Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalfundur Vinafélags Keldna
Líf og starf 24. maí 2018

Aðalfundur Vinafélags Keldna

Aðalfundur Vinafélags Keldna verður haldin í fundarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu í Reykjavík þriðjudaginn 29. maí næstkomandi.


Á fundinum verður sagt frá  því sem gert hefur verið og fyrirhugað varðandi uppbyggingu á Keldum og aðstöðu til móttöku ferðamanna.

Sagt verður frá og sýnt merkilegt skrín fyrir helga dóma (helgidómshúsi) í varðveislu Keldna, sem látið var til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn eftir ítrekuð fyrirmæli biskupsins yfir Íslandi árið 1823. Það er lánað hingað nú til sýningar.

Sagt verður frá leit að bústað manna e.t.v. landnámsbæ, sem nú er hulinn sandi á framtúni fyrir sunnan læk á Keldum og frá vinnu við leynigöngin á Keldum. Á Keldum mun hafa verið klaustur  um hríð.

Því má ætla að til umræðu komi Valþjófsstaðahurðin, sem e.t.v. var flutt þangað frá Keldum skv. tilgátu Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Þessi hurð kann í fyrstu að hafa verið hurð klaustursins á Keldum.

Félagið var stofnað 24. júní 2015 til að styðja við uppbyggingu gömlu húsanna á Keldum og endurreisn staðarins.

Allir eru velkomnir á fundinn
 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...