Tær snilld
Skoðun 4. desember 2020

Tær snilld

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Enn á ný eru Íslendingar minntir á afleiðingar þess að innleiða hér erlent regluverk í orku- og markaðsmálum af einskærri þrælslund og ótta við að efnahagsrisinn í suðri refsi okkur grimmilega ef við gerum ekki allt eins og hann segir. 

Enn eina ferðina á að hækka verð á dreifingu raforku frá Landsneti í dreifbýli og nú um heil 9,9%. Á sama tíma heyrast þau ánægjulegu tíðindi að raforkuframleiðandinn Landsvirkjun hagnist grimmt af sölu raforkunnar og þar fór eiginfjárhlutfall félagsins í fyrsta sinn yfir 50% á árinu 2019. Reyndar hagnaðist Landsnet líka á síðasta ári eftir skatta um 28 milljónir Bandaríkjadollara. 

Landsnet er hlutafélag í 64,73% eigu Landsvirkjunar, RARIK á 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur á 6,78% og Orkubú Vestfjarða á 5,98% í félaginu. Allt eru þetta opinber fyrirtæki að langstærstum hluta í sameiginlegri eign allra landsmanna. 

Fyrst eignarhaldið á dreifikerfinu og raforkuframleiðslunni eru á sömu hendi, þá kann einhver að spyrja, er ekki einfalt hjá orkuframleiðendunum sem græða vel að flytja peninga yfir í dreifikerfið sem þeir eiga sjálfir? Það hljómar einfalt, en svoleiðis er það alls ekki. Ástæðan er innleiðing endalausra tilskipana ESB um samkeppnis- og orkumál sem eru snyrtilega pökkuð inn í hvern orkupakkann af öðrum. 

Í allri umræðunni um orkupakkana hefur verið margítrekað bent á að innleiðing þeirra myndi leiða til hærra heildarverðs á orku á Íslandi. Fyrsta stóra stökkið í þeim efnum var aðskilnaður framleiðslu og dreifingar sem hafði gríðarlegan kostnað í för með sér. Fram að þeim tíma sáu raforkuframleiðendurnir sjálfir um raforkudreifingarkerfið, enda var það byggt upp af þeim. 

Við aðskilnað varð raforkuflutningsfyrirtækið sjálft að fara að rukka fyrir sínum kostnaði sem lagðist svo ofan á orkuverðið frá virkjununum. Síðan hefur stöðugt verið bætt í þann pakka. 

Alltaf hefur því samt verið haldið fram af áhugafólki og innleiðingaragentum Evrópureglugerða að þetta sé allt gert með hagsmuni neytenda í huga. Mikið afskaplega getur fólk í dreifbýlinu og garðyrkjubændur verið ánægt með slík rök og þá vissu að fá örugglega alltaf að borga hæsta mögulega orkuverðið. 

Það er athyglisvert rannsóknarefni hvað hugmyndasmiðum og agentum í fjármálaheiminum hefur tekist einstaklega vel upp í sínum áróðri og auglýsingamennsku að draga saklaust fólk á asnaeyrunum og fá það til að taka þátt í að keyra fyrir sig áróðurmaskínurnar. Þannig hefur það verið með innleiðingu á sameiginlegu orkukerfi Evrópu sem miðar að því að brjóta upp þjóðlegt eignarhald á raforkukerfum og skipta því upp í vel seljanlega orkuvöndla á markaði. Með þessu er búið að setja upp gríðarstórt peningakerfi í orkugeirunum sem leiðir alla daga til þess að hagnaðurinn af orkuframleiðslunni rennur í æ ríkara mæli í vasa vellauðugra fjárfesta. 

Það sama er að gerast í nýju kolefnismarkaðskerfi sem lævíslega hefur verið komið á fót í nafni baráttu gegn hlýnun loftslags. Þar hefur áróðursmeisturum tekist á undraverðan hátt að fá fólk, sem telur sig gallharða sósíalista, til að taka stöðu í framlínusveit hörðustu kapítalista sem um getur í sögunni. Kolefnishagkerfið er því miður lítið annað en nýtt peningavöndlakerfi sem miðar að því að fleyta fjármunum í vasa „áhættufjárfesta“ sem svo nefnast á fínu máli. Ekki er nú ónýtt hjá slíku liði að hafa samfélagslega vel meinandi fólk sem hugsar alla dag í grænum lausnum, til að draga fyrir sig áróðursvagninn. – Þetta er tær snilld í markaðssetningu. 

Kolefnisspor sauðfjárræktarinnar
Skoðun 20. janúar 2021

Kolefnisspor sauðfjárræktarinnar

Nýlega kom út skýrsla á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands sem ber heitið Loftslag...

Kolefnisspor framleiðslu og ábyrg umræða
Skoðun 15. janúar 2021

Kolefnisspor framleiðslu og ábyrg umræða

Hvernig ætlar vísindasamfélagið að nálgast umræðuna um loftslagsmál, þá sérstakl...

Nýtt ár og aukin tækifæri
Skoðun 14. janúar 2021

Nýtt ár og aukin tækifæri

Í upphafi vil ég færa lesendum kveðjur um gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið ...

Teygjanlegt vegakerfi
Skoðun 21. desember 2020

Teygjanlegt vegakerfi

Aukin áhersla sem nú er lögð á uppbyggingu vegakerfisins er sannarlega þakkarver...

Öflug liðsheild
Skoðun 17. desember 2020

Öflug liðsheild

Nú er senn að líða að lokum þessa árs sem verður væntanlega minnst sem COVID-19 ...

Tær snilld
Skoðun 4. desember 2020

Tær snilld

Enn á ný eru Íslendingar minntir á afleiðingar þess að innleiða hér erlent reglu...

Hvernig virkjum við alla til grænna umskipta?
Skoðun 3. desember 2020

Hvernig virkjum við alla til grænna umskipta?

Á dögunum var haldinn staf­ræni leiðtogafundurinn Choos­ing Green, í aðdraganda ...

Tollasamningurinn sem tók gildi 2018 – hverju hefur hann skilað?
Skoðun 3. desember 2020

Tollasamningurinn sem tók gildi 2018 – hverju hefur hann skilað?

Nýverið skrifuðu Breki Karlsson formaður og Brynhildur Pétursdóttir frkv.stj. Ne...