Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eru þetta skaðvaldar?
Lesendarýni 30. september 2015

Eru þetta skaðvaldar?

Höfundur: Einar E. Gíslason

Kveikjan að því að ég set þessar hugleiðingar á blað eru tvær greinar eftir Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur í Bændablaðinu um þessi mál. Einnig  fréttir af sveitarfélögum sem eru að berjast við þennan vágest utan þeirra girðinga sem þeim er ætlað í flóru þessa lands.

Þær eiga það allar  sameiginlegt að vera öflugar og hávaxta  og eyða öllum lágróðri í vistkerfinu, þar sem þær fá að þróast frjálsar. Lúpínan er dásamleg uppgræðslujurt og auðgar landið af lífrænum efnum, þar sem hún á við í uppgræðslu á örfoka landi.

Kerfillinn var fluttur til landsins sem skrautjurt í garða, þokkalegur þar, en alger plága þar fyrir utan og bætir ekki landið. Ætihvönnin er íslensk jurt og ein af okkar bestu lækningajurtum sem íslensk grasaflóra hefur upp á að bjóða en er hrein plága í friðuðu landi þar sem sauðfé er ekki beitt á landið,en þar sem sauðfé gengur frjálst sést hún ekki, hún er eins og aðrar áðurnefndar plöntur, hún eyðir öllum lágróðri þar sem hún fær að valsa í frjósömu landi. Í friðuðu landi þar sem ofangreindar jurtir eru ekki til staðar er sinan mesti bölvaldurinn, rýrir flóruna og heldur frosti of lengi í jörðu og landið þar hvimleitt yfirferðar.

Við Anna Guðrún áttum ekki samleið í beitarmálum er hún var nýskriðin út úr skólanum og var heltekin af kenningum skógræktarmanna, landgræðslunnar og frændum mínum Andresi og Ólafi Arndals sem öll börðust á móti sauðfjárbeit og þó einkum á móti hrossabeit á grónum afréttum, en samkvæmt skrifum hennar nú hefur hún snúið við blaðinu og tekur undir það sem ég hélt alltaf fram er ég var í forystu hrossa- og sauðfjárbænda. „Hófleg blönduð beit er hagabót“, þetta eru engin ný vísindi, þetta er gömul reynsla eldri kynslóða og hef ég sömu reynslu af starfi mínu sem bóndi og bústjóri í rúm 60 ár. Þetta byggist einfaldlega á því að hinar ólíku búfjártegundir velja mismunandi jurtir úr vistkerfinu. Það sem opnaði augu mín í upphafi fyrir þessu var grein um hrossarækt í bandarísku tímariti, þar sem hrossabóndi segir reynslu sína. Hann ræktaði veðhlaupahross og var aðeins með hross á búgarði sínum, en hross frá honum stóðu oftast í fremstu línu á veðhlaupabrautum, en svo fóru þau að hætta að ná þessum árangri þrátt fyrir strangt kynbótastarf, höfðu einfaldlega ekki nægt úthald til að sigra löngu hlaupin. Hvað var að?

Skólabróðir hans sem var menntaður líffræðingur og plöntusérfræðingur kom eitt sinn í heimsókn til hans á búgarðinn og hrosseigandinn ræddi þessi vandamál sín í hrossaræktinni og hann bauðst til að fara með honum að skoða stóðið og hagana. Hann sá mjög fljótt að gróðurinn í högunum var orðinn mjög einhæfur og mest af plöntum sem hrossin hrifust ekki af. Hann ráðlagði honum að fá sér holdanaut og sauðfé og beita á þessa sömu haga, á nokkrum árum breyttist vistkerfið og smátt og smátt skilaði það sér í meiri afköstum hrossanna.

Annað dæmi sem ég upplifði á Hesti í Borgarfirði var að Hestbúið leigði Hrossaræktarsambandinu og Nautastöðinni allstórt land í Mávahlíð, þar voru stóðhestar og kynbótanaut á sumrin. Snemma á vorin er fé var hleypt af húsi, fylltist þessi girðing af fé, þó mikill gróður á samsortar landi væri til staðar allt í kring, en nær eingöngu beitt sauðfé. Þetta munstur sá ég mjög víða er ég fór um sem ráðunautur. Þessi dæmi voru til þess að Félag hrossabænda barðist fyrir því að leyfa hrossabeit á afréttum til landbóta, þar sem gróðurþekja var allgóð.

En með hvaða ráðum eigum við að verja fjölbreytni íslensku flórunnar til að sporna við útbreiðslu  þessarar freku jurta ef þær fara út fyrir sitt athafnasvæði, í þéttbýli, í friðlöndum og stöðum, vítt og breitt, þar sem gjafaáburður og fræi var dreift og náði að þroskast? Núna eru nokkur sveitarfélög og áhugamenn farnir að berjast gegn þessum óboðna gesti í umhverfi sínu. Reynt hefur verið að nota plöntueitur, en gallinn er sá að það drepur allan grænan gróður, er dýrt í innkaupum en fræin lifa í áratugi í jörðinni.

