Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
15 sinnum líklegra að smitast af kampýlóbakter á ferðalögum erlendis en hér á landi
Fréttir 20. mars 2019

15 sinnum líklegra að smitast af kampýlóbakter á ferðalögum erlendis en hér á landi

Höfundur: Ritstjórn

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýkla- og veirufræði við Læknadeild HÍ og yfirlæknir á Landspítalanum, sagði frá því á ráðstefnu um sérstöðu íslensks landbúnaðar að nýgengi kampýlóbaktersýkinga í mönnum á Íslandi væri það minnsta sem þekktist í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Kampýlóbakter er ein algengasta orsök niðurgangs í heiminum í dag og getur í verstu tilfellum valdið ristilbólgum og blóðugum niðurgangi og örsjaldan öndunarlömun.

Karl sýndi súlurit sem sýndi nýgengi kampýlóbakter hér á landi. Samanburður á uppruna sýkinga sýndi að líkurnar á kampýlóbaktersmiti á ferðalögum erlendis eru 15 sinnum meiri en að menn smitist við neyslu mengaðra matvæla hér á landi.


Kampýlóbaktersmit á Íslandi á árunum 1990-2018. Grænu súlurnar sýna smit vegna ferðalaga erlendis en þær rauðu smit innanlands. Hvítar súlur tákna að uppruni er óþekktur. Mynd: Glæra tekin saman af dr. Ruff Lowman, byggt á gögnum frá Landspítalanum.

Flest lönd í Evrópu fylgjast ekki með kampýlóbakter í kjöti en rannsóknir hafa sýnt að kjúklingur í stórmörkuðum á meginlandinu er að miklu leyti smitaður af kampýlóbakter. Sýndi Karl tölur úr mælingum í stórmörkuðum víða um Evrópu, m.a. í Austurríki þar sem 57% kjúklings var smitaður, 32% í Ungverjalandi, 68% í Bretlandi og á bilinu 23-68% á Spáni. Á Íslandi hefur nýgengi kampýlóbakter í kjúklingakjöti mælst niður í 0%. Hér á landi er í gildi frystiskylda á kampýlóbaktersmituðum kjúklingi en frystingin drepur bakteríuna að langmestu leyti.

Myndin sýnir að líkur á að smitast erlendis á ferðalögum (rauðu súlurnar) eru á bilinu 210-325 tilfelli per 100.000 lífár en 8-23 á Íslandi (bláu súlurnar). Það er um fimmtánfaldur munur. Mynd/Skjáskot úr erindi Karls, glæra tekin saman af dr. Ruff Lowman.

Fyrirlestur Karls er aðgengilegur í heild sinni hér.
 

 

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi