Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Jónsson í Kálfsskinni á spjalli við Katrínu Úlfarsdóttur og Jóhann Ólaf Halldórs­son en þau tóku saman umfangsmikla mannanafnaskrá sem fylgir útgáfunni. Eins og af myndinni má ráða var hófið haldið á Iðnaðarsafninu á Akureyri.
Sveinn Jónsson í Kálfsskinni á spjalli við Katrínu Úlfarsdóttur og Jóhann Ólaf Halldórs­son en þau tóku saman umfangsmikla mannanafnaskrá sem fylgir útgáfunni. Eins og af myndinni má ráða var hófið haldið á Iðnaðarsafninu á Akureyri.
Mynd / Jakob Tryggvason
Líf og starf 12. ágúst 2019

Ábúendatal jarða rakið aftur á landnámsöld

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Út er komið verkið Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár,  Jarða- og ábúendatal. Frá elstu heim­ildum til ársloka 2000. Höfundur er Stefán Aðalsteinsson. Sögu­félag Eyfirðinga gefur út.
 
Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár er sex binda verk, 2.377 blaðsíður, þar af eru mannanafnaskrá og afskaplega fróðleg grein ritstjórans, Birgis Þórðarsonar, um hreppa, tæpar 240 blaðsíður. Skrána unnu Jóhann Ólafur Halldórsson og Katrín Úlfarsdóttir.
 
Sögufélagið tók stórvirki Stefáns að sér
 
Útgáfan á sér langan aðdraganda. Stefán hóf að leggja drög að verkinu um 1950 en varð bráðkvaddur í janúar 1975 og átti enn töluvert í land með að leggja lokahönd á ábúendatalið. Síðla árs 2002 tók Sögufélagið að sér stórvirki Stefáns, skipaði ritnefnd sem næstu árin vann að því hörðum höndum að búa Eyfirðinga til prentunar. Birgir Þórðarson á Öngulsstöðum var í formennsku nefndarinnar og hafði sér til fulltingis Kristján Sigfússon á Ytra-Hóli, Bernharð Haraldsson og Hauk Ágústsson en þeir tveir höfðu þá nýlega hætt störfum við Verkmenntaskólann á Akureyri, Bernharð sem skólameistari en Haukur sem kennslustjóri í fjarkennslu.
 
Það má með sanni segja að Eyfirðingar framan Glerár og Varðgjár sé sérstætt verk, jafnvel einstakt í sinni röð. Rakið er ábúendatal jarða aftur á landnámsöld, slitrótt reyndar og ekki allra, en  nokkuð samfellt frá 1703. 
 
En Eyfirðingar framan Glerár og Varð­gjár er ekki þurr upptalning nafna og ártala, því fer fjarri. Víða segir Stefán sögur af ábúendum – jafnvel kjaftasögur – hann er stundum hikandi við að birta lýsingar presta á sóknarbörnum og veltir fyrir sér fjöllyndi eyfirskra bænda.
 

4 myndir:

Skylt efni: ábúendatal | Eyjafjörður

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...