Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum
Fréttir 25. september 2018

Áhyggjufullir vegna sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einn af möguleikum Breta eftir að úrsögn þeirra úr Evrópu­sambandinu tekur að fullu gildi er að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af slíkum innflutningi út frá lýðheilsusjónarmiðum.

Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns í Bandaríkjum Norður-Ameríku er mun meiri í Evrópu og á Bretlandseyjum. Að öllu jöfnu er talið að notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns sé fimm sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkunin er misjöfn milli búfjárstofna og mest er hún í nautgriparækt, eða sextán sinnum meiri og dæmi um að hún hafi verið þrjátíu sinnum meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandseyjum. Notkun sýklalyfja í kjúklingarækt er þrisvar sinnum meiri, sex sinnum meiri í svínarækt og fimm sinnum meiri í kalkúnaeldi í Bandaríkjunum en í Bretlandi. Notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhormóns er bönnuð á Íslandi.

Innflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum er bannaður víðast í Evrópu vegna þessa.
Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði sem vaxtarhormóns og hættan á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmum bakteríum er eitt af stærstu yfirvofandi heilbrigðisvandamálum heimsins í dag, að sögn Alþjóðaheilbrigðis­stofnunarinnar og fleiri aðila sem láta sig lýðheilsumál varða.

Eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu standa Bretar í samningaviðræðum við Evrópusambandið um áframhaldandi innflutning á matvælum til landsins. Einnig eru Bretar að skoða möguleika á því að flytja inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum.

Ekki eru allir á eitt sáttir við að gerðir verði samningar við Bandaríkin um innflutning landbúnaðarvara og bera fyrir sig lýðheilsusjónarmiðum og segja hættuna á sýkingu og jafnvel faraldri af völdum sýklalyfjaónæmra baktería vera of mikla.

Skylt efni: Brexit | Matvælaöryggi

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...