Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 30. janúar 2017

„Fórum yfir nokkur atriði búvörusamninganna“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að á fundi hennar með forsvarsmönnum BÍ fyrir skömmu hefði verið farið yfir nokkur atriði sem lúta að búvörusamningum og landbúnaði almennt. Auk þess sem fundinum hafi verið ætlað efla samskiptin Bændasamtakanna og nýs landbúnaðarráðherra.

Endurskoðunarnefndin endurskoðuð

„Sindri og Sigurður voru meðal annars að spyrjast fyrir um nefndina sem ætlað er að endurskoða búvörusamningana og hvernig ég hef hugsað mér að hana. Hvernig endurskoðun varðandi tollkvóta verður háttað og hvernig á að endurskoða mál mjólkuriðnaðarins og samkeppnislög.

Ég sagði þeim að ég ætlaði að endurskipa eða endurraða í endurskoðunarnefnd. Ég er ekki enn búin að ákveða hvort nefndin verði skipuð öll að nýju eða hvort ég tek út þá fulltrúa sem voru skipaðir af síðasta ráðherra og skipa nýja í þeirra stað.“

Fyrirkomulag tollkvóta skoðað

„Endurskoðun á fyrirkomulagi tollkvóta er annað verkefni sem verður að skoða að mínu mati í ljósi þess að tollkvótarnir munu aukast mikið á næstunni. Ég tel að fyrirkomulag tollkvótanna eins og þeir eru í dag muni ekki nýtast neytendum sem skyldi eftir að þeir verða auknir.“

Þorgerður segir að áður en nokkuð verði ákveðið með breytingar á tollkvótunum ætli hún að bíða eftir samþykkt Evrópusambandsins um málið sem væntanlega liggur fyrir í vor.

Samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins

„Hvað mjólkuriðnaðinn og samkeppnislög varðar sagði ég Sindra og Sigurði að eitt af því sem ég ætlaði mér að gera væri að láta skoða samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim málum enn sem komið er,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...