Ofurkýr taka yfir Amazon-regnskóginn
Í Brasilíu hafa bændur ræktað sérstakan nautgripastofn, brasilískar ofurkýr, undan indverska sebúanum. Nautgripirnir henta vel við loftslagsaðstæður í regnskógabelti Brasilíu. Vinsældir kjötsins og efnahagslegur þrýstingur hafa leitt til þess að sífellt stærri hluti Amazon-regnskógarins víkur fyrir beitilandi.





