Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áform ESB um eftirlit með lyfjamengun þynnt út vegna viðskiptahagsmuna
Fréttir 7. júní 2018

Áform ESB um eftirlit með lyfjamengun þynnt út vegna viðskiptahagsmuna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Evrópusambandið dregur úr eða hættir við áform um að takast á við mengun af völdum sýklalyfja þrátt fyrir vaxandi hræðslu við sýklalyfjaónæmi.

Viðskiptahagsmunir er helsta ástæða þess að hætt er við eftirlitið. Gríðarleg vonbrigði, segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor í veirufræði við Háskóla Íslands.

Samkvæmt frétt The Guardian hefur Evrópusambandið hætt við að auka eftirlit með lyfjanotkun býla og starfsemi lyfjafyrirtækja sem snýr að notkun, framleiðslu og förgun á sýklalyfjum.
Gríðarleg vonbrigði

Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor í veirufræði við Háskóla Íslands, segir að þetta séu honum mikil vonbrigði.

„Þetta málefni hefur verið rætt reglulega á fundi samnorrænnar „One Health“-nefndar um sýklalyfjaónæmi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Mögulega verða Norðurlöndin að beita sér í þessu máli og eða að sýna gott fordæmi með því að ganga lengra en Evrópusambandið. Það er þó ekki víst að slíkt standist reglur ESB, og því eru þessar fréttir vonbrigði.“

Um 700 þúsund dauðsföll vegna sýklalyfjaónæmis

Upphaflega gerði hugmyndin ráð fyrir því að eftirlitið myndi draga úr hættu á mengun vegna lyfja sem væri fleygt en ekki fargað samkvæmt reglum. Í dag er talið að um 700 þúsund manns látist árlega á heimsvísu vegna baktería sem hafa myndað með sér ónæmi fyrir sýklalyfjum. Helsta ástæða sýklalyfjaónæmis baktería er of- eða misnotkun á sýklalyfjum og vegna lyfja sem ekki er fargað á réttan hátt.


Spáir hruni í lækningum

Ástandið er svo alvarlegt að Sally Davis, yfirmaður heilbrigðis­mála á Bretlandseyjum, hafur sagt að ef ekkert verði að gert gætu sýklalyf orðið ónothæf í náinni framtíð og að hrun verði í lækningum þar sem ekki verður hægt að eiga við einföldustu sýkingar.

Tíu milljón dauðsföll til 2050

Í skýrslu sem gefin var út árið 2014 og kallast Antimicrobial Resistance: Tackling a crisis for the health and wealth of nations og unnin var fyrir breska forsætisráðuneytið segir að allt að 10 milljón manns geti látist árlega á heimsvísu til 2050 vegna sýklalyfjaónæmis og að kostnaðurinn vegna þess geti orðið ríflega 100 milljón pund, sem jafngildir um 14 þúsund milljónum íslenskra króna.

Áform um eftirlit þynnt út

Samkvæmt upplýsingum sem The Guardian segist hafa undir höndum hafa áform um eftirlit með notkun, framleiðslu og förgun sýklalyfja verið dregin verulega saman eða hætt við þau að fullu.

– Sjá nánar í Bændablaðinu.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...