Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kókaín til að hylma yfir skógarhögg
Fréttir 14. október 2015

Kókaín til að hylma yfir skógarhögg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögregluyfirvöld í Brasilíu rannsaka mál sem bendir til stórfellds svindls sem tengist ólöglegu skógarhöggi í norðanverðu landinu.

Á fjórða tug manna sem stunda verslun með skógarafurðir, eigendur sögunarmyllna og flutningafyrirtækja hafa verið handteknir undanfarnar vikur og yfirheyrðir vegna málsins. Talið er að mennirnir hafi falsað tölur í skýrslum um skógarhögg og verslunar með timbur og dregið verulega úr umfanginu.

Hinir handteknu eru sagðir tengjast skipulögðum glæpasamtökum sem árum saman hafa falsað tölur um skógarhögg og stundað það sem kalla má umhverfisþvætti. Áætlað er að verslun með timbur þessa aðila hafi verið ríflega hundrað þúsund rúmmetrum meiri á mánuði árum saman en gefið hafi verið upp.

Ólöglega skógarhöggið sem um ræðir átti sér að mestu stað á svæðum sem eru friðuð eða sem búsvæði indíána en grunsemdir um málið komu upp í tengslum við símahleranir varðandi verslun með eiturlyf á svæðinu. Við nánari athugun kom í ljós að eiturlyfjasmyglinu var ætlað að draga athyglina frá skógarhögginu.

Brasilía flytur út gríðarlegt magn af harðviði til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er unninn í gólfborð og til húsgagnaframleiðslu. 

Skylt efni: skógaeyðing | Brasilía | eiturlyf

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...