Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógardólgur handtekinn
Fréttir 10. mars 2015

Skógardólgur handtekinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Löggæslumenn ráðuneytis umhverfis og náttúruverndar í Brasilíu handtóku fyrir skömmu mann sem er talinn bera ábyrgð á um 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í landinu undanfarin ár.

Skógardólgurinn alræmdi sem um ræðir heiti Ezequiel Antônio Castanha og á hann yfir höfði sér, finnist hann sekur, allt að 50 ára dóm. Honum er gefið að sök að stjórna neti ólöglegra skógarhöggsfyrirtækja og sögunarmilla vítt og breitt um Brasilíu.

Starfsemi Castanha er sögð hafa verið svo stórtæk að hún sé völd að hátt í 20% af öllu ólöglegu skógarhöggi í Brasilíu undanfarin ár.

Áætlanir gera ráð fyrir að um 4.850 ferkílómetrar af skóglendi hverfi í Brasilíu á hverju ári vegna ólöglegs skógarhöggs. Í skóga tapast gríðarlegt magn af líffræðilegum fjölbreytileika á hverju ári um allan heim vegna skógarhöggs, hvort sem að er löglegt eða ólöglegt.
 

Skylt efni: Skógareyðing | Brasilía

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...