Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hryssa í blóðtöku.
Hryssa í blóðtöku.
Mynd / Óli Már
Lesendarýni 25. nóvember 2022

Staðreyndirnar tala sínu máli

Höfundur: Kristinn Hugason, samskiptastjóri Ísteka.

Ísteka hefur sent frá sér yfirlit yfir blóðtöku­starfsemi ársins.

Blóðnytjarnar eru landbúnaðar­starfsemi sem auka tekjur bænda og útvega fjölda fólks atvinnu, dýra­læknum, háskóla­menntuðum sérfræðingum og almennu starfsfólki. Lífefnaframleiðsla fyrirtækisins styrkir stoðir þjóðarbúsins, eða eins og áður hefur verið sagt; „grasi sem annars yxi til þess eins að sölna breytt í beinharðan gjaldeyri“.

Nútíminn kallar á lausnir í atvinnumálum sem byggjast á þekkingu og hugviti til að draga úr hlutfallslegu vægi einhæfrar auðlindadrifinnar starfsemi. Ísland er ríkt af náttúruauðlindum, nytjar þeirra hafa lyft þjóðinni efnalega. Hefbundnar nytjar eiga sér endimörk en hugvitið brýtur þann múr. Á því grundvallast starfsemi Ísteka og annarra fyrirtækja sem nýta frumauðlindir landsins í þekkingardrifinni framleiðslu.

Í frumstarfsemi sinni, þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til að afla hráefnis, er Ísteka annt um dýravelferð.

Fyrir um ári síðan komu upp aðstæður sem vörpuðu rýrð á orðspor fyrirtækisins. Mikið var þá ofsagt en um sumt mætti segja að gagnrýnendur hefðu komið fram í hlutverkinu „sá er vinur sem til vamms segir“, þó örugglega hafi það ekki verið ætlunin og voru hlutirnir þegar í stað færðir til betri vegar í góðu samstarfi við þá sem besta þekkingu hafa á hinum ýmsu sviðum sem málið varðar.

Hert hefur verið á gæðakröfum, gæðastaðlar yfirfarnir og gefin út ný útgáfa gæðahandbókar, svo nokkuð sé nefnt.

Minni framleiðsla í ár

Óhagræðið sem af málinu hlaust er umtalsvert. Þannig er til að mynda magnið sem safnaðist af blóði í ár rétt um fjórðungi minna en árið áður með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur, fyrirtækið og þjóðarbúið. Starfsstöðvar voru 90 í ár en tæplega 120 í fyrra. Heildarfjöldi hryssna í blóðtöku var 4.779 hryssur og fyljuðust 86,6% þeirra og urðu þar með tækar í blóðsöfnun, þ.e. 4.141 hryssa.

Að vísu reyndust þær hryssur sem einungis var tekið blóð úr einu sinni vera 3,3% af heildarfjöldanum. Þær eru að uppistöðu til geldar og fer því nærri að meðalfrjósemin sé 83,3%. Það er vel yfir meðaltali stofnsins en rannsókn frá því snemma á níunda áratugnum gaf meðalfyljun upp á 82,05%. Seinni tíma rannsóknir hafa svo leitt í ljós tölur innan við 70%. Minnkaða frjósemi má rekja til margháttaðra þátta sem flestir tengjast breyttu hrossahaldi og kröfuharðari ræktunarbúskap. Hryssur eru iðulega fluttar um langan veg til vænlegustu hestanna að talið er fyrir hverja og eina þeirra en þeir eru um leið undir meira álagi þar sem margar hryssur eru hjá hverjum og einum, kappsöm þjálfun og sýningaálag getur og dregið úr frjóseminni. Hvernig almennt séð er haldið um frjósemisþáttinn hjá hryssum í blóðnytjunum sem er vissulega lykilþáttur upp á blóðsöfnunina er mun nær því sem almennt gerðist áður fyrr, s.s. á þeim tíma sem fyrri rannsóknin var gerð. Í þessu eins og fleiri þáttum, s.s. almennu heilsufari og þroska folalda, koma blóðnytjarnar vel út.

