Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár verður í nóvember.
Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár verður í nóvember.
Mynd / sá
Fréttir 13. október 2025

Áfram sömu forsendur í innlausnarmarkaði sauðfjár

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Opnað hefur verið fyrir tilboð um kaup og sölu greiðslumarks í sauðfé.

Innlausnarmarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár verður haldinn í nóvember. Innlausnarverð er núvirt andvirði beingreiðslna eins árs, 5.610 kr. pr. ærgildi. Það greiðslumark sem er innleyst er jafnframt boðið til sölu á innlausnarverði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneyti.

Framleiðendur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra skulu hafa forgang að öllu greiðslumarki sem er í boði á markaði. Það skiptist hlutfallslega milli aðila sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eftir að kaupa.

Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall. Framleiðandi í forgangshóp getur ekki fengið hærri úthlutun ærgilda en sem nemur því að ásetningshlutfall eftir úthlutun fari niður í 1,0. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til framleiðenda í forgangshópi skal boðið öðrum umsækjendum.

Í fyrra barst 131 umsókn um kaup og 24 umsóknir um sölu á innlausnarmarkaði fyrir 2024. Var þá óskað eftir 32 þúsund ærgildum en til ráðstöfunar voru 4.266 ærgildi. Innlausnarverð ársins jafngilti beingreiðslum næstu tveggja ára, sem voru 10.762 krónur á ærgildið. Allt greiðslumark til ráðstöfunar rann þá til forgangshópsins og voru bú með lítið greiðslumark að kaupa til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma litið.

Kaupandi greiðslumarks nýtir greiðslumark frá og með 1. janúar 2026. Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Opnað hefur verið fyrir tilboð. Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 1. nóvember nk. Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki er til 15. desember

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...