög góðum árangri í flokkun og endurvinnslu á pappa, drykkjarumbúðum, plasti og málmum. Þar að auki hafa um 80% heimila á Akureyri, í yfir tíu ár, flokkað allan lífrænan úrgang og skilað í Moltu, segir í frétt á vefsíðunni. Einnig að nýjasta dæmið sé græna trektin, en með henni geta íbúar með einföldum hætti losað sig við alla matarolíu og dýrafitu á þægilegan hátt. 
 
Stór hluti alls úrgangs sem fellur til á Akureyri er endurunninn. Hátt í tvö þúsund tonnum af lífrænum úrgangi var skilað frá akureyskum heimilum í jarðgerðarstöð Moltu í Eyjafjarðarsveit.
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.