Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
15 sinnum líklegra að smitast af kampýlóbakter á ferðalögum erlendis en hér á landi
Fréttir 20. mars 2019

15 sinnum líklegra að smitast af kampýlóbakter á ferðalögum erlendis en hér á landi

Höfundur: Ritstjórn

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýkla- og veirufræði við Læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum, sagði frá því á ráðstefnu um sérstöðu íslensks landbúnaðar að nýgengi kampýlóbaktersýkinga í mönnum á Íslandi væri það minnsta sem þekktist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Kampýlóbakter er ein algengasta orsök niðurgangs í heiminum í dag og getur í verstu tilfellum valdið ristilbólgum og blóðugum niðurgangi og örsjaldan öndunarlömun.

Karl sýndi súlurit sem sýndi nýgengi kampýlóbakter hér á landi. Samanburður á uppruna sýkinga sýndi að líkurnar á kampýlóbaktersmiti á ferðalögum erlendis eru 15 sinnum meiri en að menn smitist við neyslu mengaðra matvæla hér á landi.


Kampýlóbaktersmit á Íslandi á árunum 1990-2018. Grænu súlurnar sýna smit vegna ferðalaga erlendis en þær rauðu smit innanlands. Hvítar súlur tákna að uppruni er óþekktur. Mynd: Glæra tekin saman af dr. Ruff Lowman, byggt á gögnum frá Landspítalanum.

Flest lönd í Evrópu fylgjast ekki með kampýlóbakter í kjöti en rannsóknir hafa sýnt að kjúklingur í stórmörkuðum á meginlandinu er að miklu leyti smitaður af kampýlóbakter. Sýndi Karl tölur úr mælingum í stórmörkuðum víða um Evrópu, m.a. í Austurríki þar sem 57% kjúklings var smitaður, 32% í Ungverjalandi, 68% í Bretlandi og á bilinu 23-68% á Spáni. Á Íslandi hefur nýgengi kampýlóbakter í kjúklingakjöti mælst niður í 0%. Hér á landi er í gildi frystiskylda á kampýlóbaktersmituðum kjúklingi en frystingin drepur bakteríuna að langmestu leyti.

Myndin sýnir að líkur á að smitast erlendis á ferðalögum (rauðu súlurnar) eru á bilinu 210-325 tilfelli per 100.000 lífár en 8-23 á Íslandi (bláu súlurnar). Það er um fimmtánfaldur munur. Mynd/Skjáskot úr erindi Karls, glæra tekin saman af dr. Ruff Lowman.

Fyrirlestur Karls er aðgengilegur í heild sinni hér.
 

 

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...