Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Af fúkyrðunum þekkjast þau
Skoðun 8. apríl 2015

Af fúkyrðunum þekkjast þau

Nú hækkar sól á lofti og maður fer að komast í sólskinsskap. Samt er stundum dapurt að fylgjast með fúkyrðaflaumi og skítmokstri fólks á fésbókinni. 
 
Þar virðist ekki síst um að ræða mjög vanstillt fólk sem telur sig upplýstara en flesta aðra og setur sig gjarnan á háan stall og þykist langt yfir skítugan almenning hafið. Nóbelsverðlaunastíla þessa fólks mátti t.d. lesa eftir að opnuð var fésbókarsíða Bændablaðsins í vikunni. Sem dæmi þá varð þeim ágæta manni Hrafni Jökulssyni á að fara lofsamlegum orðum um Bændablaðið í „kommenti“ sínu um þessa síðu. Það var eins og við manninn mælt að flóðgáttir upplýsta fólksins opnuðust við skjall Hrafns og út vall óhroðagröfturinn eins og því fólki er öðrum betur lagið að matreiða. 
 
Þráinn Bertelsson skrifar: „Heiladauður áróður og ofsóknaræði gagnvart Evrópusambandinu gegnsýrir þetta blað sem ég las að staðaldri áður en það fór yfirum.“ – Já, kannski spurning um hver hefur farið yfir um?
 
Hin upplýsta fyrrv. þingkona Samfylkingarinnar, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík, setur inn fullyrðingu:  „Ríkisstyrktur áróður gegn ESB.“ Henni til upplýsingar þá er Bændablaðið rekið fyrir auglýsingatekjur en ekki með fjármunum úr ríkissjóði.  
 
Hinn mikli penni og fyrrv. DV-ritstjóri og frístundabóndinn Jónas Kristjánsson skrifar: „Allt á kostnað skattgreiðenda.“ Það vafðist samt ekki fyrir þessum frábærlega pennafæra manni að leita ásjár Bændablaðsins um árið. Þá þótti honum blaðið frábær vettvangur fyrir opnuumfjöllun enda þurfti hann þá á því að halda að kynna fínu hestabókina sína. 
 
Egill Helgason skrifar: „Leiðindablað.“ Egill, sem er eflaust einn upplýstasti maður þjóðarinnar, hefur samt ekkert farið dult með að hann lesi aldrei Bændablaðið. Hvernig veit hann þá að það sé leiðinlegt?
Það voru samt miklu fleiri sem skrifuðu jákvæðar athugasemdir um Bændablaðið. Þannig skrifaði m.a.  Ágústa Ósk Jónsdóttir: „Gömul bóndakona sendir þér þakkir, Hrafn. Alveg gengur yfir mig hvað fólk getur látið út úr sér ef minnst er á bændur. Og hvenær varð Bændablaðið gefið út á kostnað ríkisins? Sá má vera laginn að ljúga sem lætur menn trúa.“
 
Með kærri kveðju til velunnara Bændablaðsins sem og gagnrýnenda með ósk um að þið megið öll eiga gleðilega páska. 
Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...