Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
140 básar eru í fjósinu, 120 fyrir mjólkandi kýr og 20 fyrir geldneyti.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. mars 2019

Nýtt og glæsilegt 200 milljóna króna fjós á Spóastöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega var tekið í notkun nýtt, glæsilegt og fullkomið fjós á bænum Spóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Fjósið er um 1550 fermetrar að stærð með 140 básum. Það tók aðeins sjö og hálfan mánuð að byggja fjósið. 

Það eru bræðurnir á Spóastöðum og foreldrar þeirra sem byggðu fjósið en það eru þeir Þórarinn og Ingvi Þorfinnssynir, eiginkona Þórarins er Hildur María Hilmarsdóttir og foreldrarnir eru þau Þorfinnur Þórarinsson og Ásta Jóhannesdóttir. 

Um er að ræða stálgrindarhús frá Landstólpa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þaðan komu innréttingarnar líka. Pálmatré sá um steypuvinnuna, Jötunn um fóðurkerfið og mjaltaþjónarnir tveir koma frá VB landbúnaði. „Við erum í skýjunum með nýja fjósið og mér sýnist kýrnar vera það líka, þær eru allavega mjög ánægðar og láta fara vel um sig í öllu þessu plássi sem þær  hafa. Við erum að læra á tæknina og allar græjurnar sem fylgja svona fjósi en það kemur vonandi fljótt,“ segir Þórarinn. Stefnt er að því að hafa opið hús í fjósinu fyrir sveitunga og aðra áhugasama með vorinu. 

Bræðurnir Ingvi og Þórarinn Þorfinnssynir eru í skýjunum með nýja fjósið, tæknina og allan aðbúnað fyrir gripina í því.

6 myndir:

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.