Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins
Fréttir 31. júlí 2017

Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heildarafli íslenska flotans á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017, frá 1. september 2016 til 31. maí 2017, nam um 874 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 814 þúsund tonn.

Í frétt á heimasíðu Fiskistofu segir að þetta sé aukning í heildarafla sem nemi um 7,4% eða um 60 þúsund tonnum. Munur milli fiskveiðiára er að mestu vegna aukinnar veiði í loðnu.

Botnfiskur

Á níu mánaða tímabili yfirstandandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip tæplega 23 þúsund tonnum minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Samdráttur í ýsuafla var um fimm þúsund tonn. Heildaraflinn í botnfiski á þessu tímabili er tæp 330 þúsund tonn upp úr sjó samanborið við tæp 383 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 13,8% sem skýrist einkum af  sjómannaverkfallinu um áramótin.

Uppsjávarfiskur

Á sama tímabili var uppsjávarafli íslenskra skipa rúm 538 þúsund tonn. Er það tæplega 117 tonnum meiri afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Milli ára varð talsverð aukning í makríl og loðnu en samdráttur í kolmunna.
 
Skel- og krabbadýr

Afli í skel- og krabbadýrum á sama tíma er rúmum þrjú þúsund tonnum minni en á fyrra ári sem samsvarar um 34% samdrætti.  Nærri helmings­samdráttur varð í veiðum á rækju og samdráttur var líka í humarveiðum og sæbjúgnaveiðum.

Nýting aflamarks- og króka­aflamarksbáta á þorski og ýsu

Á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017 höfðu aflamarksskip nýtt um 75% af aflaheimildum sínum í þorski. Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 86%. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessum helmingi fiskveiðiársins nam tæpum 117 þúsund tonnum. Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip nýtt rúm 68% ýsukvótans samanborið við 84% á fyrra ári. Í heildina hafa aflamarksbátar notað rúm 79% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við tæp 83% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar nýtt 73% af aflaheimildum í þorski

Á fyrra fiskveiðiári var hlutfallið 77,4%. Þorskafli hjá krókaaflamarksbátum var 27 þúsund tonn í ár en var 28 þúsund tonn á síðasta ári. Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er um sex þúsund tonn á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins og hafa þeir nýtt um 91% krókaaflamarksins í ýsu.

Í heildina hafa krókaafla­marksbátar notað um 70% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við 74,5% á fyrra ári.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...