Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógareldar í Brasilíu
Fréttir 30. nóvember 2015

Skógareldar í Brasilíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ekkert lát er á skógareldum sem geisað hafa í Brasilíu síðustu tvo mánuði. Eldarmir eru þeir stærstu í marga áratugi og ógna ekki bara skógum og villtum dýrum heldur líka búsvæði innfæddra indíána í landinu.

Landverðir, slökkvilið og innfæddir, sem barist hafa við eldana á þriðja mánuð, ráða lítið sem ekkert við útbreiðslu þeirra. Talið er að upptök eldanna tengist aðgerðum til að ryðja skóglendi og hefja á landinu ræktun. Aðferðin er að fella fyrst bestu harðviðartrén og selja viðinn til Evrópu eða Bandaríkjanna til parket- og húsgagnagerðar. Síðan er allur annar gróður brenndur áður en sáð er olíupálmum. Pálmaolía er unnin úr pálmunum sem er gríðarlega mikið notuð í matvælaiðnaði.

Talið er að skógur á 413 þúsund hekturum af landi hafi þegar brunnið og að um tólf þúsund innfæddir indíánar séu á vergangi vegna eldanna.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...