Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brynja hefur komið sér upp góðri vinnuaðstöðu við heimili sitt á Selfossi þar sem hún stoppar fjölbreytt úrval af dýrum, hrútshausarnir eru t.d. mjög vinsælir um þessar mundir.
Brynja hefur komið sér upp góðri vinnuaðstöðu við heimili sitt á Selfossi þar sem hún stoppar fjölbreytt úrval af dýrum, hrútshausarnir eru t.d. mjög vinsælir um þessar mundir.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fólk 5. desember 2018

„Mín æviköllun er að vinna að varðveislu íslenskra fuglategunda“

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Frá því að ég var 6 ára vissi ég að ég mundi vinna við uppstoppun þegar ég yrði stór,“ segir Brynja Davíðsdóttir, hamskeri á Selfossi, sem hefur unnið til fjölda verðlauna í sínu fagi. 
 
„Ég lærði í bernsku að taka eftir fuglum og njóta þeirra, kunni nöfnin, hljóðin og hvernig þeir höguðu sér. Þá voru uppstoppaðir fuglar á mörgum heimilum og við létum stoppa upp þó nokkra sem urðu á vegi okkar. Eins vandist ég því að af sumum voru fuglar og dýr veidd til matar. Ég fylgdist grannt með gangi lífsins og hafði strax mínar hugmyndir um nýtingu á nýdauðum fuglum, mér fannst nánast óhugsandi sóun að henda því sem féll til, hvort sem voru fuglar sem flugu á rúður eða hamur fugla sem voru veiddir og nýttir til matar, skjannahvítar rjúpur og litfagrir lundar.“
 
Vildi vernda hami dauðra fugla
 
„Þetta þurfti náttúrlega að stoppa upp, það var ekki nógu gott að henda þessum fallegu dýrum eða grafa þau í blómabeðinu. Ég ætlaði að sjá til þess að hamirnir mundu ekki tapast og að fólk fengi að njóta þeirra og læra af þeim. Hvernig hefði maður annars tekið eftir því að steindepillinn hefði eins konar veiðihár, ef maður gæti ekki grandskoðað hann?“ bætir Brynja við sem er alin upp á Laugarvatni.
 
Lærði uppstoppun í Skotlandi
 
Brynja lærði að stoppa upp fugla í Skotlandi, landi móðurafa síns, sem hana hafði lengi dreymt um að kynnast. Hún fékk styrk frá menntamálaráðuneytinu til þess að læra fagið við varðveislu og uppsetningu fugla. 
 
„Með hjálp foreldra minna og örlátra ókunnugra hamskera í Bretlandi var ég, 18 ára, komin í ríkisstyrkt tveggja ára starfsnám í Skotlandi og Englandi, sem stóð yfir óslitið frá september 1994 til nóvember 1996. Síðan þá hef ég unnið við uppstoppun sem hliðargrein, tekið einkanámskeið og stundað aðra símenntun í faginu jafnhliða því að dúxa í  meistaranámi í náttúru- og umhverfisfræðum frá Hvanneyri og vinna ýmis krefjandi og fjölbreytt störf, fyrir sveitarfélög og ríkisstofnanir á sviði náttúru og menningar. Draumurinn hefur þó ekki ræst, að Náttúruminjasafn Íslands hafi haft mikla þörf á hamskera á þessum 24 árum frá því að ég stefndi utan fyrst,“ segir Brynja.
 
Sérhæfir sig í fuglum
 
Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa upp fugla en hún hefur þó stoppað upp eina og eina tófu inn á milli, og í sívaxandi mæli hrútshausa. „Fuglarnir eru skemmtilegastir fyrir mér og ég fékk einstaka tilsögn í þeirri grein í náminu, vaðfuglar, spörfuglar, krían og smyrillinn  eru þær fuglategundir sem virðast hvað oftast rata til mín. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna verkefni fyrir almenning, allir hafa sína sögu að segja sem tengist gripnum og mun fylgja honum áfram. 
 
Stundum eru það börn sem finna fugla og koma með allri fjölskyldunni til mín með fuglinn í uppstoppun og stundum koma foreldrar eða afar með börnin að skoða hvað sé að gerast á vinnustofu hamskera og sækja sér einn fugl í leiðinni. Mér finnst þetta mikilvægasta atriðið, að mennta börn um lífríkið okkar. 
Hrútshausarnir eru aftur á móti skemmtilegar áskoranir og mjög krefjandi verkefni, oft og tíðum stressandi þar sem væntingar eigendanna eru miklar.“
 
Fjölmörg verðlaun
 
Þegar Brynja er spurð út í öll þau verðlaun sem hún hefur unnið í faginu segir hún: 
„Já, í námi mínu í Bretlandi var strax haft orð á því hvað ég var heppin með það hvað ég lærði hratt og tók vel eftir, ég varð strax mjög efnileg og vann til ýmissa verðlauna, þar á meðal „Best of Show“ á ársfundi breskra hamskera árið 1996.
 
Það er ekki nóg að leggja hart að sér inni á vinnustofu, þetta er eins og með flest annað, ef þú vilt ná árangri þarftu að fá gagnrýni frá þeim sem eru færari og þekkja betur til en þú, og mikilvægt er að hafa keppnisanda til að stefna að því að gera betur. Þess vegna hef ég reynt að taka þátt í alþjóðlegum samkeppnum öðru hvoru, Evrópumeistaramótum og heimsmeistaramótum. Ég hef iðulega staðið mig vel og unnið fjölda viðurkenninga í gegnum tíðina. Standardinn er hár og hækkar ár frá ári á þessum mótum og þátttakendum fjölgar, sérstaklega í fugladeildinni.“ 
 
Vann silfur og brons á Evrópumeistaramóti
 
Ég vann önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar 2018 fyrir heiðlóuunga og sandlóu. Það er nauðsynlegt að halda sér við í svona handverki, en ég hef unnið við allt annað til að hafa í mig og á svo að uppstoppun hefur aðeins verið unnin þegar tími gefst til. Nú hef ég loksins komið mér upp aðstöðu heima og vil gefa mig að þessu af meiri alvöru, koma upp safni mjög vandaðra verka og sjá til hvert það leiðir.“
 
Áhugasamir geta haft beint samband við hana í síma 844-7633 eða á Facebook undir nafninu Brynja hamskeri vilji það fá hana til að stoppa upp fyrir sig. 
 
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...