Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Trausti Hjálmarsson og dóttir hans Ingibjörg.
Mynd / Úr einkasafni
Lesendabásinn 16. mars 2022

Samstíga sauðfjárbændur

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Búgreinaþing sauðfjárbænda sem haldið var 3-4. mars var vel heppnað. Á fundinum voru málefni sauðfjárræktarinnar rædd vítt og breitt. Upp úr stendur umræða um afkomu greinarinnar, enda staða sauðfjárbænda mjög erfið á þessum miklu óvissutímum. Á fundinum voru samþykktar áherslur varðandi endurskoðun sauðfjársamnings og lögð áhersla á að hefja þá vinnu sem fyrst þannig að breytingar taki gildi 1. janúar 2023.

Það er algjört forgangsatriði nýrrar stjórnar að vinna að því að bæta afkomu sauðfjárbænda. Bændur hafa undanfarin ár unnið mikið og gott starf við að efla sinn búrekstur og munu halda því áfram. Þetta má t.d. sjá í aukinni afurðasemi og bættri flokkun sláturlamba. Þá felast mikil tækifæri í hagræðingu í afurðageiranum en óvíst hvernig næst að sækja hana. Hér skiptir máli að stjórnvöld stígi fram og skapi skilyrði til að sækja þessa hagræðingu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár safnað saman gögnum um rekstur sauðfjárbúa. Á grunni þessa gagnasafns getum við sett fram skýrar og vel rökstuddar kröfur um afurðaverð til bænda. Miðað við fyrirliggjandi gögn frá RML þarf afurðaverð, að lágmarki, að vera 850 kr/kg á komandi hausti.

Ef ekki verður viðsnúningur í afkomu sauðfjárbænda mun draga verulega úr framleiðslu á næstu árum með tilheyrandi byggðaröskun. Það er mikilvægt að hafa í huga þann mikla mannauð sem sveitir landsins búa yfir. Mörgum hefur verið tíðrætt um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum landbúnaði á síðastliðnum árum m.a. á sviði loftslagsmála. Bændur munu grípa þau tækifæri sem gefast, það hafa þeir alltaf gert. En besta leiðin til að virkja hugvit og áræðni íslenskra bænda er að tryggja þeim sanngjarna afkomu af sinni vinnu. Ef okkur tekst það, þá eru bændum allir vegir færir.

Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð,
formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda

Starfsemi RML – Annar hluti
Lesendabásinn 11. ágúst 2022

Starfsemi RML – Annar hluti

Í síðasta Bændablaði fjallaði ég almennt um rekstur RML, en starfsemin er gri...

Af grundvallaratriðum
Lesendabásinn 20. júlí 2022

Af grundvallaratriðum

Í 12. tbl. Bændablaðsins ritaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra grein ...

Villigötur í umræðu um loftslagsmál
Lesendabásinn 19. júlí 2022

Villigötur í umræðu um loftslagsmál

Í Bændablaðinu 23. júní s.l. er birt grein eftir Árna Bragasonar landgræðslu...

Vatnsskortur í Íslandi
Lesendabásinn 18. júlí 2022

Vatnsskortur í Íslandi

Það kemur kannski einhverjum á óvart að það búa ekki allir á Íslandi við no...

Starfsemi RML
Lesendabásinn 18. júlí 2022

Starfsemi RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyr...

Hollur er heimafenginn hafragrautur
Lesendabásinn 15. júlí 2022

Hollur er heimafenginn hafragrautur

Hafrar (Avena sativa), einnig nefnd akurhafri, voru mikið ræktaðir í heiminum s...

Landeldi laxfiska
Lesendabásinn 14. júlí 2022

Landeldi laxfiska

Nú stendur yfir undirbúningur hérlendis undir stóraukna framleiðslu á laxi ...

Ábyrg kaup á líflömbum
Lesendabásinn 13. júlí 2022

Ábyrg kaup á líflömbum

Matvælastofnun hvetur til arfgerðagreininga með tilliti til næmis gegn riðusmiti...