Önnur leið er sú að slá þessar plöntur áður en þær fella fræ, þetta er mjög vinnufrek aðferð og þar af leiðandi mjög dýr í framkvæmd og oft erfitt að koma tækjum að, nema helst í vegköntum en þar er oft erfiðleikum bundið að koma beit við.Besta aðferðin til að halda þessum jurtum niðri er að beita þær. Þar erum við Anna Guðrún sammála. Í sama Bændablaði  frá 23. júlí er frétt skráð af blaðamanni blaðsins, V.H., af baráttu þeirra í Nýja-Englandi í Bandaríkjunum að útrýma og halda í skefjum innfluttum plöntum sem eru að yfirtaka sjávarfitjar þar í ríkinu. Niðurstaðan var beit, allt annað gefur engan eða mjög lítinn árangur, þar reyndust geitur afkastamestar en þær þurfa mjög öflugar girðingar.
Hugleiðingar Önnu Guðrúnar í Bændablaðinu 13. ágúst sl. um þessi mál er að sauðfjárbeit sé besti kosturinn en hún sér þann annmarka á henni helstan að erfitt muni reynast að fá sauðfjáreigendur til að leigja fé til þessara starfa. Hún telur eituráhrif lúpínu það lítil að það skaði ekki ef beitarfénaðurinn hafi önnur grös að bíta með.

Hugmynd  mín til þerra sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra sem vilja verja íslenskt gróðurlendi, þjóðgarða okkar og önnur gróin svæði sem þessar plöntur eru að leggja undir sig án vilja eigendanna á viðkomandi landi.

Girða hólf um þær og skipuleggja sauðfjárbeit í þeim, girðingin er dýrasti þátturinn við hugmyndina en hana þarf bara að framkvæma í upphafi átaksins. Anna Guðrún bendir á að erfitt gæti reynst að semja við bændur um beitarpening, það er rétt hjá henni, ég þekki það vandamál frá því ég var tilraunastjóri á Hesti. Einn möguleiki væri að leysa það með því að viðkomandi framkvæmdaraðili kaupi smáhrútlömb á haustin sem ekki eru í sláturhæfu ástandi af bændum og semji við þá um að láta gelda þau og ala þau síðan upp með sínum gemlingum og afhendi þau eiganda í maílok. Í byrjun gróanda á að byrja að beita hólfin, en mikið atriði er að beita á nýgræðinginn og halda gróðrinum niðri fram yfir mitt sumar en eftir það ná þær ekki að þroska fræ en hólfin verða þá að fá frið svo gróðurinn fái tíma til að safna forða til vetrarkomu.

Til að leysa vetrarhirðinguna á sauðunum er best að semja við bændur sem eiga gömul ónotuð fjárhús að fóðra þá, með því að láta þá liggja við opið. Þessi fóðuraðferð kostar mjög litla vinnu og er heilsusamleg fyrir sauðina. Þegar þarf að endurnýja í stofninum er best að farga þeim 3ja vetra, þá er gott verð á þeim og skipta þá við bónda á sauð og framgengu geltu smálambi, þetta er beggja hagur og sjálfbær endurnýjun. Vandamálin eru að nota þessa aðferð inni á milli húsa í þéttbýli og á vegarköntum þar sem ekki er hægt að koma sláttuvél að.

Er ég var ungur maður og hafði ekki land til umráða nálægt vinnu og dvalarstað en átti þá þegar mörg hross, tjóðraði ég þau hross sem ég var með í brúkun á smá blettum og vegköntum á Hvanneyri. Á ferðum mínum erlendis hef ég víða séð vegkanta nýtta á þennan hátt. Anna Guðrún bendir á að hrosseigandi einn sem vildi eyða lúpínu úr landi sínu beitti það svo hart að hrossin kröfsuðu upp rætur hennar og átu, ekki mæli ég með þessu, þetta getur ekki verið góð meðferð á hrossunum en aftur á móti myndi ég ráðleggja þessu fólki að fá sér grísi, en svín eru upplögð til þessa en það er eðli þeirra að grafa með trýninu eftir rótarávöxtum. Ég vann um tíma á stóru svínabúi í Danmörku þar sem bóndinn beitti gyltunum á meðgöngunni úti, þeim til heilsubóta og hafði sérstök beitarhólf til þessa brúks, þetta þótti gefast vel.

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjö...

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...

Tollar og tómatar
Lesendarýni 16. september 2024

Tollar og tómatar

Eins og sólin sest í vestri er nokkuð árvisst að upp komi umræða um tolla á land...