Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 30. janúar 2017

„Fórum yfir nokkur atriði búvörusamninganna“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að á fundi hennar með forsvarsmönnum BÍ fyrir skömmu hefði verið farið yfir nokkur atriði sem lúta að búvörusamningum og landbúnaði almennt. Auk þess sem fundinum hafi verið ætlað efla samskiptin Bændasamtakanna og nýs landbúnaðarráðherra.

Endurskoðunarnefndin endurskoðuð

„Sindri og Sigurður voru meðal annars að spyrjast fyrir um nefndina sem ætlað er að endurskoða búvörusamningana og hvernig ég hef hugsað mér að hana. Hvernig endurskoðun varðandi tollkvóta verður háttað og hvernig á að endurskoða mál mjólkuriðnaðarins og samkeppnislög.

Ég sagði þeim að ég ætlaði að endurskipa eða endurraða í endurskoðunarnefnd. Ég er ekki enn búin að ákveða hvort nefndin verði skipuð öll að nýju eða hvort ég tek út þá fulltrúa sem voru skipaðir af síðasta ráðherra og skipa nýja í þeirra stað.“

Fyrirkomulag tollkvóta skoðað

„Endurskoðun á fyrirkomulagi tollkvóta er annað verkefni sem verður að skoða að mínu mati í ljósi þess að tollkvótarnir munu aukast mikið á næstunni. Ég tel að fyrirkomulag tollkvótanna eins og þeir eru í dag muni ekki nýtast neytendum sem skyldi eftir að þeir verða auknir.“

Þorgerður segir að áður en nokkuð verði ákveðið með breytingar á tollkvótunum ætli hún að bíða eftir samþykkt Evrópusambandsins um málið sem væntanlega liggur fyrir í vor.

Samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins

„Hvað mjólkuriðnaðinn og samkeppnislög varðar sagði ég Sindra og Sigurði að eitt af því sem ég ætlaði mér að gera væri að láta skoða samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim málum enn sem komið er,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...