Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kókaín til að hylma yfir skógarhögg
Fréttir 14. október 2015

Kókaín til að hylma yfir skógarhögg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögregluyfirvöld í Brasilíu rannsaka mál sem bendir til stórfellds svindls sem tengist ólöglegu skógarhöggi í norðanverðu landinu.

Á fjórða tug manna sem stunda verslun með skógarafurðir, eigendur sögunarmyllna og flutningafyrirtækja hafa verið handteknir undanfarnar vikur og yfirheyrðir vegna málsins. Talið er að mennirnir hafi falsað tölur í skýrslum um skógarhögg og verslunar með timbur og dregið verulega úr umfanginu.

Hinir handteknu eru sagðir tengjast skipulögðum glæpasamtökum sem árum saman hafa falsað tölur um skógarhögg og stundað það sem kalla má umhverfisþvætti. Áætlað er að verslun með timbur þessa aðila hafi verið ríflega hundrað þúsund rúmmetrum meiri á mánuði árum saman en gefið hafi verið upp.

Ólöglega skógarhöggið sem um ræðir átti sér að mestu stað á svæðum sem eru friðuð eða sem búsvæði indíána en grunsemdir um málið komu upp í tengslum við símahleranir varðandi verslun með eiturlyf á svæðinu. Við nánari athugun kom í ljós að eiturlyfjasmyglinu var ætlað að draga athyglina frá skógarhögginu.

Brasilía flytur út gríðarlegt magn af harðviði til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er unninn í gólfborð og til húsgagnaframleiðslu. 

Skylt efni: skógaeyðing | Brasilía | eiturlyf

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...