Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Hey Iceland“ er nýtt vörumerki Ferðaþjónustu bænda
Fréttir 30. september 2016

„Hey Iceland“ er nýtt vörumerki Ferðaþjónustu bænda

„Hey Iceland“ er nafn á nýju vörumerki Ferðaþjónustu bænda sem kemur í stað vörumerkisins Icelandic Farm Holidays sem félagið hefur fram til þessa notað í sölu- og markaðsstarfi erlendis.

Í tilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda ehf. segir að nýja vörumerkið Hey Iceland sé afrakstur viðamikillar stefnumótunar undanfarin misseri. Það hafi lengi verið vísbendingar uppi um að eldra heiti fyrirtækisins gæfi ekki raunsanna mynd af þeirri fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem fyrirtækið býður upp á.

Nýtt vörumerki gamalgróins fyrirtækis
„Hey Iceland er nýtt vörumerki trausts og gamalgróins fyrirtækis sem býr yfir fjölþættri reynslu og þekkingu á ferðamálum. Ferðaþjónusta bænda var stofnuð af íslenskum bændum árið 1980. Forsagan nær þó allt aftur til ársins 1965 þegar Flugfélag Íslands tók að bjóða erlendum ferðamönnum að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. Fyrstu árin gátu menn aðeins valið milli þeirra fimm bæja sem í boði voru. Þjónustan mæltist hins vegar strax vel fyrir og fyrsta árið voru gistinæturnar alls 330 - eða 66 nætur að meðaltali á hvern bæ. Árið 1971 voru gistinæturnar orðnar 550 en skiptust þá niður á 11 bæi. Framan af stóð þessi þjónusta aðeins útlendingum til boða og má til gamans geta þess að á bænum Fljótstungu í Hvítársíðu gisti fyrsti Íslendingurinn árið 1976. Eftir það varð hins vegar ekki aftur snúið og þremur árum seinna dvöldu þar íslensk hjón í heila viku!

Síðan hefur mikið breyst. Ekki aðeins hefur fjöldi ferðamanna aukist gríðarlega heldur hefur starfsemi ferðaþjónustubænda tekið miklum stakkaskiptum. Sveitabæirnir eru ekki lengur fimm talsins heldur rúmlega 170 og 60% af þeim sinna nú nær eingöngu ferðaþjónustu; selja gistingu og bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir einstaklinga jafnt sem hópa. Með hliðsjón af öllu framansögðu þótti tímabært að endurskoða einnig vörumerki félagsins, gera það einfaldara, alþjóðlegra og betur í takt við starfsemina,“ segir í tilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda ehf. Um tilurð nýja vörumerkisins segir:

„Hey er orð sem vísar til sveita landsins og sögu félagsins. Hey er líka vingjarnlegt ávarp og afar viðeigandi alþjóðleg kveðja; yljar öllum um hjartarætur og býður ferðamenn velkomna.“

Leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu í 25 ár
Ferðaþjónustubændur bjóða mikið úrval af gistingu allt í kringum Ísland með yfir 180 gististaði af ýmsu tagi, en þar má finna bændagistingu, bústaði, svefnpokagistingu og sveitahótel. Einnig er boðið upp á afþreyingu við allra hæfi sem hægt er að sækja hjá gististöðum og öðrum aðilum víða um land.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...