Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kókaín til að hylma yfir skógarhögg
Fréttir 14. október 2015

Kókaín til að hylma yfir skógarhögg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögregluyfirvöld í Brasilíu rannsaka mál sem bendir til stórfellds svindls sem tengist ólöglegu skógarhöggi í norðanverðu landinu.

Á fjórða tug manna sem stunda verslun með skógarafurðir, eigendur sögunarmyllna og flutningafyrirtækja hafa verið handteknir undanfarnar vikur og yfirheyrðir vegna málsins. Talið er að mennirnir hafi falsað tölur í skýrslum um skógarhögg og verslunar með timbur og dregið verulega úr umfanginu.

Hinir handteknu eru sagðir tengjast skipulögðum glæpasamtökum sem árum saman hafa falsað tölur um skógarhögg og stundað það sem kalla má umhverfisþvætti. Áætlað er að verslun með timbur þessa aðila hafi verið ríflega hundrað þúsund rúmmetrum meiri á mánuði árum saman en gefið hafi verið upp.

Ólöglega skógarhöggið sem um ræðir átti sér að mestu stað á svæðum sem eru friðuð eða sem búsvæði indíána en grunsemdir um málið komu upp í tengslum við símahleranir varðandi verslun með eiturlyf á svæðinu. Við nánari athugun kom í ljós að eiturlyfjasmyglinu var ætlað að draga athyglina frá skógarhögginu.

Brasilía flytur út gríðarlegt magn af harðviði til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er unninn í gólfborð og til húsgagnaframleiðslu. 

Skylt efni: skógaeyðing | Brasilía | eiturlyf

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...