Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður kvaddur eftir 53 ára starf hjá MS. Talið frá vinstri: Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, Sigurður Rúnar og svo Pálmi Vilhjálmsson, aðstoðarforstjóri MS.
Sigurður kvaddur eftir 53 ára starf hjá MS. Talið frá vinstri: Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, Sigurður Rúnar og svo Pálmi Vilhjálmsson, aðstoðarforstjóri MS.
Mynd / MS
Líf og starf 11. júní 2020

Lætur af störfum eftir 53 ár hjá Mjólkursamsölunni

Höfundur: SGM/HKr.

Sigurður Rúnar Friðjónsson hóf fyrst störf hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal árið 1964, þá 13 ára gamall, við framleiðslu á kaseini sem sumarstarfsmaður og komst á samning þar 1967.

Eftir nám í Dalum mejeriskole, þaðan sem hann útskrifaðist sem mjólkurtæknifræðingur árið 1971, starfaði hann við framleiðslu, vöruþróun og verkstjórn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík til 1977. Þá  tók hann við starfi mjólkurbústjóra hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Þar starfaði hann til 2006 auk þess sem hann tók þótt í sameiningum í mjólkuriðnaðinum. Þannig var hann bústjóri Mjólkursamlags Vestur-Barðstrendinga 1993–1999, MS Hvammstanga 1999–2002 og MS Ísafjarðar september 2002 , til 31. desember 2006. Meðfram þessum störfum var hann einnig oddviti Dalabyggðar 1986–1998 og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1991–1995.

Ari Edward, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Sigurður Rúnar Friðjónsson.

Sigurður fluttist svo til Akureyrar árið 2007 þar sem hann tók við sem mjólkurbústjóri á Akureyri og Egilsstöðum. Árið 2012, eftir 30 ára störf sem farsæll mjólkurbústjóri, færði hann sig yfir í vöruþróun hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík þar sem hann starfaði til 2020.

Sigurður hefur á starfsævi sinni komið nálægt vöruþróun af mörgum af helstu mjólkurvörum Íslendinga, þar á meðal Kókómjólk, sýrðan rjóma, mygluostaframleiðslu á borð við Brie og Dalayrju og LGG.
Sigurður hefur margoft komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla. Sem dæmi var í Morgunblaðinu þann 7. júlí 1984 mikil grein um 20 ára afmæli Mjólkursamlags Búðardals þar sem Sigurður var við stjórnvölinn.
Í Tímanum 28. október 1988 var greint frá opnun Ostabúðarinnar í Kringlunni sem rekin var af Osta- og smjörsölunni sf.

Í forsíðufrétt Bændablaðsins 19. maí 1998 er greint frá „nýja mjólkurdrykknum LGG+“ sem hafði þá slegið í gegn hjá neytendum og er enn í framleiðslu. Mjólkursamlagið í Búðardal framleiddi drykkinn og var eftirspurn meiri en svo að það tækist að anna henni.

Í Morgunblaðinu þann 8. febrúar 1997 var greint frá því er íslenskir sauðaostar frá Mjólkursamlaginu í Búðardal voru settir á markað.

Í Bændablaðinu 10. maí 2005 var greint frá sameiningu MS og Mjólkurbús Flóamanna, MBF, þar sem Sigurður var einn af lykilmönnum í sameinuðu félagi. Þannig hefur Sigurður víða komið við sögu við þróun íslensks mjólkuriðnaðar á sínum langa starfsferli.
         

Kona í fremstu röð
Líf og starf 8. desember 2023

Kona í fremstu röð

Bændablaðið fékk til prufu nýjustu útgáfu af rafmagnsbílnum Hyundai Kona í Style...

Hátíðarbragur með jólastjörnum
Líf og starf 7. desember 2023

Hátíðarbragur með jólastjörnum

Jólastjarna er eitt vinsælasta jólablómið á Íslandi. Þessa dagana eru jólastjörn...

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ...

Guðni á Þverlæk heiðraður
Líf og starf 5. desember 2023

Guðni á Þverlæk heiðraður

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárþingi ytra, var á dögu...

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð
Líf og starf 4. desember 2023

Pink Iceland og Skriðuklaustur verðlaunuð

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru nýlega veitt á 25 ára afmælisráðstefnu...

Jólamarkaðir í desember
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember ...

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...