Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður kvaddur eftir 53 ára starf hjá MS. Talið frá vinstri: Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, Sigurður Rúnar og svo Pálmi Vilhjálmsson, aðstoðarforstjóri MS.
Sigurður kvaddur eftir 53 ára starf hjá MS. Talið frá vinstri: Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, Sigurður Rúnar og svo Pálmi Vilhjálmsson, aðstoðarforstjóri MS.
Mynd / MS
Líf og starf 11. júní 2020

Lætur af störfum eftir 53 ár hjá Mjólkursamsölunni

Höfundur: SGM/HKr.

Sigurður Rúnar Friðjónsson hóf fyrst störf hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal árið 1964, þá 13 ára gamall, við framleiðslu á kaseini sem sumarstarfsmaður og komst á samning þar 1967.

Eftir nám í Dalum mejeriskole, þaðan sem hann útskrifaðist sem mjólkurtæknifræðingur árið 1971, starfaði hann við framleiðslu, vöruþróun og verkstjórn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík til 1977. Þá  tók hann við starfi mjólkurbústjóra hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Þar starfaði hann til 2006 auk þess sem hann tók þótt í sameiningum í mjólkuriðnaðinum. Þannig var hann bústjóri Mjólkursamlags Vestur-Barðstrendinga 1993–1999, MS Hvammstanga 1999–2002 og MS Ísafjarðar september 2002 , til 31. desember 2006. Meðfram þessum störfum var hann einnig oddviti Dalabyggðar 1986–1998 og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1991–1995.

Ari Edward, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Sigurður Rúnar Friðjónsson.

Sigurður fluttist svo til Akureyrar árið 2007 þar sem hann tók við sem mjólkurbústjóri á Akureyri og Egilsstöðum. Árið 2012, eftir 30 ára störf sem farsæll mjólkurbústjóri, færði hann sig yfir í vöruþróun hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík þar sem hann starfaði til 2020.

Sigurður hefur á starfsævi sinni komið nálægt vöruþróun af mörgum af helstu mjólkurvörum Íslendinga, þar á meðal Kókómjólk, sýrðan rjóma, mygluostaframleiðslu á borð við Brie og Dalayrju og LGG.
Sigurður hefur margoft komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla. Sem dæmi var í Morgunblaðinu þann 7. júlí 1984 mikil grein um 20 ára afmæli Mjólkursamlags Búðardals þar sem Sigurður var við stjórnvölinn.
Í Tímanum 28. október 1988 var greint frá opnun Ostabúðarinnar í Kringlunni sem rekin var af Osta- og smjörsölunni sf.

Í forsíðufrétt Bændablaðsins 19. maí 1998 er greint frá „nýja mjólkurdrykknum LGG+“ sem hafði þá slegið í gegn hjá neytendum og er enn í framleiðslu. Mjólkursamlagið í Búðardal framleiddi drykkinn og var eftirspurn meiri en svo að það tækist að anna henni.

Í Morgunblaðinu þann 8. febrúar 1997 var greint frá því er íslenskir sauðaostar frá Mjólkursamlaginu í Búðardal voru settir á markað.

Í Bændablaðinu 10. maí 2005 var greint frá sameiningu MS og Mjólkurbús Flóamanna, MBF, þar sem Sigurður var einn af lykilmönnum í sameinuðu félagi. Þannig hefur Sigurður víða komið við sögu við þróun íslensks mjólkuriðnaðar á sínum langa starfsferli.
         

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...