Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kindur í lausagöngu.
Kindur í lausagöngu.
Lesendarýni 28. ágúst 2023

„Búfé hefur gengið laust um landið öldum saman o engin lög hafa verið sett sem breyta því...“

Höfundur: Jón Guðmann Pétursson, landeigandi og félagi í Bændasamtökunum.

Fyrirsögnin er fengin úr bréfi Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, og Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra samtakanna, sem þau skrifuðu sveitarfélögum landsins í sumar.

Jón Guðmann Pétursson.

Ástæðan var álit umboðs­manns Alþingis, þar sem hann vitnar í stjórnar­skrárvarinn frið­helgan eignarrétt landeigenda og segir að þeir þurfi ekki að þola heimildarlausa beit í löndum sínum.

Í bréfinu koma þessir hagsmuna­vörslumenn allra bænda í landinu því sjónarmiði á framfæri að þeir sem eiga kindur sé frjálst að sleppa þeim lausum utan afrétta, til að fóðrast í annarra manna löndum í óleyfi, enda, eins og segir í bréfinu, hefur búfé gengið laust um landið um aldir og engin lög sett sem breyta því.

Það vekur furðu að samtök, sem í eru þúsundir landeigenda, skuli álíta það sitt helsta hlutverk að berjast með oddi og egg fyrir því að eignarréttur þeirra sé lítilsvirtur. Sú lítilsvirðing var slæm fyrir samtök sauðfjárbænda en er kostuleg fyrir Bændasamtök Íslands. Til viðbótar er hún arfavitlaus.

Grundvallarreglan; skaðabætur

Til að stytta sér leiðina um lögin í landinu til forna, og sleppa sögunum þegar ágangur varð tilefni illdeilna og mannvíga, er rétt að hnika sér bara aftur til ársins 1885. Þá skrifaði þingnefnd frumvarp um ágangsmál, sem hún fjallaði um m.a. með eftirfarandi hætti:

„Í frumvarpi því, sem nefndin þannig hefur samið, hefur hún byggt það í fyrsta lagi á þeirri grundvallarreglu, sem fylgt hefur verið í eldri lögum, sbr. landsleigubálk Jónsbókar 24. kap., 16. kap. og víðar, ásamt réttarbót Eiríks konungs 1294 við 31. kapítula, að sá, er verður fyrir ágangi af skepnum, eigi almennan rétt til skaðabóta ...“

Gæsluskylda, annars kostnaður

Ólafur Jóhannesson, lagaprófessor, fv. formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, var álitinn einn fremsti lögfræðingur landsins. Hann var formaður í nefnd sem ritaði frumvarp, sem varð uppistaðan í fyrstu lögum lýðveldisins um afréttamál, fjallskil, ágangsmál o.fl. nr. 42/1969. Með frumvarpinu skrifaði Ólafsnefndin greinargerð, sem fjallaði um efni frumvarpsins. Þar segir eftirfarandi um ágang:

„Menn eru almennt ekki skyldir til að þola ágang búfjár annarra manna í haga sína, nema samkvæmt samningi eða hefð, og eiga auðvitað rétt á því sjálfir að verja þá. En það er ekki nægilegt. Það virðist réttmætt að leggja með nokkrum hætti gæsluskyldu á eigendur og haldsmenn búpenings. Á því sjónarmiði eru ákvæði 37. gr. frumvarps þessa reist, en þar er heimilað að láta fram fara smölun ágangsfjár og rekstur þess á afrétt eða þangað, sem það má vera, allt á kostnað fjáreiganda.“

Allt frá Grágás, sem var skrifuð á þjóðveldisöldinni, hefur verið gæsluskylda á búfé í heimasveitum, þ.e. utan afrétta. Engin lög hafa verið sett síðan sem hafa breytt því.

Gæðastýring í plati

Líklega er ástæðulaust að nefna samning Bændasamtakanna við þjóðina, sem heitir Gæðastýring í sauðfjárframleiðslu, þar sem þjóðin lofar að greiða kindaeigendum um tvö þúsund milljónir á ári ef þeir á móti haldi dýrunum sínum alfarið á sjálfbæru landi, sem þeir hafa óskorað leyfi til að nýta. Eins og allir vita orðið, þá er sá samningur bara í plati, þ.e. fyrir utan peningagreiðslurnar, enda láta Bændasamtökin samninginn ekki hamla sér í baráttu sinni fyrir þá kindaeigendur sem stelast til að framfleyta skepnunum sínum í löndum nágranna sinna – og fá borgað hjá þjóðinni fyrir gæði. Það lýsir einurð, stefnufestu og málafylgju samtakanna, með afskaplega röngum málstað.

Skylt efni: lausaganga búfjár

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...