Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins
Fréttir 31. júlí 2017

Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heildarafli íslenska flotans á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017, frá 1. september 2016 til 31. maí 2017, nam um 874 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 814 þúsund tonn.

Í frétt á heimasíðu Fiskistofu segir að þetta sé aukning í heildarafla sem nemi um 7,4% eða um 60 þúsund tonnum. Munur milli fiskveiðiára er að mestu vegna aukinnar veiði í loðnu.

Botnfiskur

Á níu mánaða tímabili yfirstandandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip tæplega 23 þúsund tonnum minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Samdráttur í ýsuafla var um fimm þúsund tonn. Heildaraflinn í botnfiski á þessu tímabili er tæp 330 þúsund tonn upp úr sjó samanborið við tæp 383 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 13,8% sem skýrist einkum af  sjómannaverkfallinu um áramótin.

Uppsjávarfiskur

Á sama tímabili var uppsjávarafli íslenskra skipa rúm 538 þúsund tonn. Er það tæplega 117 tonnum meiri afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Milli ára varð talsverð aukning í makríl og loðnu en samdráttur í kolmunna.
 
Skel- og krabbadýr

Afli í skel- og krabbadýrum á sama tíma er rúmum þrjú þúsund tonnum minni en á fyrra ári sem samsvarar um 34% samdrætti.  Nærri helmings­samdráttur varð í veiðum á rækju og samdráttur var líka í humarveiðum og sæbjúgnaveiðum.

Nýting aflamarks- og króka­aflamarksbáta á þorski og ýsu

Á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017 höfðu aflamarksskip nýtt um 75% af aflaheimildum sínum í þorski. Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 86%. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessum helmingi fiskveiðiársins nam tæpum 117 þúsund tonnum. Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip nýtt rúm 68% ýsukvótans samanborið við 84% á fyrra ári. Í heildina hafa aflamarksbátar notað rúm 79% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við tæp 83% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar nýtt 73% af aflaheimildum í þorski

Á fyrra fiskveiðiári var hlutfallið 77,4%. Þorskafli hjá krókaaflamarksbátum var 27 þúsund tonn í ár en var 28 þúsund tonn á síðasta ári. Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er um sex þúsund tonn á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins og hafa þeir nýtt um 91% krókaaflamarksins í ýsu.

Í heildina hafa krókaafla­marksbátar notað um 70% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við 74,5% á fyrra ári.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...