Frá aðalkeppnissalnum í Rimaskóla.
Frá aðalkeppnissalnum í Rimaskóla.
Líf og starf 16. desember 2025

KR-ingar efstir

Höfundur: Gauti Páll Jónsson gauti.pj@hotmail.com

Íslandsmót skákfélaga fór fram á dögunum í Rimaskóla.

Mótið er einhver fjölmennasti skákviðburður landsins ár hvert, en keppendur eru á fjórða hundrað. Teflt er í fimm deildum, frá fjórðu til fyrstu, og þar fyrir ofan er úrvalsdeild. Staðan er þannig í úrvalsdeildinni, að skákdeild KR trónir á toppnum með níu liðsstig, vann fjórar viðureignir og gerði jafntefli í einni. KR-ingar hafa Evrópumeistarann fyrrverandi Anton Demchenko á fyrsta borði!

Mótinu er stundum líkt við ættarmót, þarna kemur saman skákfjölskyldan tvisvar á ári (seinni hluti mótsins er á vorin) og menn tefla fyrir sín félög og reyna að hækka um deild, forðast fall, eða þá sigla lygnan sjó. Stundum gerast undur og stórmerki í félagaskiptaglugganum vikurnar fyrir mót, félög styrkja sig, menn lánaðir tímabundið, menn snúa aftur heim í uppeldisfélagið en þrátt fyrir þessar hrókeringar er alltaf góð stemning á skákstað. Sum félög stilla upp erlendum leikmönnum, aðallega í úrvalsdeild, og nú er svo komið að það virðist vera nauðsynlegt til að geta keppt þar. Greinarhöfundur hefur tekið þátt í umræðum undanfarið um þann fjölda erlendra leikmanna (sem ekki eru búsettir hér á landi) sem eru leyfðir. Nú eru það fjórir af átta, eða helmingur liðsins. Augljósu ástæður þess að það er gagnrýnt, er hve kostnaðarsamt það er fyrir félögin. Í þeim tilvikum sem erlendum keppendum er stillt upp á efstu borðum, eiga þeir það til að tefla hver við annan á kostnað félaganna. Er því fé vel varið?

Aðrar ástæður tengjast því kannski frekar, hvert stefnt er með mótið og á hvaða forsendum og fyrir hverja það sé haldið. Mér finnst mótið varla vera Íslandsmót þegar það er hægt að vinna það með erlendu liði upp að fimmtíu prósentunum.

Mín skoðun er að tveir erlendir keppendur af átta ættu að vera viðmiðið í úrvalsdeildinni. Þá yrði það nauðsynlegt að vera með öflugt heimavarnarlið en einnig sveigjanleika til að styrkja liðið töluvert. Fleiri hugmyndir eru til umræðu um breytingar á mótinu, en kannski er einmitt sniðugt að breyta því regulega til að keppnin staðni ekki og haldi áfram að vera skemmtileg og spennandi.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Ekki gripið í tómt
Líf og starf 16. desember 2025

Ekki gripið í tómt

Jarðtengd norðurljós eftir Þórarin Eldjárn inniheldur tvær bækur, Frumbók og Nát...

KR-ingar efstir
Líf og starf 16. desember 2025

KR-ingar efstir

Íslandsmót skákfélaga fór fram á dögunum í Rimaskóla.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f