Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tær snilld
Skoðun 4. desember 2020

Tær snilld

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Enn á ný eru Íslendingar minntir á afleiðingar þess að innleiða hér erlent regluverk í orku- og markaðsmálum af einskærri þrælslund og ótta við að efnahagsrisinn í suðri refsi okkur grimmilega ef við gerum ekki allt eins og hann segir. 

Enn eina ferðina á að hækka verð á dreifingu raforku frá Landsneti í dreifbýli og nú um heil 9,9%. Á sama tíma heyrast þau ánægjulegu tíðindi að raforkuframleiðandinn Landsvirkjun hagnist grimmt af sölu raforkunnar og þar fór eiginfjárhlutfall félagsins í fyrsta sinn yfir 50% á árinu 2019. Reyndar hagnaðist Landsnet líka á síðasta ári eftir skatta um 28 milljónir Bandaríkjadollara. 

Landsnet er hlutafélag í 64,73% eigu Landsvirkjunar, RARIK á 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur á 6,78% og Orkubú Vestfjarða á 5,98% í félaginu. Allt eru þetta opinber fyrirtæki að langstærstum hluta í sameiginlegri eign allra landsmanna. 

Fyrst eignarhaldið á dreifikerfinu og raforkuframleiðslunni eru á sömu hendi, þá kann einhver að spyrja, er ekki einfalt hjá orkuframleiðendunum sem græða vel að flytja peninga yfir í dreifikerfið sem þeir eiga sjálfir? Það hljómar einfalt, en svoleiðis er það alls ekki. Ástæðan er innleiðing endalausra tilskipana ESB um samkeppnis- og orkumál sem eru snyrtilega pökkuð inn í hvern orkupakkann af öðrum. 

Í allri umræðunni um orkupakkana hefur verið margítrekað bent á að innleiðing þeirra myndi leiða til hærra heildarverðs á orku á Íslandi. Fyrsta stóra stökkið í þeim efnum var aðskilnaður framleiðslu og dreifingar sem hafði gríðarlegan kostnað í för með sér. Fram að þeim tíma sáu raforkuframleiðendurnir sjálfir um raforkudreifingarkerfið, enda var það byggt upp af þeim. 

Við aðskilnað varð raforkuflutningsfyrirtækið sjálft að fara að rukka fyrir sínum kostnaði sem lagðist svo ofan á orkuverðið frá virkjununum. Síðan hefur stöðugt verið bætt í þann pakka. 

Alltaf hefur því samt verið haldið fram af áhugafólki og innleiðingaragentum Evrópureglugerða að þetta sé allt gert með hagsmuni neytenda í huga. Mikið afskaplega getur fólk í dreifbýlinu og garðyrkjubændur verið ánægt með slík rök og þá vissu að fá örugglega alltaf að borga hæsta mögulega orkuverðið. 

Það er athyglisvert rannsóknarefni hvað hugmyndasmiðum og agentum í fjármálaheiminum hefur tekist einstaklega vel upp í sínum áróðri og auglýsingamennsku að draga saklaust fólk á asnaeyrunum og fá það til að taka þátt í að keyra fyrir sig áróðurmaskínurnar. Þannig hefur það verið með innleiðingu á sameiginlegu orkukerfi Evrópu sem miðar að því að brjóta upp þjóðlegt eignarhald á raforkukerfum og skipta því upp í vel seljanlega orkuvöndla á markaði. Með þessu er búið að setja upp gríðarstórt peningakerfi í orkugeirunum sem leiðir alla daga til þess að hagnaðurinn af orkuframleiðslunni rennur í æ ríkara mæli í vasa vellauðugra fjárfesta. 

Það sama er að gerast í nýju kolefnismarkaðskerfi sem lævíslega hefur verið komið á fót í nafni baráttu gegn hlýnun loftslags. Þar hefur áróðursmeisturum tekist á undraverðan hátt að fá fólk, sem telur sig gallharða sósíalista, til að taka stöðu í framlínusveit hörðustu kapítalista sem um getur í sögunni. Kolefnishagkerfið er því miður lítið annað en nýtt peningavöndlakerfi sem miðar að því að fleyta fjármunum í vasa „áhættufjárfesta“ sem svo nefnast á fínu máli. Ekki er nú ónýtt hjá slíku liði að hafa samfélagslega vel meinandi fólk sem hugsar alla dag í grænum lausnum, til að draga fyrir sig áróðursvagninn. – Þetta er tær snilld í markaðssetningu. 

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld