Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“
Fréttir 30. mars 2017

„Við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga“

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sjötti þáttur „Spjallað við bændur“ er kominn í loftið. Að þessu sinni eru sauðfjárbændurnir í Háholti í Gnúpverjahreppi sóttir heim, þau Bryndís Eva Óskarsdóttir og Bjarni Másson. Þau byrjuðu smátt með um 200 fjár en árið 2008 breyttu þau gömlum svínahúsum í fjárhús og juku við bústofninn. Árið 2012 tóku þau hlöðuna undir sauðfé og eru nú með rúmlega 400 fjár á fóðrum. Auk sauðfjárræktarinnar reka þau Bryndís Eva og Bjarni verktakafyrirtækið „Búið og gert ehf.“ sem vinnur öll möguleg verkefni fyrir bændur í sveitinni og aðra aðila.  

Bjarni bóndi segir það mikilvægt að sauðfjárræktin búi við stöðugleika svo hægt sé að halda þeirri framleiðslu sem er í dag. „Þannig getum við vaxið sem atvinnugrein, við vöxum ekki með því að vera alltaf að fækka og fjölga. Við þurfum að koma kjötinu inn á góða markaði og leggjast á eitt um það, hvort sem við heitum sláturleyfishafar, bændur eða erum í störfum fyrir Markaðsráð kindakjöts eða Landssamtök sauðfjárbænda. Það vil ég meina að sé okkar stóra verkefni í dag.“

Þættirnir „Spjallað við bændur“ eru unnir af kvikmyndafyrirtækinu Beit fyrir Bændablaðið. Þeir eru aðgengilegir á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, og einnig eru þeir sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Horfa á þáttinn

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...