Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Að vekja upp draug
Á faglegum nótum 23. nóvember 2016

Að vekja upp draug

Höfundur: Vilmundur Hansen

Uppvakningar eru draugar sem vaktir eru upp af lifandi mönnum til að þjóna ákveðnum tilgangi, oftast til illverka. Ekki er því að undra að þeir séu bæði skapvondir og úrillir, þegar verið er að raska ró þeirra sem liggja í friði.

Ekki eru allir sammála um hvernig vekja skal draug en í þjóðsögum Jóns Árnasonar má finna eftirfarandi lýsingu. Fyrst skal þess að gætt að það sé gert að nóttu til, sem er milli föstudags og laugardags og það sé milli 18. og 19. eða 28. og 29. mánaðardags, það er sama í hvaða mánuði eða viku það er.

Særingarmaðurinn skal kvöldið áður hafa snúið faðirvorinu öfugt og skrifað það á blað eða skinn með keldusvínsfjöður úr blóði sínu sem hann tekur úr vinstra handlegg. Einnig skal hann rista rúnir á kefli. Fer hann svo með hvort tveggja út í kirkjugarð um miðnætti og gengur að því leiði sem hann hefur valið. Þykir ráð að velja fremur hin minni. Leggur hann keflið á leiðið og veltir því fram og aftur og þylur öfugt faðirvorið ásamt töfraformúlum. Þegar leiðið fer að ókyrrast, birtast ofsjónir á meðan draugurinn er að mjakast upp. Uppvakningar eru sárnauðugir að hreyfa sig og gengur þetta því seint fyrir sig. Draugurinn biður særingarmanninn að leyfa sér að liggja í friði, en ekki má særingarmaðurinn gefa undan né láta sér bregða við ofsjónirnar. Hann skal halda áfram við gjörninginn uns draugurinn er kominn hálfur upp.

Þegar draugurinn er kominn hálfur upp á að spyrja hann tveggja spurninga en ekki þriggja því þá hverfur draugurinn niður aftur, fyrir þrenningunni. Fyrsta spurningin er vanalega hver hann hafi verið í lífinu og sú seinni hversu hraustur hann sé. Ef draugurinn segist hafa verið meðalmaður eða meir er ráðlegt að hætta, því það liggur fyrir særingarmanni að takast á við drauginn. Draugar eru ákaflega sterkir og sagt er að þeir magnist um helming umfram það sem þeir voru í jarðlífinu. Þetta er ástæða þess að særingarmenn velja helst börn, tólf til fjórtán ára gömul, en ekki menn sem komnir eru undir þrítugt. Sé ákveðið að halda áfram, skal særa uns hann er allur kominn upp. Þegar draugar koma fyrst upp úr gröfum sínum vella öll vit þeirra, munnur og nasir, í froðuslefju og saur, heitir þetta náfroða. Froðu þessa á særingarmaðurinn að sleikja af draugnum. Síðan skal hann vekja sér blóð undan litlu tá á hægra fæti og vökva með því tungu draugsins. Nú hefjast slagsmálin við drauginn, menn eru ekki á einu máli um það hvor ræðst á hvern, draugurinn eða kuklarinn, en hafi draugurinn betur dregur hann særingarmanninn niður í gröfina með sér. Hafi særingarmaðurinn betur, er draugurinn skyldugur til að þjóna honum. Karlar sem vaktir eru upp nefnast Mórar en kvenmenn Skottur.

Þeir uppvakningar sem særðir eru upp áður en líkið nær að kólna, þykja rammastir og verstir viðureignar. Það verður einnig að sjá þeim fyrir mat, því þeir þurfa að nærast eins og lifandi menn. 

Skylt efni: Stekkur | Draugar

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...