Mikil hækkun afurðaverðs til bænda

Fyrirtækið hefur einsett sér að snúa við þeirri þróun í minnkaðri framleiðslu sem lýst var hér að ofan. Nýtt greiðslukerfi var sett upp þannig að vægi þeirra hryssna í hjörðinni sem best gáfu af sér var aukið en sýnt þótti að þessi aðgerð myndi geta skilað bændum fjórðungshækkun í afurðaverði til jafnaðar. Að auki var grunntaxti blóðeiningar hækkaður um 8%. Þetta gekk eftir því andvirði blóðs fór hjá meðalgóðri framleiðsluhryssu úr kr. 70.000 í kr. 95.000, sem þýðir að afurðaverðið hefur hækkað um 35,7% til jafnaðar. Til viðbótar sýna tölur ársins að hlutdeild afurðahæstu hryssnanna sem gefa blóð í sjö og jafnvel átta skipti hefur aukist. Það er því framþróun í stóðum bænda hvað framleiðslueiginleikann varðar sem er augljóslega arfbundinn. Það sést glöggt á því að í stóði Ísteka, sem telur 280 hryssur, eða tæp 6% af heildarfjölda hryssnanna, hefur verið framkvæmt markvisst úrval á grunni þessa framleiðsluþáttar síðustu sjö ár og hefur það ásamt því að gæta þess vel að hafa stóðhópana litla (um 15 hryssur hjá hverjum hesti) og enn færri hjá óreyndum, gefið fjórðungsaukningu í afurðum.

Þingmenn verða að kynna sér málin áður en þeir láta til skarar skríða

Það er að mati Ísteka ekki vafi á því að meginástæða ákveðins brottfalls sem varð meðal bænda og dýralækna í ár sé sú ómálefnalega og ómaklega herferð sem átt hefur sér stað meðal ákveðins hóps erlendra aðila og nokkurra þingmanna á Alþingi sem beint hafa spjótum sínum mjög harkalega gegn fyrirtækinu undanfarin misseri. Þrátt fyrir að Ísteka hafi lagt sig fram um að útskýra aftur og aftur hvernig málum sé háttað og haldið öllum staðreyndum til haga hélt óhróðurinn áfram – og er enn til umfjöllunar á Alþingi.

Umfjöllun fjölmiðla hefur mikið til verið einhliða, með undantekningum þó, sbr. mjög faglega og ítarlega fréttaskýringu Bændablaðsins 25. ágúst sl. Fyrirtækið er að sjálfsögðu opið fyrir samræðum við blaða­ og fréttamenn og má sem dæmi nefna að orðið var við óskum fulltrúa erlends fjölmiðils að fá að vera viðstaddir blóðtökur í sumar. Miðillinn hefur þegar birt þá úttekt sína og hefur hún birst víða um heim að undanförnu.

Ísteka hefur almennt ekki verið í sviðsljósi fjölmiðla á starfstíma sínum. Það er því skiljanlegt að heilt yfir sé fólk, þingmenn þar á meðal, ekki vel upplýstir um eðli starfseminnar. Þó verður að gera þá kröfu til þingmanna að þeir kynni sér vel allar hliðar máls áður en þeir láta til skarar skríða og hefðu þingmenn Flokks fólksins betur gert það áður en þeir lögðu frumvarp sitt fram að nýju.

Skylt efni: Ísteka | blóðmerahald

Kræklinga- og fiskeldistilraunir í Eyjafirði
Lesendarýni 6. desember 2023

Kræklinga- og fiskeldistilraunir í Eyjafirði

Fyrir nokkrum misserum birtist grein í Bændablaðinu sem hét „Fiskeldi í Eyjafirð...

Opinská samtöl í átt að betri landbúnaði
Lesendarýni 5. desember 2023

Opinská samtöl í átt að betri landbúnaði

Matarkista okkar Íslendinga er fjölbreytt og margþætt. Hér á landi eru framleidd...

Meira um samgöngumál í Mýrdal
Lesendarýni 4. desember 2023

Meira um samgöngumál í Mýrdal

Þegar þetta er skrifað hefur umhverfismatsskýrsla verið birt um þennan fyrirhuga...

Gamlir reiðir kallar í landi hinna klikkuðu karlmanna
Lesendarýni 1. desember 2023

Gamlir reiðir kallar í landi hinna klikkuðu karlmanna

„Í landi hinna klikkuðu karlmanna“ er fyrirsögn á grein sem Andri Snær Magnason ...

Smáframleiðendur skipta máli
Lesendarýni 30. nóvember 2023

Smáframleiðendur skipta máli

Meginmarkmið Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) er að vinna að hagsmunamálum...

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi
Lesendarýni 23. nóvember 2023

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi

Árið 1984 voru Dyrhólahreppur og Hvammshreppur sameinaðir í einn hrepp, Mýrdalsh...

„Ærnar renna eina slóð“ – Um kindagötur
Lesendarýni 21. nóvember 2023

„Ærnar renna eina slóð“ – Um kindagötur

Göngumanni í íslenskum úthaga er það léttir að ramba á kindagötu. Því má treysta...

Fé smalað með dróna
Lesendarýni 20. nóvember 2023

Fé smalað með dróna

Í haust og fyrrahaust gerði ég tilraunir með að smala með dróna, af svæði sem er...