Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“
Fréttir 30. mars 2017

„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sjötti þáttur „Spjallað við bændur“ er kominn í loftið. Að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir í Háholti í Gnúpverjahreppi sóttir heim, þau Bryndís Eva Óskarsdóttir og Bjarni Másson. Þau byrjuðu smátt með um 200 fjár en árið 2008 breyttu þau gömlum svínahúsum í fjárhús og juku við bústofninn. Árið 2012 tóku þau hlöðuna undir sauðfé og eru nú með rúmlega 400 fjár á fóðrum. Auk sauðfjárræktarinnar reka þau Bryndís Eva og Bjarni verktakafyrirtækið „Búið og gert ehf.“ sem vinnur öll möguleg verkefni fyrir bændur í sveitinni og aðra aðila.  

Bjarni bóndi segir það mikilvægt að sauðfjárræktin búi við stöðugleika svo hægt sé að halda þeirri framleiðslu sem er í dag. „Þannig getum við vaxið sem atvinnugrein, við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga. Við þurfum að koma kjötinu inn á góða markaði og leggjast á eitt um það, hvort sem við heitum sláturleyfishafar, bændur eða erum í störfum fyrir Markaðsráð kindakjöts eða Landssamtök sauðfjárbænda. Það vil ég meina að sé okkar stóra verkefni í dag.“

Þættirnir „Spjallað við bændur“ eru unnir af kvikmyndafyrirtækinu Beit fyrir Bændablaðið. Þeir eru aðgengilegir á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, og einnig eru þeir sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Horfa á þáttinn

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund

Tími haustlaukanna
29. ágúst 2014

Tími haustlaukanna

Siggi Dan gegn Sævari
4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Metinnflutningur á nautakjöti í júlí
12. september 2024

Metinnflutningur á nautakjöti í júlí

Fjár- og stóðréttir 2023
24. ágúst 2023

Fjár- og stóðréttir 2023