Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á verð á greiðslumarki að vera hærra en 100 krónur á lítra
Lesendabásinn 20. ágúst 2014

Á verð á greiðslumarki að vera hærra en 100 krónur á lítra

Höfundur: Jón Þór Helgason - burekstur.blog.is

Fyrir nokkru skrifaði ég grein þar sem ég sagði að verð á mjólkurkvóta ætti að vera undir 100 krónum. Þetta hreyfði við lesendum og óskuðu þeir eftir forsendum fyrir þessum fullyrðingum.

Kvótaverðið síðustu ár hefur ekki miðast við rekstur búanna sem á að styrkja heldur hefur kvótaverðið fengið sjálfstætt líf óháð rekstrarafkomu. Menn treysta því að eftir að búið er að kaupa kvótann haldi hann verðgildi sínu. Með þeirri aðferð er hægt að horfa á kvótann sem fjárfestingu sem heldur sér og þannig réttlætt verðið. Bankar hafa ýtt undir þessa trú með því að lána mönnum fyrir kvótakaupum til 30 ára en ekki til 2-5 ára eins og eðlilegt væri.

Á vef Hagstofunnar má sjá upplýsingar um afkomu búa. Nýjustu tölurnar eru frá 2012. Þessar tölur eru byggðar á búreikningum 132 búa. Til einföldunar eru inni í tekjum búanna tekjur af annarri starfsemi, og auðvitað kostnaður. Að auki eru bændur á stærri búum að reikna sér hærri laun en það eitt breytir ekki útkomunni. Því er útkoma útreikninga heldur betri í þessari greiningu minni en hún er í raun. Búin sem ég skoða eru skilgreind sem kúabú.
Skv. þessu á meðalbúið 91% af beingreiðslunum eftir þegar búið er að greiða allan kostnað og laun. Þá á eftir að greiða vexti og afborganir lána. Stærðarhagkvæmni skilar sér enda sést það á þessum tölum að það verður meira eftir af beingreiðslum að meðaltali eftir því sem búin eru stærri. Stærstu búin eiga allar beingreiðslurnar inni og meira til (110% og 103%). Vaxtagreiðslur búanna hækka eftir því sem þau stækka og í samræmi við vextina hækka afborganir lána þannig að miðað við að lánin séu greidd til baka á 25 árum eru stærstu búin með minna eftir til endurfjárfestinga í krónutölu en önnur bú. Það getur ekki gengið upp, þar sem endurnýjun á vélum og öðrum varanlegum rekstarfjármunum eykst eftir því sem eignir búanna eru meiri og þau stærri.

Ályktunin sem ég dreg af þessu er sú að það þeir sem hafa verið að stækka búin sín undanfarin ár hafa í raun verið að tapa á því. Stærstu búin hafa ekki getu til að bæta við sig framleiðslu nema að framleiða fyrir utan kvóta. Þau einfaldlega þola ekki frekari skuldsetningu. Fjármagnskostnaður og kvótaverð koma í veg fyrir að stækkun á búum sé hagkvæm. Öll bú geta bætt afkomu sína með því að framleiða umfram kvóta, þar sem framleiðslukostnaður utan laun er lægri en afurðarstöðvarverð. Stór bú hafa því ekki svigrúm til að kaupa kvóta, og þau hagnast ekki á að kaupa kvóta nema verðið á kvótanum sé mjög lágt og það borgi sig upp á 2-4 árum á beingreiðslum. Þau mega alls ekki fjárfesta til að stækka reksturinn. Sé kvótaverð 100 krónur eru beingreiðslurnar um 3 ár að greiða upp kaupverðið.

Upplýsingar um afkomu kúabúa. Tölur í þúsundum.Annað gildir um bú sem eru undir 261 þúsund lítrum. Þau bú standa ekki undir sér nema að nota hluta af beingreiðslum til að borga rekstarkostnað og laun, að undanteknum búum sem eru með kvóta upp á 191-209 þúsund lítra. Vissulega hagnast þessir aðilar á að framleiða mjólk utan kvóta að því gefnu að laun verði óbreytt. Þá borgar sig að framleiða utan kvóta án fjárfestinga. En það borgar sig ekki að kaupa greiðslumark nema það borgi sig hratt upp og laun verði ekki hækkuð. Það er enginn tilgangur í að kaupa kvóta og stækka bú nema að bændur geti hækkað laun sín í leiðinni – eða hvað? Þessi bú bera heldur ekki hátt kvótaverð, því að þau í raun tapa á því að stækka þar sem greiðslumarkið er of dýrt.

Bankarnir reiknuðu kvótakaupin sem einstaka fjárfestingu og horfðu bara á beingreiðslurnar. Vissulega fundu menn fyrir jákvæðum áhrifum í rekstrinum ef þeir settu kvótakaupin í 20-30 ára lán en þá sitja þeir líka uppi með lánin langt inn í framtíðina og verðmæti kvótans löngu farið. Þeir treystu á að kvótaverð héldist hátt um ókomin ár og að landverð hækkaði. Bændur tóku lán til 30 ára til kvótakaupa í kerfi sem enginn veit hvernig verður eftir nokkur ár. Myndi einhver vilja taka lán til 40 ára til að kaupa sér jeppa?

Það sem ég er að benda á að það getur ekki gengið að hafa kvótaverð það hátt að bóndinn tapi á að framleiða mjólk upp í kvótann eins og raunin virðist vegna hárra vaxta og dýrra fjárfestinga í fasteignum, tækjum og greiðslumarki. Í framhaldi af þessari greiningu má spyrja: Hvers vegna ætti kvótaverð að vera hærra en 100 krónur á lítrann?

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...