Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Raunveruleg staða nautgriparæktar
Lesendarýni 27. mars 2023

Raunveruleg staða nautgriparæktar

Höfundur: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Staða nautakjötsframleiðslunnar á Íslandi er grafalvarleg svo ekki meira sé sagt. Nú stefnir í að haustið 2024 verði á markaði um 300 tonnum minna af íslensku nautakjöti en síðustu tvö ár.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.

Ástæða samdráttar í nautakjötsframleiðslu er einfaldur. Helgast það af stöðunni sem uppi er í dag, að um 10% færri nautkálfar eru
nú settir á. Auk þess eru nú í dag rúmlega 2.500 færri lifandi naut í landinu en þau voru í upphafi árs 2021. Nautum yngri en 12 mánaða, ásetningsnautum, fækkar mest, eða 1.200 færri en þau voru fyrir tveimur árum.

Eldistími nautgripa er langur, ákvarðanir sem teknar voru vorið og sumarið 2021 var leiðsögn um hversu mikið framboð er af íslensku nautakjöti á markaði í dag. Í nýlegum gögnum Hagstofunnar kemur fram að nautakjötsframleiðslan var rekin með töluverðu tapi.

Rekstrarniðurstaða áranna 2017-2021 var í öllum tilfellum neikvæð, hvort sem horft er á framleiðslukostnað með eða án afskrifta og fjármagnsliða.

Nautakjötsframleiðendur greiddu með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2019, 603 kr., árið 2020, 568 kr. og árið 2021, 412 kr. Á síðasta ári er áætlað að nautakjötsframleiðendur hafi greitt a.m.k. 500 kr. með hverju kílói af framleiddu nautakjöti. Þessi er staðan þó svo að afurðaverð hafi hækkað og viðbótarfjármagn hafi komið í formi áburðarstuðnings og í gegnum spretthóp matvælaráðherra.

Staða nautakjötsframleiðleiðenda er alvarleg og sjáum við það hvað best ef við berum saman vísitölu neysluverðs, sem hefur hækkað um 25% stig frá ársbyrjun 2018. Þegar á sama tíma hefur vísitala afurðaverðs til nautgripabænda hækkað einungis um 6%. Hér er vaxtamunurinn 19% stig og verð til bænda að þróast algjörlega í öfuga átt við vísitölu neysluverðs.

Það er vitlaust gefið. Því legg ég enn til að komið verði á tímabundinni undanþágu frá virðisaukaskatti til frumframleiðenda til að koma betur til móts við bændur. Staðan kallar á breyttar áherslur og hvetur okkur til að huga enn frekar að innlendri matvælaframleiðslu. Hugum að hagsmunum heildarinnar.

Ég þreytist ekki á að minnast á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Staðan í heiminum minnir okkur rækilega á mikilvægi að tryggja að neytendur hafi ávallt aðgang að góðum og heilnæmum matvælum. Stefna um fæðu- og matvælaöryggi á Íslandi er liður í stefnu almannavarna- og öryggismála sem er hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Íslendingar eiga að standa vörð um fæðu- og matvælaöryggi með dyggum stuðningi við innlenda matvælaframleiðslu, sama í hverju hún felst – eiga það skilið frá okkur.

Skylt efni: nautgriparækt

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...

Gróska eða stöðnun?
Lesendarýni 7. nóvember 2024

Gróska eða stöðnun?

Árið 2018 vann KPMG skýrslu fyrir þáverandi landbúnaðar­ráðherra þar sem sviðsmy...

Þjóðarátak í samgöngumálum
Lesendarýni 6. nóvember 2024

Þjóðarátak í samgöngumálum

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þegar kemur að samgöngumálum. Vegakerfi la...

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar
Lesendarýni 5. nóvember 2024

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar

Íslendingar eru og hafa ætíð verið landbúnaðarþjóð. Ræktun lands og nytjar hafa ...

Kvenfélagið Freyja 90 ára
Lesendarýni 1. nóvember 2024

Kvenfélagið Freyja 90 ára

Það var í júní árið 1934 sem nokkrar konur komu saman að Krossi í Austur-Landeyj...

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni
Lesendarýni 31. október 2024

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni

Landsbyggðin lifi leitar eftir samstarfi við framfarafélög, þorp, bæjarfélög eða...

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...