Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samtök smáframleiðenda matvæla fjögurra ára
Lesendarýni 30. janúar 2024

Samtök smáframleiðenda matvæla fjögurra ára

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM/BFB.

Árið 2023 var fjórða starfsár Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) og aðildarfélag þess, Beint frá býli (BFB), fagnaði 15 ára afmæli sínu um land allt.

Oddný Anna Björnsdóttir.

Í SSFM/BFB eru á þriðja hundrað fyrirtæki. Rúmur helmingur á lögbýlum, fjórðungur á höfuðborgarsvæðinu og fimmtungur í bæjarfélögum hringinn í kringum landið.

Einföldun regluverks og samræmt eftirlit

Samtökin halda áfram að láta að sér kveða á mörgum sviðum. Lykilverkefnið er að stuðla að einföldun regluverks og samræmingu í eftirliti, hafa áhrif á þróun regluverks með umsögnum og vekja athygli á bákninu með greinaskrifum og aðgerðum í kjölfarið.

Á síðasta ári tókst okkur sem dæmi að koma í veg fyrir gjaldskrár- hækkanir MAST (a.m.k. í bili) og ná í gegn regulgerðarbreytingu svo matvælaframleiðendur sem selja forpökkuð matvæli í eigin hagnaðarskyni þurfi ekki að sækja um og greiða fyrir starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins fyrir hvern matarmarkað sem þeir taka þátt í. Fleiri mál eru í skoðun hjá ráðuneytinu.

Auka þekkingu og bæta kjör

Fræðsla og gerð verkfæra sem hjálpa félagsmönnum í sínu starfi er einnig lykilverkefni. Grunnur að gæðahandbók, forrit til að reikna næringargildi út frá uppskrift, handbók fyrir smáframleiðendur, fjölbreytt örnámskeið og námskeiðsraðir eins og Matsjáin er það helsta sem samtökin hafa staðið fyrir.

Markmiðið er að halda námskeiðsröðina Veganesti á næsta ári sem er hugsuð fyrir þá sem vilja taka fyrirtækið upp á næsta stig. Örnámskeið vorannar eru m.a. um styrkumsóknaskrif, notkun næringargildisforritsins, hugverk, rafrænar lausnir, viðskiptaskilmála, markaðs- og kynningarmál, verðlagningu og tengslanet.

Að semja um betri kjör til handa félagsmönnum hefur verið mikilvægt áherslumál og hefur afsláttarsamningur við innanlands- svið Eimskip sem dæmi haft mikið að segja fyrir marga félagsmenn, en á þriðja tug aðila veitir nú félagsmönnum sérkjör og sífellt fleiri bætast við.

Viðburðir og samstarf

Stærsti viðburður síðasta árs var afmælishátíð Beint frá býli í ágúst sem þúsundir sóttu og var haldin í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaganna á sex stöðum á landinu. Sá viðburður verður árviss undir nafninu Beint frá býli dagurinn. Samhliða því var nýr vefur BFB settur í loftið.

Árlegur rafrænn málefnafundur með félagsmönnum verður haldinn 6. febrúar. Þann 7. mars munu SSFM/BFB standa fyrir málþingi og matarmarkaði á Hvanneyri í samstarfi við LbhÍ og fleiri. Þann 8. verða aðalfundir, heimsóknir til félagsmanna á svæðinu og árshátíð á Hótel Hamri.

Við höfum átt gott samstarf við önnur félagasamtök og verið sam- starfsaðilar á viðburðum eins og Bragðagarði Slow Food Reykjavík í Grasagarðinum í október og Matarmóti Austfirskra krása í nóvember og verðum einnig í ár.

Við munum jafnframt halda okkar góða samstarfi við Samtök iðnaðarins og Matvælaráð áfram, m.a. sem samstarfsaðilar að við- burðum tengdum matvælum.

Við litum á það sem mikla viðurkenningu á okkar starfi þegar fjármunir gamla bakhjarlsins okkar, Landbúnaðarklasans, voru látnir renna til SSFM þegar honum var slitið sl. vor.

Þróa og fjölga söluleiðum

Enn eitt lykilmarkmiðið er að þróa og fjölga söluleiðum og eigum við því í góðu samstarfi við verslanakeðjur og stórverslanir um land allt sem miðar að því að þær taki markvisst inn í sitt vöruval vörur félagsmanna, veki athygli á þeim og geri þeim hátt undir höfði. Dæmi um það eru Matarbúr Krónunnar, Heimabyggð Samkaupa, Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda í Hagkaup, Uppspretta Haga og Frumkvöðladagar Fjarðarkaupa.

Ómetanlegar eru svo ferðamanna- og sérverslanir eins og Taste of Iceland í Reykjavík og hringinn í kringum landið sem kynna vörur frumkvöðla fyrir ferðamönnum og íbúum. Síðast en ekki síst að kynna rafrænar sölulausnir enda milliliðalaus viðskipti mikilvæg og vaxandi, bæði í gegnum netið og á matarmörkuðum.

Gátt inn til smáframleiðenda

Samtökin veita félagsmönnum ráðgjöf og stuðning, miðla gagnlegum upplýsingum og vekja athygli á málefnum sem þá varða. Þau eru einnig gátt inn til smáframleiðenda matvæla sem þýðir að þeir sem þurfa að ná til þeirra geta gert það í gegnum póstlistann og lokaða Facebookhópinn.

Landbúnaðarverðlaun og fálkaorða

Félagsmenn samtakanna rökuðu til sín verðlaunum á liðnu ári. Hjónin á Erpsstöðum, þau Helga og Þorgrímur, fengu landbúnaðarverðlaunin; formaður BFB, Jóhanna á Háafelli Geitfjársetri, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu og Karólína í Hvammshlíð var valin maður ársins á Norðurlandi vestra. Fleiri félagsmenn hafa fengið hin ýmsu verðlaun, viðurkenningar og glæsilegar umfjallanir enda sannir frumkvöðlar og dugnaðarforkar.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...