Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Magnús Helgi Loftsson, Kópsvatni 2, Ásta Fönn Flosadóttir, Höfða, Eyjólfur Ingvi Bjarnason í Ásgarði, nýr formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Húsavík á Ströndum og Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, Oddsstöðum.
Stjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Magnús Helgi Loftsson, Kópsvatni 2, Ásta Fönn Flosadóttir, Höfða, Eyjólfur Ingvi Bjarnason í Ásgarði, nýr formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Húsavík á Ströndum og Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, Oddsstöðum.
Mynd / smh
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóða að lögð verði áfram áhersla á greiðslumark í stuðningskerfi sauðfjárræktar við gerð nýrra búvörusamninga.

Þessi tillaga var meðal þeirra 29 tillagna sem samþykktar voru á fundinum, sem haldinn var á Hilton Nordica hótelinu 12.–13. febrúar, af alls 34 tillögum sem lágu fyrir fundinum frá starfsnefndum.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason í Ásgarði var kjörinn formaður til tveggja ára og með honum í stjórn þau Sigurborg Hanna Sigurðardóttir, Oddsstöðum, Hafdís Sturlaugsdóttir, Húsavík á Ströndum, Ásta Fönn Flosadóttir, Höfða og Magnús Helgi Loftsson, Kópsvatni 2.

Nýliðum tryggður forgangur að greiðslumarki

Í gildandi búvörusamningi var upphaflega gert ráð fyrir að greiðslumark í sauðfjárrækt myndi fjara út á samningstímanum en í nýafstaðinni endurskoðun var það fest sem þriðjungur af heildargreiðslum hvers árs út samningstímann, ársloka 2026. Með samþykkt tillögunnar á fundinum birtist vilji sauðfjárbænda um óbreyttar áherslur á stuðningsfyrirkomulaginu að þessu leyti í næstu búvörusamningum.

Stjórn deildarinnar var falið það hlutverk að fara í ýmsa greiningarvinnu varðandi útfærslur og þær verða teknar til umræðu á deildarfundi sauðfjárbænda á næsta ári.

Bætt ímynd kvenna í landbúnaði

Tveimur tillögum úr félagsnefnd var vísað beint til Búnaðarþings 2024, sem haldið verður 14. og 15. mars, án umræðu á fundinum.

Önnur þeirra bar yfirskriftina Ímynd kvenna í landbúnaði og gerir hún ráð fyrir að konur í landbúnaði verði gerðar sýnilegri, til dæmis með fræðsluefni sem sýnir konur við landbúnaðarstörf. Í rökstuðningi segir að mikilvægt sé að breyta þeirri ímynd að karlmaður búsins sé alltaf sjálfkrafa bóndinn, jafnframt þurfi að sýna ungum áhugasömum konum að þær geti orðið bændur jafnt sem karlmenn.

Hin snýr að bættu aðgengi að upplýsingum um réttindi aðila í búrekstri. Í rökstuðningi segir að mikilvægt sé að bændur geti sótt sér upplýsingar eða ráðgjöf um réttindi sín. Algengt sé að aðilar í búrekstri í sauðfjárrækt vinni einnig utan bús og fari því mögulega á mis við réttindi tengd búrekstrinum.

Sambýlisfólk bæði skráð fyrir búrekstri

Meðal annarra samþykktra tillagna má nefna, að því er beint til stjórnar Bændasamtaka Íslands að finna lausnir til að hjón eða sambýlisfólk geti bæði verið skráð fyrir rekstri bús í hinu opinbera kerfi.

Með breytingunni verði komið á jafnrétti hjóna sem standa saman að búrekstri – til dæmis þannig að tvær kennitölur standi að rekstrinum, séu skráðar fyrir beingreiðslum, virðisaukaskattsnúmeri og þeim leyfum sem nauðsynleg eru fyrir búið. Í rökstuðningi segir að það sé ófært að til dæmis við skyndilegt fráfall, standi hinn bóndinn eftir með búreksturinn í uppnámi því viðkomandi er ekki skráður fyrir rekstrinum.

Baráttan gegn riðu

Þá beinir deildarfundur sauðfjárbænda því til stjórnar búgreina­ deildarinnar að halda dampi í baráttunni gegn riðu og innleiðingu verndandi arfgerða.

Ítrekað er mikilvægi þess að allir sauðfjárbændur taki virkan þátt í innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða í allan sauðfjárstofninn en með þeim hætti verði endanlega hægt að sigra riðuna. Mikilvægustu þættirnir í þessari innleiðingu séu notkun á sæðingum og arfgerðargreiningar á gripum sem koma til greina til ásetnings. 

Jafnframt sé gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að koma að innleiðingu verndandi arfgerða til dæmis með áframhaldandi niðurgreiðslu á sæðingakostnaði og sýnatökum til að tryggja að kostnaður vegna arfgerðargreininga verði ekki íþyngjandi byrði fyrir sauðfjárbændur.

Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu hafnað

Loks skal þess getið að deildarfundur sauðfjárbænda samþykkti samhljóða tillögu úr umhverfisnefnd, sem jafnframt var umfangsmesta tillaga fundarins, þar sem drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu er hafnað.

Í rökstuðningi með tillögunni segir að vísindalegur grunnur reglugerðarinnar sé veikur. Í skýringum með beitarkafla þar sem hugmyndafræðin er útlistuð, séu litlar sönnur færðar fyrir því sem hugmyndafræðin er sögð byggja á. Engar útfærslur séu sýndar á því hvernig unnið yrði samkvæmt tilskipunum reglugerðarinnar eða hvernig hún kæmi til með að virka.

Í fylgiskjali sé ekki rökstutt af hverju nálgun um „vistgetu“ hafi verið valin fremur en til dæmis sjálfbærni, sem reglugerðinni sé ætlað að fjalla um. Ekki sé vitnað í neinar íslenskar rannsóknir varðandi þessa nálgun.

Til grundvallar fyrir beitar­nýtingu ættu að vera upplýsingar um framboð beitar og nýtingarhlutfall beitarlands, samhliða ástandsmati.

Segir í rökstuðningi að því miður hafi verið horfið frá því að stunda beitarrannsóknir fyrir um 30 árum og því skorti verulega á þekkingu á þessu sviði. Upplýsingar um nýtingu beitarlanda samhliða ástandsmati væru ákjósanlegur grunnur til að byggja á skilvirkari aðferðarfræði til beitarstjórnunar.

Hófleg beit geti stuðlað að fjölbreyttu gróðurfari og líffræðilegri fjölbreytni sem hafi marga kosti í för með sér fyrir lífríkið í heild.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi